Aftur í torfkofana ?

Er hluti þjóðarinnar á leið aftur í torfkofana ?

Því miður verður ekki annað séð en hluti fólks hér á landi missi þakið ofan af höfðinu í því ástandi sem nú ríkir án þess þó að kjörnum fulltrúum þjóðar er sitja við stjórnvölinn hafi tekist að finna úrlausnir varðandi þann forsendubrest er til varð við hrun fjármálakerfisins.

Hin gullvæga skiptimynt steinsteypan sem íslenskt þjóðfélag hefur meira og minna snúist um síðan að þjóðin gekk úr torfkofunum, mun nú að öllum líkindum verða stór hluti af eignasafni ríkisins gegnum bankana, þar sem steinsteypukumbaldar í hrönnum verða slegnir bönkum á uppboði.

Úrlausnir til handa þeim er þar missa húsnæðið, eru engar í sjónmáli mér best vitanlega.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Guðrún María, Það virðist ekki vera áhugi hjá stjórnvöldum að hjálpa þessu fólki, það er orðin staðreynd.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.10.2010 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband