Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

Lögreglan og heilbrigðiskerfið.

Ég þakka föður þessarar stúlku þessa frásögn því það er upplýsandi um ástand mála í þessum málaflokki er varðar geðheilbrigðismál, og stöðu þeirra sjúklinga sem þar eiga sitt oftar en ekki undir aðkomu lögreglu að málum sem slíkum, EN.... flokkunin milli þess hvað telst vera verkefni heilbrigðiskerfis annars vegar og dómsmálayfirvalda hins vegar, getur vafist fyrir á stundum þar sem misvísandi úrlausnir kann að vera að finna og hver vísar á annan, stundum.

  

Því miður

 

kv.Guðrún María. 

 

 


mbl.is Var ekki fær um það sjálf að strjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rigningarsumar sunnanlands ?

Það fer að líða að miðjum júli og ég held að heita sólskinsdaga megi enn telja á fingrum annarrar handar enn sem komið er.

Auðvitað getur veðurfarið enn breyst eitthvað til bóta hvað sólskinsmagn varðar, kemur í ljós.

Við höfum jú upplífað álíka tíðarfar áður hér um slóðir þ.e. rigningarsumur.

Síðasti vetur var hins vegar varla sýnilegur hvað vetrarveðurfar snertir sem heitið geti og einn sá furðulegasti sem ég man eftir, þar sem langt tímabil þurrka og roks kom af og til en það var líka álíka hitastig um tíma í janúarmánuði og er núna með rigningarsulli.

Við getum víst ekkert annað en aðlagað okkur að blessuðu veðurfarinu,

annað er ekki í boði.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


98 % lögreglumanna eru starfi sínu vaxnir, sem betur fer.

Myndbandið af handtöku á ölvuðum einstaklingi bar vott um óþarfa hörku í aðstæðum þar sem meiri mildi hefði mátt viðhafa að virtist. 

Það er vel að þetta mál verði skoðað og metið því öll störf mannsins í opinberri þjónustu sem annars staðar skyldu ætíð vera til endurmats, en við menn erum þeim vafa undirorpin að geta orðið á mistök, það fylgir mannlegu eðli.

Ég hefi hins vegar oft hrósað lögreglumönnum og þakkað fyrir þeirra góðu störf og get leyft mér að fullyrða að 98 prósent þeirra eru starfi sínu vaxnir. 

Það er mín reynsla.

Það breytir hins vegar ekki nauðsyn þess að fara ýtarlega ofan í hvert atvik þar sem eitthvert álitamál er um offar í valdbeitingu hvers konar.

 

 

 

 kv.Guðrún María.

 


mbl.is Lögreglumaðurinn sendur í leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Where I hang my hat, is my home... "

Heimakærari manneskja en ég er sennilega vandfundin, burtséð frá því hversu mikil vinna utan heimilis hefur verið til staðar gegnum tíð og tíma, þá hefur það ætíð verið númer eitt tvö og þrjú að vera heima og dúllast kring um sjálfa sig og sina.

Sennilega hefur þessi heimakærð hjálpað mér þegar mér var sparkað út af velli vinnumarkaðar fyrir tæpum þremur árum, varðandi það atriði að drepast ekki úr leiðindum yfir því að vera heima.

Ég þarf hins vegar alltaf að vera að gera eitthvað heima, þótt lærst hafi með tímanum að sníða því hinu sama stakk að vexti eftir efnum og aðstæðum heilsufarslega.

Að horfa á sjónvarp er eitthvað sem ég varla geri, nema fréttir og veður, því má ég ekki missa af, annað get ég varla sagt ég líti á, ég geri eitthvað annað en að glápa á sjónvarp, s.s að prjóna, eða baka og hagræða innan veggja heimilisins, þrifa og laga til. 

Það að þrífa og laga til var nú eitthvað sem mér fannst lengi vel það allra leiðinlegasta sem ég gat hugsað mér að gera en það viðhorf mitt hefur breyst með árunum, og óhjákvæmilega er það nú þannig að þegar maður eyðir meiri tíma á heimilinu en utan þess þá eygir maður fleiri annmarka en ella í því hinu sama.

Ég slapp billega í æsku við það að taka þátt í matargerð þar sem ég bóndadóttir og elsta barn fékk að vera með pabba í rollutilstandi í fjárhúsum og útiverkum en síðar kom það í bakið á mér þegar ég fór að búa og kunni ekki neitt í eldamennsku, en ég fékk frelsið til að velja á þeim tíma og það ber að þakka.

Mér finnst það hálf hlálegt nú í dag þegar sextugsaldur færist yfir að loksins nú skuli ég hafa virkilega gaman af því að baka og elda og prjóna, sem einhvern veginn var sjaldnast ofarlega á listanum áður, en svona getur þetta verið og einu sinni er allt fyrst, hvers eðlis sem er. 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 

 


Hörmung að sjá Reykjavík, annað árið í röð.

Einhverra hluta vegna gengur afar illa að halda Reykjavík fallegri að sumri til, annað árið í röð, og það getur ekki verið útskýrt með vætutíð, því önnur sveitarfélög til dæmis hér á Selfossi virðast valda þessu verkefni vel, þ.e. að slá gras að sumri til þótt væti.

Mig minnir að umræða hafi farið af stað í fyrra varðandi sama atriði þar sem annars vegar Reykjavíkurborg og hins vegar Vegagerðin bitust á um hver ætti að gera hvað í þessu sambandi.

Það er hörmung að aka um Reykjavík og sjá opin svæði óslegin eins og engir séu íbúar í nágrenni......

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is „Eins og ekkert hafi verið slegið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin féll á Landsdómsprófinu.

Atkvæðagreiðsla þingmanna Samfylkingar á Alþingi í Landsdómsmálinu, verður lengi í minnum höfð, þar sem flokkurinn þ.e meirihluti sitjandi þingmanna hans greiddi atkvæði um að leiða oddvita þáverandi samstarfsflokks fyrir dóminn, en EKKI eigin leiðtoga sem þá var................................

þar með var tilgangur málsins fyrir bí, þar sem menn voru ekki þess umkomnir að fara ekki í flokksgreinarálit þ.e þingmenn þessa flokks.................

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Rangt að efna til Landsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband