Matvörur hækkuðu nokkrum mánuðum fyrir kjarasamninga, eins og alltaf.

Hér á landi hefur það verð " tíska " til margra ára samkvæmt minni tilfinningu og kostnaðarvitund um vöruverð, að nokkrum mánuðum áður en gengið er til kjarasamninga hækkar nauðsynjavara, þannig að fyrirtækin eru fyrirfram búin að tryggja sig fyrir kauphækkunum.

Hér í minni nánustu búð sem ég hefi göngufæri í, kostar flatkökubúntið kr. 169 núna en kostaði kr.149 í sumar, svo eitt dæmi sé tekið.

Það atriði að hækka vörur nokkru fyrir gerð kjarasamninga fellur í skuggann af hækkunum um áramót sem hið opinbera viðhefur oftar en ekki á gjaldskrám allra handa.

Það verður því mikið verkefni að greina á milli , " The good, bad and the ugly " .... nú um stundir þar sem einstaka fyrirtæki ætla að draga hækkanir til baka........

Allt er þetta hins vegar spurning um okkur neytendur og hvað við látum bjóða okkur sem okkur sjálf sem verkamenn um samninga á vinnumarkaði hvað varðar okkar launakjör og hvatning Verslunarmannafélag Suðurlands þess efnis að sniðganga þau fyrirtæki sem hækka, svo frekast er unnt, er af hinu góða.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Hvetja til þess að sniðganga vöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband