Saman vinnum við verkin sem þarf.

Skortur á samvinnu einkennir um of íslenskt þjóðfélag að mínu viti, alveg sama hvort litið er til stofnanna hins opinbera almennt innan stjórnkerfisins eða utanaðkomandi aðila.

Sama máli gegnir einnig um margt annað á sviði samfélagsmála, hvers konar félög og hagsmunasamtök eru oftar en ekki hver á sínu afmarkaða sviði án samvinnu að heildarmarkmiðum af sama toga.

Hvers vegna geta faglærðir og ófaglærðir ekki sameinað krafta sína við vinnu að sömu tegund samfélagsþjónustu  með faglegan metnað að leiðarljósi, svo dæmi sé tekið ?

Einhvern tímann var sagt að sundrungin sameinaði Íslendinga í grínþætti en ef til vill kann að vera sannleikskorn í því , við erum jú komin af víkingafylkingum sem skiptu landinu í sundur og börðust og hjuggu mann og annan í herðar niður í bardögum þessum.

Ef til vill hefur þetta bara aðeins öðru vísi myndir í dag þar sem orðið er spjót og sverðið penni.

Menn geta ekki verið sammála um að vera ósammála heldur kann svo að fara að illindi skapist af því að einhverjum tekst ekki að koma öðrum á sína skoðun.

Fjölmiðlar segja frá því endalaust hver eldar grátt silfur við hvern ár eftir ár sitt á hvað í hring, og stór hluti frétta snýst um ágreining allra handa.

svo er nú það.

kv.gmaria.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband