Ef 75 manns mega vera áheyrendur í Landsdómi, hvers vegna má þá ekki útvarpa eða sjónvarpa ?
Mánudagur, 5. mars 2012
Ég er sammála Styrmi um það að þetta er stórskringilegt fyrirkomulag, og vonandi verður einhver endurskoðun á því hinu sama.
Í því felst tvískinnungur að 75 manns eða það rými sem salurinn tekur geti verið áheyrendur en ekki megi senda út réttarhaldið eigi að síður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Styrmir: Ótrúleg afdalamennska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að standa vörð um lýðræðið, er stórt framfaraskref.
Mánudagur, 5. mars 2012
Hafi einhver einn aðili í stjórnkerfi landsins leiðrétt lýðræðishalla, þá er þar um að ræða forseta Íslands, hr.Ólaf Ragnar Grímsson, sem hefur sýnt það og sannað að hann er hafinn yfir flokkapólítik í sinni ákvarðanatöku um að vísa málum til þjóðarinnar.
Sem aldrei fyrr er það mikil þörf fyrir okkur Íslendinga á tímum þar sem stjórnvöld hafa uppi hugmyndir um framsal á fullveldi í gerð samninga fyrir land og þjóð að forseti landsins hafi sýnt það og sannað að hann stendur vörð um lýðræði landsmanna.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ólafur Ragnar gefur kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heill forseta vorum, og fjölskyldu hans.
Mánudagur, 5. mars 2012
Það er rétt að það er margvísleg óvissa, um stjórnskipun landsins sem runnin er undan rifjum þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr við stjórnvöl landsins.
Stórkostlega vanhugsuð vinnubrögð varðandi hamagang við endurskoðun stjórnarskrár, á tímum þar sem ekki var tími til þess hins sama en vegferð ríkisstjórnarinnar eru hvers konar kindagötur til Brussel, vegna stefnu Samfylkingarinnar sem fer með forsvar í stjórn.
Ríkisstjórnin sýndi það og sannaði að henni var ekki treystandi í Icesavemálinu og forsetinn á heiður skilið fyrir varðstöðu til handa íslensku þjóðinni í málinu.
Það er greinilegt að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar halda áfram að tala forsetaembættið niður, þeim hinum sömu til ævarandi háðungar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Margvísleg óvissa er ástæðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vonlaus vinstri stjórn, sem sér ekki fram fyrir kjörtímabilið.
Sunnudagur, 4. mars 2012
Á öllum tímum er meintur sparnaður í viðhaldi eitthvað sem kemur í bakið með auknum kostnaði síðar, hvort sem um er að ræða vegi eða hús.
Niðurskurður hins opinbera sem annars vegar orsakar tap til framtíðar sem og veldur því að enn frekari stöðnun kemur til sögu í hagkerfinu vegna framkvæmdaleysis, er gamla formúlan að " spara aurinn en kasta krónunni ".
Því miður er það svo að ríkistjórnir sjá oft einungis framtíðina í kjörtímabilum og það atriði að sýna tölur á blaði i formi sparnaðar fyrir kosningar sem bera á vott um vitræna ráðstjórn er all venjulegt fyrirbæri hér á landi.
Samt er það þannig að menn hafa ekki skorið niður óþarfa kostnað í stjórnkerfinu sem færa má undir ráðuneyti sem málaflokka, áður en menn fara í það að skera niður viðhald í vegakerfinu, sem er og verður dæmi um sýndarmennsku og óskynsamleg vinnubrögð.
kv.Guðrún María.
![]() |
Opinberar framkvæmdir dragast saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslendingar eru kristin þjóð og stjórnarskrá skyldi endurspegla, það hið sama viðhorf.
Laugardagur, 3. mars 2012
Ég tel það mjög mikilvægt að stjórnarskráin innihaldi ákvæði um þjóðtrú í einu landi, en það atriði að hafa þjóðtrú er spurning um sjálfsvitund einnar þjóðar og skiptir miklu máli.
Þótt alls konar merki um siðgæðishnignun hvers konar hafi komið til þar sem þjóðkirkjan hefur mátt þurfa að þola sinn skammt af slíku, þá stendur eftir og standa mun sá boðskapur sem kristin trú inniheldur með umburðarlyndi fyrir þeim sem hafa aðra trú ásamt staðfestu um þá vitund um siðgæði sem kristin trú inniheldur til handa vorri þjóð.
Hvers konar meintur " liberalismi " sem vill taka kristna trú út úr stjórnarskrá er einfaldlega vanhugsað frá upphafi til enda.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gunnlaugur Stefánsson: Kirkjan og þjóðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju og hvar hallar á konur ?
Laugardagur, 3. mars 2012
Nú hefur Vinstri hreyfingin grænt framboð setið við stjórnvölinn og haft til þess tækifæri að koma sínum skilaboðum gegnum stjórnkerfið í því sambandi, en hefur það gerst ?
Hafa stjórnvöld lækkað skatta fyrir konur á vinnumarkaði til þess að jafna launamun ?
Nei það held ég ekki en markmiðaflóð um kynjastjórnun í stjórnkerfinu minnir mig að sé til staðar einhvers staðar.
Sjálf hefi ég alltaf litið á mig sem jafningja karlmanna í öllu öðru en likamlegum burðum en þó ekki í launum á vinnumarkaði þar sem vinnuveitandinn var hver þar, jú hið opinbera.
kv.Guðrún María.
![]() |
Kvenfrelsi ein af meginstoðum VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landlæknir á ekki að þurfa að standa í stappi við lækna um að virða lög.
Laugardagur, 3. mars 2012
Eðlilega á Landlæknir að hafa yfirsýn yfir heilbrigðiskerfið, hvern einasta anga er lýtur að starfssemi sem slíkri, því að öðrum kosti uppfyllir embættið ekki sitt lagalega hlutverk.
Því hinu sama þarf að fylgja eftir á hverjum tíma, og ef það þarf að setja viðurlög við það aðtriði að virða ekki upplýsingaskyldu um framkvæmd læknisverk til Landlæknis, þá þarf að koma því hinu sama inn í lög eða reglugerð.
Í raun og veru eiga þau hin sömu viðurlög að vera missir starfsleyfis að mínu viti.
Það er óviðunandi að sjúklingar geti ekki treyst því að eftirlitsaðili með læknisverkum í landinu fái ekki allar upplýsingar, einkum og sér í lagi ef eitthvað út af ber í meðferð hvers konar.
kv.Guðrún Maria.
![]() |
Viðbrögð lýtalækna vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljósið má ekki skína of skært á einn eða neinn, á stundum.
Laugardagur, 3. mars 2012
Ég gæti nú trúað því að ein tíu prósent hafi hrunið af þessu framboði við það að hinn geðþekki Sigurður Þ.Ragnarsson yfirgefur sviðið.
Það skiptir alltaf máli að vera þekktur í stjórnmálum, þannig er það með þeim kostum og göllum sem því fylgja.
Hinn mannlegi þáttur svo sem heiðarleiki í samskiptum millum aðila er gegna lykilhlutverki í stjórn flokka, þar sem markmið eru skýr um verkefni hvers eðlis sem eru, minnkar vandamál.
Baktjaldamakk og það atriði að nota ekki fundi til ákvarðana, heldur boðskipti er heljarinnar vandamál að ég tel eins og komið hefur í ljós í þessu sambandi að manni sýnist.
Ég býð Sigurð velkominn í Framsóknarflokkinn.
kv.Guðrún María.
![]() |
Hún á að pakka saman og hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svokallað hrunsuppgjör með Landsdómi, varð að pólítiskum skrípaleik.
Föstudagur, 2. mars 2012
Alþingi og þá einkum og sér í lagi núverandi stjórnarmeirihluti var þess ekki umkominn að færa einhvers konar uppgjör um ábyrgð á hruninu hér á landi til handa eigin flokkum við stjórnvölinn, heldur varð atkvæðagreiðslan að pólítiskum skrípaleik sem aftur birtist endurtekið þegar tilraun er gerð til að endurskoða málið og koma því á dagskrá þingsins.
Sitjandi stjórnarmeirihluti kemur í veg fyrir það að " þeirra menn " þurfi að bera einhverja ábyrgð en vill að þáverandi samstarfsflokkur, og þar með einn maður beri ábyrgðina.
Í raun og veru hefði átt að aftengja atkvæði þingmanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í þessu máli, eftir störf nefndar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Skömmin fullkomin með sýknudómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég er svo undrandi.
Föstudagur, 2. mars 2012
Af hverju í ósköpunum taka menn ekki vegakafla þjóðvegi 1, við Svaðbælisá, og hækka hann og endurbyggja brúna yfir ána, með hækkun ?
Þess í stað virðast menn ætla að eyða ræktuðu landi á Önundarhorni og endurbyggja veg og varnargarða þar að lútandi ?
Mér er mjög til efs að sú breyting að færa farveg árinnar hafi mikið um það að segja að ekki þurfi í sífellu áfram að vinna við að grafa frá núverandi brúarstæði á þjóðvegi 1, þar sem brúarstæði er svo lágt.
Væntanlega hefur þessi framkvæmd farið í umhverfismat.
kv.Guðrún María.
![]() |
Svaðbælisá færð til að auka strauminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |