Sjóðfélagar lífeyrissjóða og fyrirtækjabrask sjóðanna.

Samstaða okkar Íslendinga um sjálfsagt og eðlilegt lýðræði svo sem aðkomu sjóðfélaga að fjárfestingum lífeyrissjóða í atvinnurekstri er eitthvað sem ekki hefur komist á koppinn, frekar en það afdalalýðræði að stjórnir verkalýðsfélaga skipi í stjórnir lífeyrissjóða sem síðan fjárfesta í atvinnurekstri þar sem sömu aðilar og skipa í stjórnirnar semja við um kaup og kjör.

Með ólíkindum er að enginn skuli hafa verið þess umkominn á Alþingi Íslendinga að breyta svo sem stafkrók um starfssemi félaga á vinnumarkaði að virðist að hræðslu við að rugga bát of stórra hagsmunahópa.

Það tókst þó að lauma því inn í lög að sjóðunum væri heimilt að skerða greiðslur til sjóðfélag ef hinir sömu uppfylltu ekki ávöxtunarkröfu um hagnað ár hvert, burtséð frá fjárfestingum allra handa. 

Oftar en ekki eru gamlir formenn verkalýðsfélaga skipaðir í stjórnir  lífeyrissjóða í stað þess að hreinlega að fela óháðum fjármálafyrirtækjum alfarið umsýslu sjóðanna og framkvæmd.

 

Eftir hrunið hér á landi var stofnaður Framtakssjóður sem lífeyrissjóðirnir lögðu fé í til fjárfestinga í íslensku atvinnulífi, án þess að spyrja sjóðfélaga sem þó höfðu greitt iðgjöld í sjóði þessa.

Fjárfestinga þar sem hin og þessi stórfyrirtæki eru nú í rekstri þar sem fé sjóðanna hefur verið lagt í en hinn almenni verkamaður hjá þessum fyrirtækjum má koma og fara á lélegum launum, meðan nokkrir forstjórar og yfirmenn fá kaupauka allra handa.

Þvílík og önnur eins della er vandfundin er því miður þetta er í boði verkalýðsfélagnna í landinu sem

SKIPA Í STJÓRNIR LÍFEYRISSJÓÐANNA, eins og ég hef sagt þúsund sinnum í ræðu og riti um þessi mál á umliðnum árum.

Raunin er sú að hagsmunabandalag verkalýðsfélaga versus lífeyrissjóða er orðið ríki í ríkinu sem vill ráða sér sjálft og aðeins örfáir aðilar taka ákvarðanir, meira og minna beintengdir hver öðrum.

 

 

kv.Guðrún María. 

 


Um daginn og veginn.

Afskaplega mikil bloggleti hefur hrjáð mig nokkuð lengi, enda kanski búin að blogga um of gegnum tíðina um allt milli himins og jarðar.

Ástæðan er hins vegar að hluta til barátta við að ná betri heilsu upp úr áföllum á áföllum ofan sem tekur tíma og endalausa þolinmæði.

Á sama tíma og ég hefi barist við mitt eigið heilsutetur, reyni ég að telja kjark í minn unga mann sem er nú á sjúkrahúsi og tekst á við sína sjúkdóma, sem  "stóra sterka mamma " sem ætíð hífir bjartsýnisseglin og leið og sést út úr augum.

Ég er svo heppin að hafa átt vonina í farteskinu frá unga aldri, von um hið góða sem við biðjum um í bænum að kveldi og trúin er lífsneisti vonarinnar.

Hef verið svo ánægð að komast aftur í mína sjúkraþjálfun eftir áramótin þar sem ég get gengið á göngubretti en nær ómögulegt hefur verið að ganga utandyra í hálkunni undanfarið hér um slóðir.

Hlýindi undanfarna daga þennan janúarmánuð, vekja athygli að vetri en í fyrra var óvenjulega hlýtt á svipuðum tíma,  en sumarið síðasta í kjölfarið hreint ekkert sumar hér sunnanlands, vonandi verður það eitthvað skárra í ár.

Hvernig sem allt vaggar og veltist, hvort sem um er að ræða veðurfar, heilsu eða eitthvað annað er eitt ljóst, það færist oss í fang sem viðfangsefni, hvort sem okkur líkar betur eða ver.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 


Matvörur hækkuðu nokkrum mánuðum fyrir kjarasamninga, eins og alltaf.

Hér á landi hefur það verð " tíska " til margra ára samkvæmt minni tilfinningu og kostnaðarvitund um vöruverð, að nokkrum mánuðum áður en gengið er til kjarasamninga hækkar nauðsynjavara, þannig að fyrirtækin eru fyrirfram búin að tryggja sig fyrir kauphækkunum.

Hér í minni nánustu búð sem ég hefi göngufæri í, kostar flatkökubúntið kr. 169 núna en kostaði kr.149 í sumar, svo eitt dæmi sé tekið.

Það atriði að hækka vörur nokkru fyrir gerð kjarasamninga fellur í skuggann af hækkunum um áramót sem hið opinbera viðhefur oftar en ekki á gjaldskrám allra handa.

Það verður því mikið verkefni að greina á milli , " The good, bad and the ugly " .... nú um stundir þar sem einstaka fyrirtæki ætla að draga hækkanir til baka........

Allt er þetta hins vegar spurning um okkur neytendur og hvað við látum bjóða okkur sem okkur sjálf sem verkamenn um samninga á vinnumarkaði hvað varðar okkar launakjör og hvatning Verslunarmannafélag Suðurlands þess efnis að sniðganga þau fyrirtæki sem hækka, svo frekast er unnt, er af hinu góða.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Hvetja til þess að sniðganga vöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Gleðilegt ár öll sömul og þökk fyrir árið sem var að líða. 

Ég hefi nú búið utan höfuðborgarsvæðisins í rúmt ár, fyrst austur í Fljótshlíð og nú á Selfossi og hefur líkað vel á báðum stöðum en það skal viðurkennt að ég sakna Hafnarfjarðar stundum, enda lifað þar og starfað í rúman áratug.

Hver og einn einasti staður hefur sinn sjarma, þannig er nú það.

RIMG0002.JPG

 

 

 Eyjafjallajökullinn  fallegur á að líta úr Fljótshlíðinni.

 

 

 

 

 

RIMG0014.JPG

 

 

Hafnarfjörður með Lækinn  mitt nánast umhverfi, og ófáar gönguferðirnar þar um slóðir.

 

 

 

 

 

RIMG0015.JPG

 

 Selfoss er fallegur staður.með Ingóflsfjallið og útsýni í allar áttir og ekki þarf annað en ganga nokkur spor upp að íþróttavelli til að líta víðáttuna.

 

 

 

 

 

RIMG0019.JPG

 

Eða líta út um gluggann.

 

 

 

 

 

 

Raunin er sú að fegurðin fylgir manni, bara ef maður vill koma auga á hana hverju sinni.

 

Því til viðbótar er ég svo heppinn að að vera í nágrenni við mína nánustu fjölskyldu hér á Selfossi sem hefur verið mér mikil hjálp í veikindabasli allra handa undanfarna mánuði.

Jafnframt eru það hlunnindi að fá að umgangast unga fjölskyldumeðlimi sem eru að vaxa úr grasi og kenna manni alltaf eitthvað nýtt hverju sinni, því tímarnir breytast og mennirnir með.

Ég tek nú til við það að byggja heilsutetrið upp að nýju á þessu ári með von um að geta gert betur en áður, eins og alltaf.

 

 

kv.Guðrún María. 


Skipulagsbreytinga er þörf, færa þarf verkefni bráðamóttöku víðar.

Allt of lengi hefur bráðamóttaka í Fossvogi verið að taka við allt of mörgum verkefnum að mínu álti, þar sem mun ódýrara væri að fjármagn væri nýtt til þess að manna vaktir á höfuðborgarsvæði og víðar um land til að sinna hluta verkefna sem mörg hver falla undir heilsugæslu eins og kemur fram í þessari frétt.

Vonandi færist bráðageðheilbrigðisþjónustu 24 tíma vakt á Hringbraut úr Fossvogi, öllum til heilla.

Vonandi mun heilsugæsla lúta skipulagsbreytingum sem gerir það að verkum að heilsugæslan almennt þjóni betur sínu hlutverki á höfuðborgarsvæðinu en verið hefur, með einni Læknavakt fyrir svæðið allt....

Sífellt endurmat þarf að vera í gangi á þessu sviði sem öðrum en oft er ákvarðanatakan um tilfærslu verkefna þung í vöfum, því miður.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Mikið álag á bráðamóttöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öðruvísi jól þessu sinni.

Fór að heimsækja son minn inn á sjúkrahús á aðfangadag jóla, það var indæl stund sem við mæðgin áttum saman.

Ók síðan austur yfir Hellisheiði og rétt slapp yfir heiðina, áður en hvessti til muna síðdegis og þakkaði mínum sæla að sleppa við það.

Fór síðan í jólaboð til fjölskyldunnar á Selfossi og tók upp pakka með yngstu fjölskyldumeðlimum sem var einnig afskaplega indæl stund þennan aðfangadag.

Friður jólanna fyllti hjartað þegar kirkjuklukkur hringdu klukkan sex eins og svo oft áður, þessi yndislegi friður kærleikans á aðfangadag.

Aldrei þessu vant var ég því ekki í eldhúsinu í kafi að elda jólamat, og þvi öðruvísi jól en indæl eigi að síður.

Óska öllum gleðilegrar hátiðar. 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


Tilgangslaust rifrildi um tvö eða þrjú prósent launahækkanir .... !

Þegar svo er komið að verkalýðshreyfingin með beintengingu við lífeyrissjóðina er orðin stór þáttakandi í íslensku atvinnulífi, þá þurfa menn ekki að láta sig dreyma um kauphækkanir á vinnumarkaði, eða hvað ? 

Þótt sú sem þetta ritar hafi verið flautuð út af vinnumarkaði vegna heilsutaps  þá hefi ég löngum haft skoðun á kjarabaráttu launþega hér á landi þar sem með ólíkindum er hvernig haldið hefur verið á málum, gegnum meint góðæri á árum áður sem og í framhaldinu, þar sem láglaunamaðurinn hefur sífellt borið æ minni hlut úr bítum samninga eftir samninga.

Margsinnis hefi ég gagnrýnt það atriði að samningsaðilar á vinnumarkaði kalli eftir aðgerðum stjórnvalda varðandi samningagerð hverju sinni, um samninga millum tveggja aðila.

Verkalýðsfélög og vinnuveitendur EIGA að semja eftir því umhverfi sem til staðar er hverju sinni sín á milli, punktur......

Ríkisstjórnir á hverjum tíma, alveg sama hvenær er, eiga ekki að koma þar nærri.

 

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Jólapakki sem er bara umbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Það hefur lítið farið fyrir athafnasemi á þessum bæ, í rúmlega mánaðartima, þar sem heilsufarsbasl hefur verið verkefnið fram og til baka, og hvers konar jólastúss nær af dagskrá.

Það þýðir víst hins vegar ekki um það að fást , maður verður að  reyna að rífa sjálfa sig upp á afturlappirnar og reyna að koma sér í mögulegt gangfært ástand svo sem frekast er unnt.

Möguleikinn til aukinnar athafnasemi líkamlega, hjálpar til við  að rífa sig upp úr hvers konar vanlíðan sálarlega sem ástand sem  þetta orsakar.

Kuldatíðin undanfarið hefur þýtt það að klæða af sér allan kulda alla daga svo kuldinn geri ekki verkjatilstand verra og langt er síðan ég hef verið eins marga daga í lopapeysu frá morgni til kvölds.

Íslenski lopinn er hins vegar það eina sem dugar í  kuldanum undanfarið, en við Sunnlendingar erum hins vegar oftar en ekki í sveifludansi hitastigsins þar sem einn og sama daginn getur hitastigið farið úr sex stiga frosti í frostlaust veður.

Staðveður er vart að finna lengur um vetur, að mér finnst  þ.e veður sem varir vikutíma, annað hvort kalt eða heitt, heldur endalausar sveiflur upp og niður. 

Blessuð jólin, fæðingarhátíð frelsarans færa manni ætíð frið og kærleik í hjarta, hvernig svo sem umgjörðin kann að vera hverju sinni.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 


Hörmulegur atburður, hvað þarf til að hafa yfirsýn yfir málefni veikra einstaklinga í voru samfélagi ?

Ég votta aðstandendum mannsins sem lést innilega samúð mína sem og lögreglunni hér á landi.

Raunin er sú að úrræði gagnvart einstaklingum sem hafa tvenns konar sjúkdómsgreiningu, annars vegar geðræn vandamál og hins vegar fíkn, eru vægast sagt af skornum skammti í voru samfélagi þar sem tilhneiging kerfisskipulagsins er sú að reyna að flokka þessi vandamál í sundur í formi úrlausna hvers konar í stað þess að takast á við heildaryfirsýn yfir vandann sem slíkan.

Þegar afskipti lögreglu af málum veikra einstaklinga koma til sögu  í fyrsta skipti þarf að fara í gang ferli sem inniheldur net samvinnu félags og heilbrigðismála ásamt aðstandendum, net þar sem samvinna og samhæfing þessara aðila gagnvart  viðkomandi einstaklingi er fyrir hendi, varðandi lyfjagjöf og varðandi stöðu viðkomandi frá tíma til tíma rétt eins og heimaþjónusta til handa öldruðum.

Mikilvægi samvinnu sem slíkrar getur skipt miklu máli um yfirsýn í málefnum einstaklinga sem oftar en ekki kunna að vera félagslega einangraðir og fárveikir og kanski tímaspurning um hvernig viðkomandi rekst á sitt samfélag.

Svo mörg eru þau orð.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Farið verður yfir aðgerðir lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlætisaðgerð sem skiptir máli í kjölfar hruns hér á landi.

Raunin er sú að það þurfti ríkisstjórnarskipti til að ráðast í þá réttlætisaðgerð sem nú hefur verið kynnt, varðandi skuldir íslenskra heimila, en fyrri ríkisstjórn hefði vissulega getað farið af stað með slíkt en til þess skorti annað hvort vilja, kjark, ellegar samstöðu innan þeirra hinna sömu flokka sem þá réðu ríkjum.

 

Fyrir mig er þetta ánægjulegur dagur þar sem ég er Framsóknarmaður og minn flokkur leiðir þessa ríkisstjórn í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Greiðslubyrði lána lækkar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband