Jólavangaveltur.

Jól og áramót eru ætíð tími íhugunar, maður lítur yfir farinn veg og veltir því fyrir sér sem framtíðin kann að bera í skauti sínu.

Árið sem er að líða hefur sérstakt fyrir mig að því leytinu til að hafa verið að leita að betri heilsu með hverjum þeim aðferðum sem þekktar eru, eftir slysfarir á fyrra ári.

Það er alltaf eitthvað verkefni sem lífið færir manni í fang, hvers eðlis sem er, mér sem öðrum en viðhorf manns gagnvart aðstæðum hvers konar skiptir miklu máli á öllum tímum.

Við Íslendingar getum enn sem komið er þakkað fyrir afskaplega margt sem telja verður til lifsgæða, þótt misskipting auðs sé enn til staðar hér á landi sem annars staðar í veröld vorri.

Aldrei skyldum við hætta leitinni að betri aðferðum til hagsbóta fyrir okkur mannfólkið og ef við viljum hafa áhrif á okkar nánasta umhverfi þá þarf að taka þátt í ákvarðanatöku um slíkt.

Sama máli gildir um stjórnmálasviðið hér á landi, ef þú vilt breytingar, þá verður þú sjálf/ur að reyna að leggja eitthvað af mörkum til þess hins sama.

Sjálf er ég sátt við mína þáttöku í því efni að mestu leyti, en veit að hvetja þarf ungu kynslóðina til þess að taka þátt í slíku, því þeirra er framtíðin.

Jólin eru annars tími kærleika sem við mættum rækta mun meira árið allt um kring, því kærleikurinn er lífsins ljós.

Von um hið góða, gefur bænin að kveldi.

kv.Guðrún Maria.


Gleðileg jól.

RIMG0015.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Gleðileg jól, ágætu vinir og ættingjar.

 

 

 


Ég vil sjá fleiri smærri kúabú á Íslandi.

Við Íslendingar eigum ofgnótt af ónýttu ræktuðu landi, sem ég lit svo að við eigum að nýta með skilvirku skipulagi þess að smærri einingar þrífist við hlið hinna stærri.

Við eigum að endurmeta gildi þeirra tíma að lifa af landinu , þar sem bóndi er bústólpi og bú landstólpi.

Við getum ekki endalaust selt ferðamönnum landið ef eyðibyggðir í sveitum lands er það sem við blasir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kúabúum heldur áfram að fækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólamaturinn.

Lengi vel var hangikjötið jólamaturinn á aðfangadag, það er alltént í mínu barnsminni, en hangikjötið var þá heimareykt í torfkofa í sveitinni.

Síðar var léttreykt kjöt tekið í staðinn fyrir hangikjötið sem færðist yfir á jóladaginn alla jafna.

Þorláksmessuskatan var hins vegar ekki eins mikill viðburður því söltuð skata var á á boðstólum af og til árið um kring, en hin kæsta vestfirzka skata var eitthvað sem ég kynntist ekki fyrr en síðar, en skatan er nú orðið eins mikill hluti af jólunum og jólahaldið sjálft, enda viðburður einu sinni á ári.

Hvoru tveggja skatan sem og hangikjötið er eitthvað sem er gott í hófi eins og reyndar allt matarkyns á öllum tímum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Yfir 70% borða hangikjöt á jóladag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandi hagkerfanna austan hafs og vestan.

Það er nokkuð sama hvert litið er, fjármálalegur stöðugleiki er ekki í augsýn, og spurning hvaða leiðtogar veljast til verka hvar sem er varðandi það atriði að hafa bein í nefinu til þess að horfast í augu við staðreyndir í því efni.

Er almenningi austan hafs og vestan akkur í því að annars vegar Evrópa og hins vegar Bandaríkin rammi sig inn í viðskiptablokkir ?

Það fæ ég ekki með góðu móti séð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hóta að lækka lánshæfismatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann lagði ekki frumvarpið fram.

Össur er alsaklaus af kvótafrumvarpinu, hann lagði það ekki fram, heldur einungis ríkisstjórnin, sem hann situr í sem ráðherra.

Viðtalið við ráðherrann var annars ágætt þar sem hann fór um víðan völl eins og honum er vissulega einum lagið á stundum.

Friður og kærleikur sveif yfir vötnum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kvótafrumvarpið eins og bílslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaráðherra skuldbindur ríkið til niðurrifs.

Auðvitað þarf að fjarlægja ónýt hús sem engu gagni skila en síðan hvenær var það tilefni myndatöku með fjármálaráðherra við undirritun samninga varðandi slíkt ?

Það er ekkert nýtt undir sólinni á þessum dimmasta tíma ársins.

kv.Guðrún María.


mbl.is Samið um niðurrif á Raufarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera Náttúruverndarsamtök Íslands ?

Hafa þessi samtök undir forystu Árna Finnssonar látið sig varða landgrunnið við Íslands og aðferðafræði við veiðar fiskiskipa á Íslandsmiðum með tilliti til náttúrverndar ?

Það hefi ég ekki orðið vör við gegnum tíðina, en tíð Árna Finnssonar sem formanns er nú orðin nokkur ár að mig minnir og ég man ekki betur en að hafa séð hann á VG þingi síðast í sjónvarpi, en kanski er það misminni hjá mér.

Var einhver að tala um lýðskrum ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Sakar forsetann um lýðskrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningsrof stjórnvalda um kjör eldri borgara, setur kjarasamninga í uppnám.

Getur það verið að hér sé á ferð einn einn leikþátturinn hjá núverandi stjórnvöldum þar sem hlaupið er af stað með skerðingar og síðan meiningin að draga í land þegar búið er að setja allt í uppnám ?

Það yrði þá ekki í fyrsta skipti, en samningsrof skyldi þýða aðgerðir af hálfu þeirra sem undirrituðu kjarasamningana.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Mótmæla skerðingu á kjörum eftirlaunaþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve mjög á að rýra lífskjör á Íslandi til þess að verða hluti af Esb ?

Það er sannarlega mikilvægt að fara ofan í saumana á þeim samningum sem í gangi eru um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu, og afskaplega margar spurningar vakna eftir lestur á bloggi Páls um þessi mál.

Ekki hvað síst varðandi framsal ákvarðanavalds í innri málefnum og ýmsu fleira.

Hvet menn til þess að skoða þessa samantekt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Utanríkisráðuneytinu mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband