Skattkerfið hamlar öryrkjum atvinnuþáttöku.

Fólk sem einhverra hluta vegna tapar vinnugetu, s.s vegna slysa eða sjúkdóma er gert ókleift að vinna vegna þess að bætur eru skertar, við vinnuþáttöku af heimskulegu skattkerfi sem enginn hinna 63 þingmanna hefur enn getað fengið neinu áorkað um að breyta, síðustu tvö kjörtímabil. Hvað veldur ? Það virðist þurfa stöðuga fréttaumfjöllun í mánuð eða mánuði,  til þess að menn dröslist til þess að gera eitthvað í slíku óréttlætismáli sem þetta mál er. Yfirtryggingalæknir Tryggingastofnunar benti á það fyrir nokkrum dögum að þótt menn færu ekki í heildarenduskoðun á hinu gloppótta almannatryggingakerfi þá mætti breyta hluta þess og það er ekki flókið að laga skattaumhverfi en til þess þarf vilja og athafnir og framkvæmd. Menn eiga ekki að þurfa að missa bætur fyrir hluta tapaðrar vinnugetu með vinnuþáttöku að möguleikum og það á auðvitað að borga sig að vinna það gefur augaleið. Á sama tíma vantar fólk á vinnumarkað og hin þjóðfélagslega sóun þess að fá ekki fólk sem getur unnið hlutavinnu er gífurleg hvort sem um er að ræða öryrkja eða aldraða sem enn hafa vinnugetu. Hið hróplega óréttlæti í þessum efnum kallar á aðgerðir og það eins og skot.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband