Tilgangslaust rifrildi um tvö eða þrjú prósent launahækkanir .... !

Þegar svo er komið að verkalýðshreyfingin með beintengingu við lífeyrissjóðina er orðin stór þáttakandi í íslensku atvinnulífi, þá þurfa menn ekki að láta sig dreyma um kauphækkanir á vinnumarkaði, eða hvað ? 

Þótt sú sem þetta ritar hafi verið flautuð út af vinnumarkaði vegna heilsutaps  þá hefi ég löngum haft skoðun á kjarabaráttu launþega hér á landi þar sem með ólíkindum er hvernig haldið hefur verið á málum, gegnum meint góðæri á árum áður sem og í framhaldinu, þar sem láglaunamaðurinn hefur sífellt borið æ minni hlut úr bítum samninga eftir samninga.

Margsinnis hefi ég gagnrýnt það atriði að samningsaðilar á vinnumarkaði kalli eftir aðgerðum stjórnvalda varðandi samningagerð hverju sinni, um samninga millum tveggja aðila.

Verkalýðsfélög og vinnuveitendur EIGA að semja eftir því umhverfi sem til staðar er hverju sinni sín á milli, punktur......

Ríkisstjórnir á hverjum tíma, alveg sama hvenær er, eiga ekki að koma þar nærri.

 

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Jólapakki sem er bara umbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband