Stjórnarskrármálið er pólítískt viðundur síðari tíma hér á landi.

Ég er sammála Birni Bjarnasyni varðandi stjórnlagaráðið að þar er á ferð nefnd eða ráð, sem skipuð er af sitjandi stjórnvöldum, og fáránlegt að sjá ráðsmenn í einhvers konar " kosningaherferð" um eigin tillögugerð.

Forsætisráðherra staðfesti það í stefnuræðu sinni á eldhúsdegi að ríkisstjórnin hyggst nota þetta mál til þess að slá sig til riddara af sem teljast verður vægast sagt " lýðskrum " þar sem engin efnisleg meðferð hefur farið fram fyrir tilstuðlan sömu stjórnvalda og skipuðu nefndina eftir ógildingu Hæstaréttar á kosningu til stjórnlagaþings.

Aldrei hefði mér getað dottið það í hug að endurskoðun stjórnarskrár landsins myndi geta fallið í þennan farveg sem nú er til staðar í málinu, þar sem kjörnir fulltrúar hafa enga aðkomu að málinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Spyr hver hafi lofað nýrri stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband