Skattgreiðendur eru með þunga poka á bakinu.

Ég er sammála Pétri Blöndal varðandi það atriði að auðvitað ætti að liggja ljóst fyrir hver þáttaka skattgreiðenda er í framkvæmdum sem þessum sem og hverri annarri framkvæmd sem hið opinbera hefur með höndum.

Nú þegar bera skattgreiðendur kostnað af Landsdómi og Stjórnlagaþingi, skilanefndum gömlu bankanna, svo ekki sé minnst á sérstakan saksóknara sem enn á eftir að skila hlutverki sínu í meintu uppgjöri á hruninu hér á landi.

Vissulega eru þetta atvinnuskapandi verkefni en, hvort sá ávinningur sem að var stefnt kemur út úr því sem hér hefur verið nefnt skal ósagt látið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skattgreiðendur verði ekki blekktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Guðrún ég er ekki að skilja þessa aðferðarfræði hjá Ríkisstjórninni alla saman...

Það er niðurskurður allstaðar og alveg ljóst að það mun taka okkur Íslendinga langan tíma þar til við náum okkur út úr þessari skuldarstöðu sem vissulega var slæm þegar hrunið varð, en í dag þá er ég sannfærð um að skuldarstaða okkar Íslendinga er miklu miklu verri en hún þyrfti að vera vegna aðferðafræðinnar sem Ríkisstjórnin hefur notað og verið með til þess að bjarga okkur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.4.2012 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband