Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Ríkisendurskoðun veitir Alþingi nauðsynlegt aðhald.

Sú er þetta ritar hefur á sínum tíma átt góð samskipti við Ríkisendurskoðun varðandi úttekt þeirrar hinnar sömu stofnunnar á Læknadeild Tryggingastofnunar Ríkisins sem til kom að beiðni þáverandi ráðherra á þeim tíma, eftir gagnrýni sjúklingasamtaka þar að lútandi sem ég var þá í forsvari fyrir.

Sú hin sama úttekt leiddi af sér umbætur mér best vitanlega, þar sem ákveðin atriði máttu betur fara, en Alþingi var birt sú hin sama niðurstaða í skýrslu rétt fyrir jólin 1997.

Mikilvægi þess að trúnaður ríki milli Alþingis og Ríkisendurskoðunnar er sannarlega nauðsynlegt og það er þingmanna að standa vörð um þá hina sömu þætti hvers eðlis sem eru.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kostnaður kerfisins nam 5,9 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt núgildandi lögum.

Frá árinu 1990, hefur þetta staðið í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða hér á landi.

" 1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. "

Þetta ákvæði er skýrt og því algjörlega óþarft að bæta við einhverju um það hið sama í stjórnarskrártillögum, ellegar lagasetningu annarri hvers konar í raun, svo er og hefur verið og aðeins sitjandi stjórnvalda að framfylgja því hinu sama samkvæmt lögunum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segja Steingrím hóta útgerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Dagarnir líða áfram í einhverri þoku óvissu um hvar maður kunni að geta höfði sínu hallað hér á landi, með eitthvað sem heitir þak yfir höfuðið hvers eðlis sem er til handa sér og sínum.

Er samt langt komin með að pakka niður heimili mínu, til þess að koma því einhvers staðar í geymslu, áður en ég þarf að vera búin að rýma það hið sama.

Kanski er kominn sá tími að Íslendingar þurfi að hverfa aftur í torfkofana þ.e sá hluti sem ekki er gjaldgengur á hinn almenna leigumarkað sökum tekjustöðu hvað þá til kaupa á húsnæði ?

Kanski er það svo að hinn svokallaði jöfnuður sem núverandi stjórnvöld guma sig af sé jöfnuður niður á við þannig að millistéttin sé á leið í félagslegt húsnæði og tekjuminni hópum verði vísað á Guð og gaddinn ?

Í minni stöðu nú, er það auðvelt að detta í pytt svartsýni, þótt sannarlega hafi mig sjaldan skort bjartsýni út í hið óendanlega um að vandamál hvers konar séu verkefni til að leysa, hverju sinni, eftir mögulegu efnum og aðstæðum.

Hvers konar kerfi mannsins eru mannanna verk, kerfin eiga að þjóna manninum en ekki öfugt, til þess greiðum við skatta, og smíðum lög sem gilda eiga um alla en ekki suma.

kv.Guðrún María.


Burt með þig úr Hafnarfirði, Guðrún María !

Svo virðist að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga gildi ekki um mig og mína persónu, hér í sveitarfélaginu Hafnarfirði, þar sem ekki var mögulegt að veita mér frest, til niðurgreiðslu eldri skuldar, til þess að vita hvar ég stæði að loknu tjónsuppgjöri slyss sem ég varð fyrir sem starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar, fyrir tæpum tveimur árum.

Fór á sérstakan fund við aðila alla er gegna hlutverki í þessu bæjarfélagi frá félagsráðgjafa, formanns fjölskylduráðs, viðtals við sviðsstjóra í sumar til bæjarstjóra í gær en engin gat né getur gert neitt......

Þrátt fyrir það atriði að lögin um félagsþjónstu sveitarfélaga kveði á um það að ráðgjöf og úrræði skuli vera verkefni sveitarfélaga, þá gildir það ekki um mig, og mína persónu, eins og áður sagði, hér í þessu sveitarfélagi.

Það er eitt að hafa vinnugetu og annað að tapa henni, því möguleikarnir til þess að umbreyta tekjustöðu hverfa við það að tapa vinnugetunni.

Daginn sem ég slasaðist átti ég að fara að vinna aukavinnu eftir nokkurt hlé, en gat ekki og allan tímann þessi tæpu tvö ár hefði ég getað fengið vinnu þessa en gat ekki tekið hana vegna heilsutaps.

Alla mína hunds og kattartið hefi ég unnið láglaunavinnu á vinnumarkaði, fullan vinnudag lengst af, þar sem ég hefi ekki gengið menntaveginn og sökum þess ekki haft tekjustöðu til kaupa á húsnæði sem ekkja og einstæð móðir hin síðari ár.

Í þann áratug sem ég starfaði hjá Hafnarfjarðarbæ, starfaði ég með góðu fólki sem lagði allt á sig til þess að gera sem best fyrir vinnuveitanda sinn, og þar tel ég mig sjálfa hafa gert það sama og sá góði hópur gerði og gerir enn þann dag í dag á lélegum launum menntaðir jafnt sem ómenntaðir.´

Mér er gert að rýma heimili mitt fyrir 15, nóvember næstkomandi með mínar skuldir á bakinu og væntanlega ekki möguleika til þess að halda heimili hér framar, því húsaleigubætur yrðu teknar upp í skuldina hér, af mér sem þýddi það að ég ræð ekki við það af örorkubótum mínum.

Þannig er nú það.

kv.Guðrún María.


Samfylkingin rær á lýðskrumið í komandi kosningum.

Núverandi ríkisstjórn mun að öllum líkindum slá sig til riddara undir formerjkum lýðræðisins hins mikla allra handa, sem þó ekkert er í raun heldur einungis lýðskrum og loforð um breytingar sem enginn veit þó hverjar skulu verða og engin sátt ríkir um á Alþingi.

Ríkisstjórnin kaus að færa mál þetta í þennan búning óvissuferðalags og fáránlegrar popp opp uppákomu af hálfu þeirra er skipaðir voru í eitt stykki ráð rikisins til tillögugerðar um stjórnarskrá.

" Mikilvæg og söguleg þáttaskil " er svo fjarri sanni að það hálfa væri nóg en ráðherran er eldri en tvævetur í pólítik og auðvitað er nærtækt að slá sig til riddara hins mikla lýðræðis, helmings kosningabærra manna sem sögðu já , já, já ...... um einhverjar breytingar.

Breytingar frá ríkisstjórn sem ákvað að láta almenning í landinu borga hrunið, með sköttum og horfa á ofan úr Fílabeinsturninum.

Velferð er orð á blaði eins og fyrri daginn, sem rætt er á ráðstefnum til þess að skilgreina vandann í stað þess að leysa, en þá er hægt að greiða þeim sem þar hafa framsögu í stað þess að verja fjármunum til málaflokksins.

Því miður lifum við í blaðursþjóðfélagi þar sem allir þykjast vilja leysa allan vanda í orði kveðnu en hafa ekki bein í nefinu til þess að taka ákvarðanir sem þjóna heildarhagsmunum hverju sinni.

Ráðherra blæs hér kunnugar sápukúlur sem hugsanlega gætu hentað til þess að hennar flokkur gæti áfram setið við valdatauma, ekkert annað.

kv.Guðrún María.


mbl.is Flokkadrættir og klækir víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Ég þakka fyrir hvern dag sem ég er ekki mjög slæm af verkjum í bakinu, en ég hefi öðlast lærdóm um það hvað ég get og hvað ekki, sem smám saman hefur orðið að venjum.

Ég þakka fyrir að hafa góðan sjúkraþjálfara sem sífellt hjálpar mér til þess að halda minni heilsu eins og mögulegt er.

Ég þakka reyndar hvern dag í mínum bænum fyir allt það góða sem verður á vegi mínum og bið fyrir þeim sem erfitt eiga.

Jafnframt bið ég minn Guð um ráð og dáð í verkum daganna, en bænin er von og vonin lífsneisti, nauðsynlegrar bjartsýni þess efnis að ætíð finnist lausnir á
hvers konar vanda, við að fást.

Raunin er sú að ætíð finnast lausnir, allt er það spurningin um hversu skynsamlegar lausnir maðurinn finnur í málum öllum, frá því smæsta upp í það stærsta.

kv.Guðrún María.


Hvað kostaði þessi meinta lýðræðisþróun í boði sitjandi ríkisstjórnar ?

Það er afar sérstakt að ráðherra skuli ánægð með það að helmingur kosningabærra manna fari á kjörstað.

Hinar sérsömdu spurningar í þessari atkvæðagreiðslu, allar þess eðlis að viðkomandi gátu varla annað en verið jámenn við því hinu sama, utan spurningarinnar um þjóðkirkjuna, var í raun afar kostnaðarsöm skoðanakönnun fyrir sitjandi stjórnvöld í landinu sem almenningur greiðir fyrir af skattfé.

Mín skoðun var og er sú að tillögur að nýrri stjórnarskrá séu lélegar og ekki nýtanlegar óbreyttar frá því ráði sem ríkisstjórnin skipaði til verksins.

Þeir gífurlegu fjármunir sem varið hefur verið í þennan framgang mála við endurskoðun þessa munu seint réttlætanlegar undir þeim aðstæðum þar sem ekki er hægt að viðhalda tækjum á Landspítala Háskólasjúkrahúsi til brýnustu þarfa eða kosta aðra bráðnauðsynlega þætti í starfssemi hins opinbera hvers eðlis sem er, hjá ríki eða sveitarfélögum í landinu.

Alþingi hefur sett niður við þennan framgang mála, varðandi það atriði að fjalla ekki um mál þetta efnislega að lokinni skipun ráðs að störfum er skilaði tillögum, sem var lágmarksmeðferð málsins að mínu áliti, burtséð frá þvi atriði að lýðræði var haft að engu við ógildingu Hæstaréttar á kosningu til stjornlagaþingsins.

Hvað kostaði heildardæmið, skattborgara eftir þjóðaratkvæðagreðslu á laugardaginn ?

kv.Guðrún María.


mbl.is „Er afskaplega stolt af þjóðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umbóta er þörf í réttarfarslegri þróun.

Það er mjög fróðlegt að lesa þetta viðhorf Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem ég persónulega ber mikla virðingu fyrir sem lögspekingi ekki hvað síst varðandi andúð þá sem hann segist hafa mætt í Hæstarétti sem og margt fleira sem hlýtur að verða umhugsunarefni.

Hann nefnir m.a. eitt atriði sem er sönnunarbyrði fyrir dómsstólum, sem mér persónulega er nú ansi hugleikið eftir reynslu úr Héraðsdómi nýlega varðandi löggerninga sem taldir voru dómtækir þótt uppfylltu engan veginn atriði þar sem sjálft plaggið samningurinn inniheldur í rituðu máli, þess efnis að báðir aðilar skuli undirrita samninginn og sá hinn sami vottaður.

Málið var eigi að síður tekið fyrir dóm, þ.e dómtækt þótt skilyrði þessi væru ekki fyrir hendi þess efnis að rifta samningi sem aðeins eina undirskrift var að finna á.

Mín skoðun er sú að dómstóll eigi ekki að taka mál fyrir, nema þess finnist sannarlega forsendur, í mínu tilviki tvær undirskriftir á leigusamningi til riftunar við viðkomandi.

Ef svona mál rúlla í gegn, svona, hvað með önnur ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Fann fyrir mótbyr og andúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmtán þjóðaratkvæðagreiðslur framundan ?

Sá hluti kosningabærra manna sem fór á kjörstað hefur talað og sagt já við breytingum á stjórnarskrá sem hluti stjórnlagaráðsmanna hefur lýst sem gulli og grænum skógum til handa þjóðinni undanfarið.

Nú eru góð ráð dýr hjá sitjandi ríkisstjórn sem verður að taka málið til efnislegrar meðferðar á þingi fyrir kosningar og það skyldi þó aldrei vera að fleiri skoðanakannanaþjóðaratkvæðagreiðslur þurfi til að koma svo lending gæti verið í sjónmáli.

Þessari lýðskrumsumferð er alltént lokið, mikið er ég fegin.

kv.Guðrún María.


mbl.is 67% sagt já á landsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögmannafélag Íslands, mælir EKKI með tillögum stjórnlagaráðs.

Ég er sammála laganefnd Lögmannafélagsins varðandi það atriði að tillögur þessar séu ekki nógu góðar og þurfi endurskoðunar við.

Sannarlega skyldum við gæta þess að hlaupa ekki til og breyta einhverju, einhvern veginn, bara til að breyta með þá trú í farteski að slíkt sé til framfara.

Núverandi stjórnarskrá er að mínu áliti í heildina tekið mun betri en þessi tillögugerð, og einungis nokkur ákvæði hennar sem þarfnast viðbóta.

Eins og alltaf áður í kosningum hvet ég kjósendur til þess að nýta atkvæðisrétt sinn, það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tillögurnar þurfi að endurskoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband