Nægur mannafli að störfum við nauðsynleg samfélagsverkefni, er atriði sem stjórnvöldum BER skylda til að sinna.

Lögreglan á að búa við eðlilegt starfsumhverfi þar sem nægilegur mannafli að störfum er til staðar, rétt eins og allir aðrir hlekkir hinnar nauðsynlegu samfélagsþjónustu sem við höfum valið að sé til staðar í landi voru.

Fækkun starfa hvort sem er í lögreglu eða annars staðar í samfélagsverkefnun, leiðir af sér verri þjónustu, það er ekkert flókið og algerlega óviðunandi að kröfur um sparnað birtist með því móti, að aðilar að störfum séu álagi hlaðnir við að vinna við að uppfylla hið lögbundna hlutverk skyldu sinnar.

Stjórnmálamenn hvar í flokkum sem standa þurfa að sameinast um að standa vörð um samfélagsþjónustu sem þessa.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband