Sjaldan er ein báran stök....

Nú eru nokkrir dagar þangað til ég þarf að mæta í Héraðsdóm með greinargerð gegn því atriði að leigusali minn reyni að rifta aftur, áður riftum samningi við mig um íbúaðarhúsnæði.

Hin ömurlega óvissa sem verið hefur til staðar frá 29.maí í sumar, varðandi þessi mál fær væntanlega einhverja niðurstöðu í dómi þessum, en ég bíð síðan úrskurðar kærunefndar sem hefur málið til meðferðar.

Ég bíð ekki í það að þurfa hugsanlega að flytja um þessar mundir og vona heitt og innilega að mér takist að fá málinu vísað frá efnislega hvað varðar tilkominn viðbótarkostnað við rekstur máls þessa fyrir dómi að nýju.

Ég er búin að berjast við það undanfarna viku að reyna losna við erfiða verki í bakinu, með því að reyna að nota kalda bakstra og sitja ekki of mikið, og ganga um og liggja til skiptis og bera ekkert sem heitir þyngd og get ekki nokkurn skapaðan hlut, sem heitið getur.

En, ég vona og vona og vona að betri tíð lítið dagsins ljós.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Baráttukveðjur

Georg Eiður Arnarson, 2.9.2012 kl. 14:07

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Georg.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.9.2012 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband