Hvað kostar verkefnastjórnin við hinn nýja Landspítala ?

Það væri nú alveg ágætt að vita hve mikill hluti fer í stjórnunarkostnað við þetta verkefni, svona í ljósi umræðunnar um önnur stjórnendalaun á þessu sviði
á sviði heilbrigðismála undanfarið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fullyrðingar um kostnað fjarri öllum sanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Talsmaður NL ohf. sagði í útvarpsfréttum í gær að engin ástæða væri til að ætla að áætlanir stæðust ekki. Ekki datt fréttamanni í hug að spyrja hann hvort einhver ástæða væri til að ætla að þær stæðust.

Það yrði sennilega í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins ef tekst að gera kostnaðaráætlun um framkvæmd á vegim ríkissins, sem stenst. Þar hefur alltaf verið farin sú leið að vanáætla kostnaðarlið og ofáætla tekjuliði, til að auðvelda því að málið fái samþykki. Þegar svo framkvæmdir eru hafnar koma oftast nýjar og hærri kostnaðaráætlanir fram í dagsljósið og að lokinni framkvæmd hefur kostnaður farið nokkuð langt umfram þá áætlun.

Ekki hef ég nokkra hugmynd um hvað þessi spítali muni kosta, en leifi mér stórlega að efast um að hægt sé að reysa hann fyrir það fé sem áætlanir gera ráð fyrir.

Hitt er svo rétt hjá þér Guðrún, að gaman væri að vita hver kostnaður við stjórnun verkefnisins er og hver laun þeirra eru sem þar standa fyrir svörum. Þar hafa sjálfsagt verið sóttar vænar launabætur með hótunum um að fara til Noregs.

Gunnar Heiðarsson, 22.9.2012 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband