Markaðsdansleikur Samfylkingarinnar.

Samfylkingin er nú mætt á markaðsdansleikinn þar sem ganga erinda fyrirtækja hvað varðar evruupptöku virðist sá fjaðurskúfur sem settur hefur verið efst í hattinn. Með ólíkindum er hve þessum stjórnmálaflokki virðist ætíð takast að vera sambandslaus við fólkið í landinu, því flest annað en upptaka evru á erindi við almenning í landinu nú um stundir. Væri ekki ágætt af ábyrgum stjórnmálamönnum að fara að aðgæta hvers vegna gjá hefur skapast milli láglaunamannsins annars vegar og ofurlaunamannsins hins vegar og hvort hugsanlega geti það verið að verkalýðshreyfing þessa lands hafi sofið á verðinum , værum blundi, á sama tíma og sitjandi stjórnvöld sitja eins og púkinn á fjósbitanum með skatta á hverju strái til handa litla Jóni sem aldrei má verða of ríkur , tekjutengingarnar sjá til þess að skerða allt sem mögulegt er að skerða.

Tekjutengingar sem hluti þeirra er gengu í Samfylkinguna " föttuðu upp á " og hefur heldur betur snúist í öndverðu sína með andvaraleysi þróunar framkvæmdar þeirrar en framkvæmdin hefur lítt eða ekki verði gagnrýnd sem slík af þeim flokki ef til vill til þess að verja höfundaréttinn, þrátt fyrir delluna og öngþveiti sem nákvæmlega framkvæmdin hefur orsakað.

Evrudansinn mun ekki færa Samfylkingu verðlaun í hattinn.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband