300 þúsund manna samfélag getur lifað góðu lífi með launajöfnuði í blönduðu hagkerfi, ef kerfi mannsins virka saman.

Tilraunir til þess að vippa þrjú hundruð þúsund manna samfélagi í eitthvert samkeppnismarkaðssamfélag, var eitthvað sem íslenskt launafólk var gert að þáttakanda í með því að galopna landið sem atvinnusvæði í Evrópu og lækka laun á almennum vinnumarkaði með því móti, þar sem almenningur var gerður að skattagaleiðuþrælum, einkum og sér í lagi láglaunafólk, þar sem skattleysismörk voru fryst við sömu upphæð og fátæktarframfærsla var, viðkomandi til ævarandi skammar um framkvæmd sem slíka, sem bitnaði ekki aðeins illa á launþegum heldur einnig þeim tekjuhópum sem í engu fengu sinni stöðu breytt s.s öryrkjum og ellílífeyrisþegum þessa lands.

Þessu tók íslensk verkalýðshreyfing þátt í þegjandi og hljóðalaust, með vinnuveitendum, sem og stjórnmálaumhverfið allt meira og minna.
Því til viðbótar máttum við borga fyrir útrásarævintýraferðir hinna meintu markaðsmanna allra handa sem fóru hæstu hæðir í loftfimleikum á fjármálamarkaði í Evrópu og víðar.
Þjóðinni var talin trú um það að hér væri um að ræða frábæra snillinga sem þarna voru á ferð með daglegum ævintrýrafrásögnum fjölmiðla sem enduðu með frásögnum að stöðu vísitölu á fjármálamörkuðum, líkt og slíkar upplýsingar kæmu íslenskri þjóð almennt við og ekki komu þær upplýsingar einungis frá markaðsöflunum sem áttu meirihluta á fjölmiðlamarkaði eins vitlaust og það eignarhald nú var, heldur einnig frá ríkisfjölmiðlinum sem var í SAMKEPPNI kostaður af fjármunum skattgreiðenda.

Gjáin milli þjóðfélagshópa í launum er áskapað vandamál.

Tekjutilfærsla í einu samfélagi um skamman tíma eða fram að hruni var með ólíkindum, þar sem ákveðnum stéttum ekki hvað sist í ófaglærðum þjónustustörfum hins opinbera var boðið að þiggja laun sem voru og eru enn til háborinnar skammar fyrir verkalýðshreyfinguna alla sem og þá sem greiða launin.
Sama máli gegnir um þjónustustörf á almennum vinnumarkaði við hin ýmsu þjónustustörf s.s við verslun.

Ríki og sveitarfélög urðu nefnilega gegnsýrð af hinni meintu markaðsmennsku þar sem hitt og þetta var boðið út allra handa með misviturlegum skilyrðum þar að lútandi þar sem þeir sem bjuggu til útboðin höfðu aldrei nokkurn tímann að viðkomandi verkum komið og árangur þess eftir því í framkvæmd sinni.

Á sama tíma hélt hér innreið sína algjör hræsni ráðmanna varðandi mikilvægi menntunar þar sem engum sást fyrir það atriði að aldrei væri hægt að greiða laun til handa öllum þeim er háskólafjöldinn í landinu hugðist mennta á vinnumarkað. Fjöldinn allur af ónauðsynlegum störfum hjá hinu opinbera kom til sögu þar sem alls konar rannsóknartilstand ekki hvað síst í kynjamálum sem og aukafræðingar hér og þar við hina og þessa stofnunina, sem titla mátti undir fræðiheitum með laun ofar öllum þorra manna í landinu, fyllti opinbera geirann.

Hagfræði og fjármálamenntun undanfarinna ára skilaði einu þjóðfélagi ekki öðru en algjöru hruni og eðlilegt að þeir háskólamenn er menntað hafa menn inn í bankanna segi af sér, sem prófessorar í fræðunum og nýjir taki við.

Sama má segja um félagsfræðinga og ráðgjafa þar sem ekki hefur tekist að mennta fólk í því að skilgreina raunveruleg framfærsluviðmið til handa einstaklingum í þessu samfélagi á hverjum tíma, sem koma heim og saman við skattaumhverfi og laun.

Meðaltalsútreikningar menntunarinnar, og léleg samhæfing kerfa mannsins.

Hinn stórkostlegi skortur á samhæfingu kerfa þeirra sem vinna eiga í þágu einstaklinga er alger með tilheyrandi vandamálum sem endalaust eru til staðar í voru þjóðfélagi árum saman og fyrir löngu ætti að hafa verið búið að finna flöt á til þess að leysa úr, svo sem fátækt ákveðna þjóðfélagshópa hér á landi.
Hinn aldagamli undirlægjuháttur þeirra sem starfa fyrir hið opinbera hefur gert það að verkum að enginn þorir að taka frumkvæði og breyta málum og viðkvæðið ég bara vinn hérna er allsráðandi upp og niður opinbera geirann.

Aðalvandamálið eru meðatalsútreikningar þeir sem allt miðast við varðandi laun og skattaálögur en þegar engin heil brú finnst á milli tekna í hæsta og lægsta tekjuhópi hvað upphæðir varðar, þá verður meðaltalið ónothæft.

Dæmi: Láglaunakonan er með eitt hundrað þúsund og hálaunamaðurinn eina milljón í laun á mánuði, en meðaltalið er þá fimm hundruð þúsund, sem tekið er mið af við ákvörðun skatta á landsmenn, án tillits til þess að láglaunakonan lendir langt undir fátæktarmörkum við skattaálögur til viðbótar af þessari launaupphæð meðan hálaunamaðurinn kemst af en hefur minna.

Gæti hún þá fengið aðstoð félagsmálayfirvalda vegna þess að fara undir fátæktarmörk eftir greiðslu skatta ?

Nei, viðmið framfærslu fer eftir launum fyrir skatta, eins stórkostlega vitlaust og það nú er, og ekki nóg með það hvers konar styrkir til þeirra sem eru í þessari tekjustöðu og kunna að njóta réttinda til styrkja, þá eru teknir skattar af styrkjum þessum þar sem hið opinbera færir krónur úr hægri vasanum yfir í þann vinstri og upphæð styrkja nær helmingast vegna skatta og þjónar þar með ekki tilgang sínum.

Svo koma menn af fjöllum þegar rætt er um fátækt ákveðinna þjóðfélagshópa hvort sem um er að ræða verkalýðshreyfingu sem fyrir löngu er drukknuð í meðaltalsútreikningunum, sem og ráðamenn allir, framkvæmdavald sem Alþingi.

Það var til dæmis afar athyglisvert að þegar sú ráðstöfun kom til á sínum tíma að greiðslumat varðandi húsnæðiskaup var fært yfir til bankanna komu allt í einu allt aðrir útreikningar á raunverulegri greiðslugetu en þeir sem hið opinbera var með í framkvæmd sinni sem aftur segir manni það að betri vitnesku hafi verið til að dreifa í bönkum um raunveruleikann en hjá þeim er tóku ákvarðanir hjá hinu opinbera hvort sem varðar nýjar skattaálögur ellagar aðgerðaleysi um óviðunandi ástand mála.

Bera stjórnmálamenn enga ábyrgð á sínum ákvörðunum ?

Ég leyfi mér að fullyrða að stór hluti skuldasöfnunnar almennings í fjármálastofnunum sé tilkominn vegna rangra ákvarðanna stjórnmálamanna um skattaálögur á launamenn sem ekki var nein heil brú í varðandi greiðslugetu, og bein leið fyrir eitt þjóðfélag til glötunnar, en slíkt átti sér jú stað undir formerkjum þess að við værum að taka þátt í hinu annars dásamlega markaðssamfélagi sem í raun var aldrei né verður talið markaður vegna höfðatölu, eðli máls samkvæmt, alveg sama hvar og hvernig menn reyna að telja okkur trú um annað.

Þegar óveiddur fiskur úr sjó var gerður að braskvöru manna í millum á þurru landi, mátti gefa sér hvert eitt þjóðfélag stefndi á sínum tíma, þar sem landið fór á annan endann, og loftbólufjármagn varð til sem aldrei var nokkur innistæða fyrir, og fólk flykktist atvinnulaust og eignalaust á höfuðborgarsvæðið, sem ekki hafði undan um tíma að byggja og byggja aftur húsnæði fyrir sömu landsmenn og gáfu hús sín út á landi, en kostnaður sá er sveitarfélög hér urðu fyrir beinlínis vegna þessara ákvarðana er enn vanmetinn, því áður hafi eitt samfélag sömu skattborgarar kostað heilsugæslu, löggæslu og menntun úti á landi, sem í annað sinn þurftu að greiða fyrir hér á stór Reykjavíkursvæði fyrir sömu landsmenn.

Þetta var kallað hagræðing sem enginn var heldur þvert á móti sóun á fjármagni skattborgaranna, en sama meinta hagræðingin kom einnig til í landbúnaði á sama tima þar sem fækkun og stækkun búa, olli sams konar fólksflótta sem bætti enn við fjöldann sem fluttist á mölina Suðvestanlands.

Hér var um að ræða mistök stjórnmálamanna við ákvarðanatöku um mál öll, en það hjákátlegasta var ef til vill að á sama tíma vildu stjórnmálamenn auka samgöngur og bora göng gegnum fjöll og firði fyrir þá örfáu sem enn voru eftir úti á landi meðan ekki hófst undan að endurbyggja þjónustu á höfuðborgarsvæðinu, en þar kom vissulega til að flytja þurfti fiskinn fljótt milli landshluta, fiskinn sem gekk kaupum og sölum óveiddur á þurru landi í braski áður en settur var í gáma til útflutnings, óunninn.

Umræða nú varðandi það atriði að ráðamenn fyrri ríkistjórnar skuli koma fyrir Landsdóm varðandi setu sem ráðamenn er allt hrundi, er eitthvað sem engin ætti að þurfa svo mikið sem að velta fyrir sér, auðvitað skyldu þeir hinir sömu axla ábyrgð þá sem þeirra er, en ekki bara hluti þeirrar ríkisstjórnar heldur allir sem einn.

Hver og einn einasti flokkur getur síðan gert upp sín mistök við landstjórnina eftir það, hvers eðlis sem og í samræmi við ákvarðanatöku um mál öll með þann hugsanlegan möguleika að læra af til framtíðar litið fyrir land og þjóð.

Samfylkingin er samábyrg því að hoppa upp í rúmið með Sjáfstæðisflokknum við stjórn landsmála en sá flokkur gerði ekki mikið til að gagnrýna það umhverfi sem var til staðar áður, en Framsóknarmenn sem sátu lengst af með Sjálfstæðisflokki við stjórnvölinn stóðu oftar á bremsunni en samstarfsflokki líkaði en fengu ráðuneyti sem voru óvinsælust og máttu þurfa að taka ábyrgðina á stjórnarsamstarfi í heild sem ekki nægði til þess að fyrri ríkisstjórn fengi meirihluta.

Endurnýjun forystu Framsóknarflokksns átti sér stað í upphafi árs 2009, þar sem aðili er áður hafði verið utan stjórnmála tók þar við forystu, sem ég tel þeim flokki til tekna. Samfylking ákvað að setja gamlan flokkshest í forystu, sem nú er forsætisráðherra og var hluti af hrunstjórn fyrri ríkisstjórnar, en Vinstri Grænir fóru fram með sinn sama leiðtoga og áður og Frjálslyndi flokkurinn, var með sama formann og datt við það út af þingi, en Borgarahreyfing náði mönnum inn á þing.

Hver og einn einasti starfandi stjórnmálaflokkur í landinu hlýtur að þurfa að endurskoða afar margt í aðkomu að málum öllum varðandi ákvarðanir, stefnu ellegar stefnueysi um málefni eins þjóðfélags og það atriði að hafa yfirsýn yfir framkvæmd lagasetningar þeirrar er gildir í landinu og framkvæmd laganna til handa landsmönnum öllum ekki hluta þeirra, með það að markmiði að eitt þjóðfélag sé ein heild en ekki margar þjóðir í sama landi eftir flokkun tekna og skipulagi þar sem lagaframkvæmd er með því móti að hvað rekst á annars horn.

Guðrún María Óskarsdóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband