Landlæknir á ekki að þurfa að standa í stappi við lækna um að virða lög.

Eðlilega á Landlæknir að hafa yfirsýn yfir heilbrigðiskerfið, hvern einasta anga er lýtur að starfssemi sem slíkri, því að öðrum kosti uppfyllir embættið ekki sitt lagalega hlutverk.

Því hinu sama þarf að fylgja eftir á hverjum tíma, og ef það þarf að setja viðurlög við það aðtriði að virða ekki upplýsingaskyldu um framkvæmd læknisverk til Landlæknis, þá þarf að koma því hinu sama inn í lög eða reglugerð.

Í raun og veru eiga þau hin sömu viðurlög að vera missir starfsleyfis að mínu viti.

Það er óviðunandi að sjúklingar geti ekki treyst því að eftirlitsaðili með læknisverkum í landinu fái ekki allar upplýsingar, einkum og sér í lagi ef eitthvað út af ber í meðferð hvers konar.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Viðbrögð lýtalækna vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband