Stærstu stjórnmálaflokkarnir hafa gjaldfellt sjálfa sig.
Mánudagur, 4. október 2010
Getur það verið að núverandi formaður Samfylkingarinnar sem einnig er forsætisráðherra hafi engu að tapa varðandi það atriði að reyna að firra flokk sinn
ábyrgð á stjórnarþáttöku í fyrri ríkisstjórn sem sat þegar bankarnir hrundu ?
Svarið er því miður já, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir prívat og persónulega hefur áskapað sér sjálfri nægileg eftirlaun um leið og hún stígur til hliðar af þingi, en það styttist í það hið sama. Hún hefur engu að tapa sjálf, varðandi það atriði að verja forvera sinn sem formann Samfylkingar frá því að þurfa að koma fyrir Landsdóm vegna hrunsins.
Öðru máli gegnir um flokkinn, og það er vægast sagt afar sérstakt að formaður sé tilbúinn til þess að " fórna flokknum " fyrir forystumenn sem viðkomandi telur sig þurfa að standa vörð um, þar sem þær hugsjónir, starf og stefna fer fyrir lítið.
Samfylkingin hefur gjaldfellt sig í íslenskri pólítik með afstöðu formannsins til þess að þingið axli ábyrgð eins og sótt er eftir til handa öðrum í þessu þjóðfélagi.
Hvað með formann Sjálfstæðisflokksins, sem og nýjan varaformann, hafa þeir einhverju að tapa, varðandi það að reyna að firra flokk sinn ábyrgð á stjórnarþáttöku í fyrri ríkisstjórn sem sat þegar bankarnir hrundu ?
Svarið er já, þar sem þau hin sömu hafa setið tiltölulega stutt á þingi og hvorugt gegnt ráðherraembættum enn sem komið er, og ekki safnað eftirlaunum í digra sjóði líkt og forsætisráðherra, og kunna því að tapa þingsætum út á sina afstöðu sem embættum þeim er þau nú gegna.
Dettur einhverjum í hug að innkoma fyrrum varaformanns flokksins á þing sem var ráðherra er bankarnir hrundu, komi til með að bæta ásýnd flokksins ?
Svarið er NEI, og afstaða þingmanna flokksins þess efnis að reyna að verja fyrrum ráðamenn, ber vott um staðnað viðhorf þess að flokkurinn standi ekki fyrir hagsmunum heildainnar heldur fárra þegar svo ber undir og hefur því gjaldfellt sig verulega í íslenskri pólítik
Allt tal viðkomandi flokka og þingmanna þeirra, um ábyrgð og rannsóknir á hruninu er nú hjómið eitt.
Því miður er það ljóst að bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa nú þegar gjaldfellt sig sem þáttakanda í íslenskri pólítik, hafi þeir ekki þá og þegar
gjaldfallið nægilega við stefnu ellegar stefnuleysi í aðdraganda hrunsins.
Forystumönnum mun ekki með rökum takast að sannfæra almenning i landinu um það að eitthvað sé eðlilegt við það að þingmenn geti komið sér hjá því að axla ábyrgð gjörða sinna ellegar athafnaleysis þegar tekist hefur að koma einu þjóðfélagi svo rækilega á hausinn að það hálfa væri nóg.
Að hundsa almenningsálitið í þessu sambandi verður viðkomandi dýrkeypt um mun þýða algjört tap á trúverðugleika, þvi miður.
Það er því óhjákvæmilegt að mikil uppstokkun muni eiga sér stað í íslenskri póltík sem má segja að sé vissulega tímabært, en manni hefði ekki dottið í hug að myndi eiga sér stað með þessu móti.
Framsóknarflokkur, Vinstri Grænir og Hreyfingin standa eftir með þingmenn sem voru tilbúnir til þess að axla þá ábyrgð að ganga með mál þingmanna fyrir Landsdóm, og ef til vill kann þar að skipta máli að Framsóknarflokkurinn fyrstur flokka , gerði innbyrðis upp sín mál innan sinna raða og kaus sér nýja forystu og nýtt fólk að hluta til í framvarðasveit, þar sem fara öflugir þingmenn af yngri kynslóðinni flestir.
Vinstri Grænir höfðu einnig afl til þess að taka afstöðu þar sem vitað var að um var að ræða samstarfsflokk í ríkisstjórn, sem ber að fagna og verður að telja heilbrigða afstöðu fyrr og síðar.
Hreyfingin er nýr flokkur á þingi og því vel til þess fallinn að koma að skoðun á málum, sem hlutlaus aðili sem hefur ekki hagsmunum að gegna.
Að horfa og hlusta á tilraunir Jóhönnu og Bjarna sem og annarra þess efnis að reyna að tala niður störf þingnefndar sem sömu aðlilar kusu til starfa og skilaði starfi sínu , með tillögum, vanvirðir Alþingi í raun og misbýður réttlætisvitund fólksins í landinu.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.