Vanefndir ríkisstjórnarinnar við fólkið í landinu.

Stjórnarsáttmálinn innihélt eftirfarandi ákvæði: " Að takmarka framsal aflaheimilda innan fiskveiðiársins og auka byggðakvóta " og einnig ákvæðið " Að setja ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar í stjórnarskrá ".  Efndir þeirra loforða sem þarna standa eru lítt sýnilegar og sjónleikjaspilið á síðustu dögum þings algjört í þessu efni. Tilvist þessara ákvæða er hins vegar umhugsunarverð og tengist án efa því atriði að Frjálslyndi flokkurinn ræddi kvótakerfi sjávarútvegsins sem forgangsmál þjóðfélagsins til umbreytinga. Núverandi valdhafar hafa  því fallið á prófinu sökum eigin aðgerðaleysis gagnvart fólkinu í landinu þar sem hið óhagkvæma kerfi  leikur byggðir Íslands grátt.

Mál er að linni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband