Núverandi fjármálaráðherra er spunameistari áratugarins að minnsta kosti.

Hafi einhver einn stjórnmálamaður orðið að gjöra svo vel að ganga á bak eigin orða og ýmissa fullyrðinga þá er það fjármálaráðherrann, sem var einn yfirlýsingaglaðasti maður í stjórnmálum í stjórnarandstöðu á sínum tíma.

Framganga hans varðandi Icesavesamningabröltið er með ólíkindum, þar sem þjóðinni var talinn trú um að samþykkja númer eitt og tvö og þrjú, þótt málið allt sé með því móti að viðkomandi valdhafar ganga gegn öllum prinsiplögmálum í raun við að þjóna gegndarlausum markaðshyggjulögmálum þar sem jafnvel ólögvarðir samningar eru bornir á borð fyrir þjóðina að borga, sem lög frá Alþingi.

Hverjum hefði dottið í hug að Steingrímur J.Sigfússon myndi verða í því hinu sama hlutverki, einhvern tíma ?

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Sakar fjármálaráðuneytið um spuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég held að Steingrímur eigi bara eftir að lækka skatta verulega.  þá er hann orðinn að öllu því sem hann hafði megna óbeit á, fyrir ekki svo löngu. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.4.2011 kl. 01:47

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ja hver veit Kristinn Karl !

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.4.2011 kl. 02:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Maðurinn er afskaplega ótrúverðugur svo ekki sé meira sagt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2011 kl. 10:19

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er fólk búið að gleyma Davíð?

Sem seðlabankastjóri þurrjós hann sjóði Seðlabankans haustið 2008 í gjaldþrotabanakana um 300 milljarða án nokkurra veða eða trygginga. Hvað er þar um að ræða? Brot á 249. gr.hegningarlaganna.

Æseif kostar okkur innan við 40 milljarða og er þar ólíku að jafna. Hefði DO verið varkárari þá hefðum við átt margfalda innistæðuna.

Hvítflybbagengið jós úr bönkunum fram á síðasta dag, okkur til gríðarlegs tjóns. Og þetta hvítflybbagengi er enn að. Var það ekki að tvöfalda laun sín í Aron/Kaupþingsbankanum?

Er þetta ekki storkun gagnvart okkur sem annað hvort vorum viðskiptavinir Kaupþings og vorum annað hvort plataðir til að taka á okkur okurlán, eða áttum hlutafé í þessari svikamyllu sem við greiddum fyrir með beinhörðum peningum?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.4.2011 kl. 23:31

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðjón.

Mig skiptir engu einasta máli hvort vinstri eða hægri menn voru hér eða þar, heldur það atriði að enginn viti borinn stjórnmálamaður samþykkir yfir þjóð sína ólögvarða kröfu með gengisáhættu allra handa fram í tímann, með milljarðatugi í sveiflum þar að lútandi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.4.2011 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband