Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ég gæti sagt svo margt og mikið.....

... mælt í hljóði, hafið raust,

en þótt í burtu, þyrlist rykið,

það kemur aftur endalaust.

 

Það er rétt hjá Sigurði að heilbrigðismál hafa alla jafna ekki verið kosningamál, en hvað veldur ?

Hvað hafa margir læknar setið á Alþingi  undanfarin kjörtímabil ?

Fáir.

 

Hvers vegna ?

 

Laun ?

 

Kanski.

Mín skoðun er hins vegar sú eins og áður að núverandi kerfi þarfnist skoðunnar við, ekki hvað síst varðandi það atriði að efla grunnþjónustu við heilbrigði sem aftur hefur með það að gera hve mikið álag er til staðar á Landspitala Háskólasjúkrahús.

Jafnframt þarf að dreifa verkefnum og nýta húsakost úti á landi sem aftur skapar störf og er skynsamleg og eðlileg ráðstöfun verkefna sem eykur aðgengi íbúa að þjónustu og lágmarkar þörf fyrir kostnað sjúklinga við ferðalög til höfuðborgarinnar.

Einnig þarf að taka fyrir skipulag Landspítala Háskólasjúkrahúss og rýna ofan í kjölinn í stjórnunarlega ábyrgð, fjölda starfa við það hið sama og árangursmeta þá hina sömu stjórnun með tilliti til gæða þjónustunnar.

Enn skortir því miður samhæfingu millum fagaðila sem starfa saman í sama kerfi og ætlað er að vinna í samfellu til handa þeim sjúklngum sem þangað koma, það er margra ára saga þar sem ekkert breytist, sem er slæmt.

Skortur á þeirri hinni sömu samhæfingu lendir sem aukinn kostnaður eins samfélags og endurtekning innlagna æ ofan í æ sem telur jú meiri innlagnir en ekki samfellu í meðferð sjúklinga sem þeir hinir sömu eiga eigi að síður rétt á samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga.

Það er þvi ekki nóg að setja bara endalaust fjármagn í heilbrigðismál ef menn leggja sig ekki niður við að skoða kerfið ofan í kjölinn að mínu viti, þar sem grunnþjónusta við landsmenn alla þarf að vera í lagi, til þess að lágmarka álag á hátæknisjúkrahúsið, og eðli máls samkvæmt þarf sú þjónusta að i lagi á fjölmennasta svæðinu en þar er hún því miður næstum ónýt.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Farin fram af bjargbrúninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef fagstéttirnar eru meðvirkar um óviðunandi ástand heilbrigðismála, hvernig á þá eitthvað að breytast ?

Raunin er sú að fátt breytist ef sá sem veit um hlutina, ræðir þá ekki  og hreyfir ekki  andmælum um nauðsynlegar breytingar til hins betra.
 
Fagmenntun heilbrigðisstétta skyldi að mínu viti innihalda metnað um gildi starfanna. 
 
Það gildir um heilbrigðiskerfið eins og öll kerfi mannsins, hvers eðlis sem eru.
 
Þessi orð fyrrum Landlæknis um LSH líta út sem viðurkenning á því að léleg þjónusta sé sett fram sem súper þjónusta, með þáttöku sjúklinga án vitundar um slíkt þ.e.a.s ef ég skil það rétt.
 
 
 
" Allt þetta höfum við látið yfir okkur og sjúklinga okkar ganga án þess að við höfum hreyft verulegum andmælum. Hvernig stendur á þessu? Við erum seinþreytt til vandræða og ef til vill er langlundargeð og jafnvel meðvirkni okkur í blóð borin. "
 
Eiga sjúklingar sjálfir að berjast fyrir betri aðstæðum fyrir heilbrigðisstéttir eftir að hafa fengið að vita eitt í dag og annað a morgun á LSH , eða er það fagstétta að samræma skipulagi og vinnubrögð og vekja athygli á því sem betur má fara og sýna fram á að fjármagn skorti í nauðsynlegustu þætti til þess að veita megi grunnþjónustu lögum samkvæmt ?
 
Ellegar þurfi að lækka skilgreint þjónustustig.
 
 
kv.Guðrún María. 
 
 
 
 

 
 
 

mbl.is „Einfaldlega þjóðarskömm“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru heildarhagsmunir íslenskra heimila fólgnir í því að flytja hænsni yfir hafið, sem hægt er að framleiða hér ?

Ég verð að játa að ég skil þetta nú ekki alveg, þ.e hvernig það getur verið " ódýrara " fyrir neytandann að taka ekki aðeins þátt í því að greiða framleiðslukostnað í landi hinum megin Atlantsála, heldur einnig flutningskostnaði yfir hafið.

Getur verið að innflytjandinn ætli að taka á sig flutningskostnaðinn, til að niðurgreiða vöruna ?

Hvað mína tilfinningu varðar sem neytanda þá hefi ekki annað getað séð en innflutt magn af slíku sé til staðar hér nú þegar í  nægilegum mæli.

Um hvað eru menn að tala ?

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Mest innflutt fóður og vinnuafl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar, farið varlega með eld.

Margra daga skortur á úrkomu orsakar þurrk og moldryk á svæðum sem eru auð af snjó á þessum tíma, sem Suðurlandið er að mestu.

Jafnframt er meira eldsefni þar sem minni nýting er á ræktuðu landi þar sem gróður hefur fengið að vaxa óáreitt um tíma, en einnig hafa vaxið upp skógræktarsvæði þar sem enginn skógur var áður mjög víða.

Það verður aldrei of oft brýnt fyrir mönnum að huga að þessum hlutum.

Var á ferð við Hellu í dag þegar slökkviliðið fór fram úr mér með blikkandi ljós ásamt björgunarsveitarbíl til viðbótar á leið til þess að slökkva þennan eld en mig minnir að sama slökkvilið hafi ekki fyrir löngu síðan verið i sams konar verkefnum.

Síðast í gærkveldi heyrði maður fréttir úr Skorradal af sinueldum, og einhvern veginn finnst manni þetta of mikið.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is „Þetta eru kjöraðstæður fyrir eldinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er svo friðsælt að vera ekki í framboði fyrir Alþingiskosningar.

Sú er þetta ritar hefur tekið þátt í pólítik og framboðum fyrir síðustu þrjár alþingiskosningar en er nú afskaplega ánægð með að vera ekki á kafi í slíki baráttu að öðru leyti en því að vera ánægður flokksmaður í Framsóknarflokknum, þar sem efnilegt og dugmikið fólk er í framboði fyrir þann flokk sem ég styð heilshugar.

Nútíma kosningabarátta inniheldur mikla vinnu þeirra sem bjóða sig fram til starfa ekki hvað síst þar sem landsbyggðarkjördæmin eru stór, landfræðilega séð og flakk milli staða hornanna á milli er mikið fyrir þá sem þar taka þátt.

Allt hefur sinn stað og tíma og ekki dettur mér það í hug að ég sjálf sé ómissandi hvað varðar það atriði að vera á kafi í stjórnmálum endalaust þótt ég muni sjálfsagt ætíð hafa skoðun á landsmálum.

Það er gott að sjá allt það unga fólk sem nú gefur kost á sér til starfa í stjórnmálum,

því ber að fagna því þeirra er framtíðin.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


Um daginn og veginn.

Ég er þreytt eftir ökutúr kvöldsins og símtöl á símtöl ofan til þess að leita lausna á ákveðnum viðfangsefnum við að fást, en það sem okkur færist í fang í lífinu er verkefni hvers eðlis sem er og verkefnanna verður að leita mögulegra lausna á, hverju sinni af fremsta megni.

Í þessu tilviki fannst ákveðinn lausn um tíma, með góðra manna hjálp og samvinnu og það er vel.

Ég reyni að halda mig við það efni að pakka niður minni búslóð að nýju hvern dag, eins og heilsutetrið leyfir, sem og að leita að næsta mögulegum verustað fyrir mig sjálfa, nær höfuðborginni eða þar um slóðir.

Hef ekki fengið eitt svar við auglýsingu eftir ibúð ekki eitt, og ef til vill er það staðan á leigumarkaði.

Heyrði í blessuðum Tjaldinum í kvöld og það stilmplaði vorið inn í minn huga, bíð eftir að sjá hann á morgun. 

Umhugsun um píslargöngu frelsarans er hluti af páskum alla jafna, þar sem maður finnur á stundum samjöfnuð með einhver atriði í eigin lífi.

Upprisan gefur eigi að síður boðskap um  von, von sem vort líf þarf svo mjög á að halda.

Óska öllum ánægjulegrar páskahátíðar.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Lýðskrumið um stjórnarskrána var í boði sitjandi flokka í ríkisstjórn.

Því ber að fagna að mál þetta skuli loks hafa verið sett út af borðinu á þessu þingi, en fyrir löngu gat þessi ríkisstjórn gert sér grein fyrir því að málið var í algjörum ógöngum efnislega sem og hvað varðar feril máls þessa á hinum ýmsu stigum, hvað aðgerðir varðar ellegar aðgerðaleysi.

Slíkt er ekki boðlegt sem vinna við breytingar á stjórnarskrá landsins.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Tillaga Árna Páls samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að breyta ergelsi og pirru í reykelsi og mirru.

Hafi maður ekki nægileg verkefni við að vera þá er að skapa sér þau og það er alltaf hægt, þótt svo maður geti ekki alla hluti líkamlega eins og í mínu tilfelli,  þá getur maður eigi að síður einbeitt sér að því sem fellur innan þeirra marka.

Það hjálpar mikið þegar eitthvað gengur manni mót, svo mikið er víst.

Því miður er ég ekki nógu dugleg að fara í gönguferðir hér í Fljótshlíðinni vegna þess einfaldlega að ég er svo mikill aumingi að labba upp brekkuna sem afleggjarinn niður á veg inniheldur, en allt hefur sinn stað og tíma og ég vonast til að taka aftur til við göngutúra ef ég verð á næsta verustað mínum á jafnsléttu. 

Sjúkraþjálfunin mín á Hvolsvelli hjálpar mér til þess að halda í heilsutetrið sem ég á eftir.

Birta vorsins sem eykst dag frá degi, gefur hlýju í sálina, svo ekki sé minnst á það að fá hund í heimsókn öðru hverju, ekkert er eins heimilislegt fyrir mig bóndadóttur úr sveit.

Það styttist í sauðburðinn og þá tekur við törn hjá bændum hér í kring um mig, eðli máls samkvæmt.

Öðru hvoru finn ég ekta fjósalykt sem fyrir mig er eins og ilmvatn minninga úr bernskunni.

Blessaður jökullinn minn er alltaf jafn fallegur hér við hliðina á mér og fjöllin allt um kring, svo ekki sé minnst á Eyjar í sjónmáli.

Bíð eftir því að sjá Tjaldinn sem fyrir mig er alltaf vorboðinn, ásamt Lóu, Spóa og Hrossagauk, og Kríu,  sem saman spila sinfóníu vors og sumars að öðrum fuglum ólöstuðum.

 

Veröldin er full af ýmsu, fagurlega gerðu,

ef að aðeins örlítið af tíma þínum verðu.

Til að líta kring um þig og sjá það sem að er,

finnur þú að fegurðin, fylgir alltaf þér.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 

 


Tilgangslaust að fresta þinglokum.

Vonandi verður það ekki ný tíska að þing sé starfandi fram að nýjum kosningum til þess hins sama.

Að mínu viti er það ekki af hinu góða, burtséð frá afrekum ellegar afrekaleysi sitjandi valdhafa hverju sinni.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is 48 mál á dagskrá á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samvinna kynjanna á stjórnmálasviðinu er nauðsynleg.

Sú er þetta ritar tók um tíma virkan  þátt í stjórnmálum og oftar en ekki var ég þá í hópi eldri karlmanna um tíma fyrir það eitt að ræða fiskveiðistjórnun hér við land í þaula, en frá upphafi þáttöku minnar í stjórnmálum leit ég svo á að hvert eitt einasta málasvið samfélagsins væri eitthvað sem ég þyrfti að vita sem flest um og taka þátt í burtséð frá kyni mínu.

Síðar komst ég að því að konur  hópuðu sig saman um ákveðin málasvið en létu önnur vera að virtist þar sem þær töldu sig ekki hafa nógu mikið vit á málum og virtust ekki vilja setja sig inní þau hin sömu málasvið sem karlmenn voru meira þáttakendur í s.s fiskveiðistjórn.

Að mínu álti skiptir það miklu máli fyrir konur að hösla sér völl á öllum sviðum í umræðu um samfélagsmál á breiðum grundvelli og þáttaka í stjórnmálum er til þess að hafa áhrif á það samfélag sem við lifum í, fyrr og síðar.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


mbl.is Stelpur ræddu stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband