Hvað eru mannréttindi ?

Eru það mannréttindi að lifa af fullum launum á vinnumarkaði án menntunnar á Íslandi ?

Ef svo er þá hefur það hið sama verið illa sýnilegt nokkurn tíma hér, og við hvern ætti að ræða í því sambandi ?

Kanski þá sem semja um þau hin sömu kaup og kjör ?

Kanski þá sem sitja við valdatauma og leggja á skatta ?

 

Hversu mikið bil skal vera til staðar millum ófaglærðra og menntaðra ?

Er þar um að ræða eðlilegan mun í launakjörum eða ekki ?

 

Hve miklu kostar eitt þjóðfélag til að reyna að skilgreina hin ýmsu vandamál með skýrslugerð og málþingum sem velta vandamálum fram og til baka eins og bolta ?

Oftast án nokkurra einustu úrlausna í kjölfarið, því miður. 

Hefur einhverju verið kostað til að finna út hvað telst vera mannréttindi hér á landi í framkvæmd laga landsins og hvar ákvarðanir gagnvart þegnunum kunni að brjóta á þeim hinum sömu mannréttindum ?

Ekki mér vitanlega, en við erum afar upptekin af mannréttindabrotum annars staðar í heiminum.

 

Því miður.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 


mbl.is Umræðan of mikið um biðraðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband