Frjálst markaðssamfélag þarf að lúta skilyrðum sem stjórnvöld skapa.

Það er ekki nóg að stofna hlutabréfamarkaði og gera óveiddan fisk úr sjó að braskvöru landshluta í milli, ásamt einkavæðingu banka með verðtryggingu sem axlabönd og belti.

Aldeilis ekki, því slíkt var aðeins ávísun á frumskógarlögmál og einokun í stað þess að hér yrði til frjálst markaðssamfélag.

Það gleymdist nefnilega að hafa fyrir því að ramma inn skipulagið í skattaumhverfi til hagsbóta landi og þjóð til lengri og skemmri tíma.

Markaðsnautin sem sleppt var lausum hafa í hinu skilyrðalausa markaðssamfélagi stjórnvalda stangað allt á undan sér og erfitt er að koma á þau böndum eftir á, eðli máls samkvæmt.

Þegar harðnar á dalnum kemur í ljós að margur hefur orðið af aurum api eins og máltækið segir.

Eðlilegt markaðssamfélag hefði fyrir löngu síðan leitt af sér lækkun tekjuskatts á einstaklinga sem það hefur ekki gert hér á landi.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband