98 % lögreglumanna eru starfi sínu vaxnir, sem betur fer.

Myndbandið af handtöku á ölvuðum einstaklingi bar vott um óþarfa hörku í aðstæðum þar sem meiri mildi hefði mátt viðhafa að virtist. 

Það er vel að þetta mál verði skoðað og metið því öll störf mannsins í opinberri þjónustu sem annars staðar skyldu ætíð vera til endurmats, en við menn erum þeim vafa undirorpin að geta orðið á mistök, það fylgir mannlegu eðli.

Ég hefi hins vegar oft hrósað lögreglumönnum og þakkað fyrir þeirra góðu störf og get leyft mér að fullyrða að 98 prósent þeirra eru starfi sínu vaxnir. 

Það er mín reynsla.

Það breytir hins vegar ekki nauðsyn þess að fara ýtarlega ofan í hvert atvik þar sem eitthvert álitamál er um offar í valdbeitingu hvers konar.

 

 

 

 kv.Guðrún María.

 


mbl.is Lögreglumaðurinn sendur í leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ok. allt fullt af mönnum sem vita hvað valbeiting er, og þá sérstaklega óþörf. enn spurning til ykkar. Er konan slösuð? Svarið er. Nei. Hefði hún, þessi drukna kolbilaða belja getað meiðst? Já öruglega enn hún gerði það ekki, svo þið getið hætt að bulla núna. Enn ég endurtek. Prufið þétta erlendis. Mæli þá með Frakklandi,þýskalandi eða Spáni. Nú ef það gengur vel og engin bein brotna. þá væri gaman að sjá ykkur i USA!! Ps. lögreglumaðurinn er komin með sýkingu í auga eftir þennan fávita sem þessi kona er. Handtaka er aldrei falleg ef það þarf að beita valdi við hana... Nema kannski í CSI ;o)

ólafur (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 18:39

2 identicon

Jah, hér kemur fram að konan sé með áverka mjög víða, sjálfur hef ég ekki kynnt mér þá frekar en það virðist sem Ólafur viti meira um það: http://www.dv.is/frettir/2013/7/10/er-med-averka-vida-likamanum-0B4W7E/

Skúli (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 14:29

3 identicon

Hún er ekki slösuð. Enn hún er með áverkavottorð. það seigir lítið um meiðsl eins og flestir vita. þú getur farið núna á slysó og beðið um slíkt vottorð og það muntu fá ef hægt er að finna einn marblett eða eina rispu á þér. Eftir handtöku eða bara einn fótboltaleik færðu marblett, enn það þíðir ekki að þú sért slasaður er það?

ólafur (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband