Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
Stefna Samfylkingar í Evrópumálum breytist ekki þótt Evrópusambandið hrynji.
Föstudagur, 30. september 2011
Það kom nokkuð berlega í ljós í kvöld, hversu mjög formenn flokka lita á stefnu eigin flokka sem lögmál og allt að því trúarbrögð, ekki hvað síst Samfylkingin í Evrópumálunum.
Að ræða um " timabundinn " vanda í Evrópu er í besta falli óskhyggja.
Ráðherrann kom sér hjá því að ræða hvort það væri ákjósanlegt fyrir Ísland að verða aðili að sambandi sem á við mikinn vanda að etja sem ekki sér fyrir endann á.
Bara að róa áfram með aðildarumsóknina, algjörlega burtséð frá því hvort meirihluti þjóðar væri andsnúinn, eða ekki, ellegar hvort Evrópusambandið væri að hrynja til grunna.
kv.Guðrún Maria.
Erfiðleikar ESB tímabundnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mun ráðherrann sitja oftar fyrir svörum í Kastljósi ?
Föstudagur, 30. september 2011
Fyrir það fyrsta er það jákvætt að forsætisráðherra sitji fyrir svörum í sjónvarpi, en hvers vegna nú ?
Er það vegna þess að boðað hefur verið til mótmæla við þingsetningu ?
Eða eigum við von á því að ráðherrann komi öðru hvoru í Kastljós framvegis og sitji fyrir svörum ?
kv.Guðrún María.
Kosningar ekki heppilegar nú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stórfurðulegt á tímum krafna um aukið gegnsæi stjórnvaldsákvarðana.
Fimmtudagur, 29. september 2011
Þótt ýmislegt megi nú þegar gagnrýna varðandi fundargerðir í opinberri stjórnsýslu þá tekur steininn úr að menn hyggjist hætta að leggja fram fundargerðir nefnda.
Hvað varð um kröfur um aukið gagnsæi, hvað eru menn að hugsa ?
kv.Guðrún María.
Fundargerðir úr bæjarráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Væri ekki nær að fjölga fólki við störf í skólunum ?
Fimmtudagur, 29. september 2011
Því miður get ég ekki séð hvað starfshópur á að gera í þessu máli annað en að þiggja laun fyrir starf sitt þessa efnis, þar sem mun nærtækara væri að koma á stöðugildum sálfræðinga inni í skólunum, sem og það atriði að hafa nægilega margt fólk að störfum við hinn mannlega þátt starfanna hvarvetna.
kv.Guðrún María.
Kvíði áberandi hjá stúlkum í efri bekkjum grunnskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hin illa ígrunduðu ummæli sitjandi alþingismanns.
Miðvikudagur, 28. september 2011
Þessi ummæli Ólínu Þorvarðardóttir við þessar aðstæður eru ekki aðeins óábyrg, heldur einnig hluti af því að endurspegla viðhorf þess efnis, að sitjandi stjórnvöldum landsins sé alveg sama hvernig þau hin sömu komist upp með að halda völdum, við stjórn landsins....
Fljótfærni þingmannsins varðandi ályktanir í þessu efni og fimbulfamb í útvarpi út frá því, kann að kosta afsökunarbeiðni af hennar hálfu, en frændum og vinum fyrir Vestan bendi ég á það atriði að það koma aftur kosningar til þings þar sem valið er þeirra um fólk á Alþingi.
kv.Guðrún María.
Lýsa furðu á ummælum þingmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvers vegna er ekki mögulegt að grípa inn í Gerðardóm um laun Jóhanna ?
Miðvikudagur, 28. september 2011
Stjórnvöld þau er nú sitja við stjórnvölinn gripu inn í dóm Hæstaréttar varðandi
það atriði að kosning til stjórnlagaþings var dæmd ógild, en þá var skipað ráð í staðinn af þeim hinum sömu.
Það er því fyrirsláttur að ekki sé hægt að grípa inn í Gerðardóm að gefnu því hinu sama fordæmi, hins vegar taldi ég mig vita að sá hinn sami fyrirsláttur yrði nýttur í þessu sambandi og það kom á daginn.
Það er þó gott að vita að verið sé að íhuga þessi mál.
kv.Guðrún María.
Grípa ekki inn í gerðardóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vill borgarstjórinn í Reykjavík útskýra þessar tilraunir Orkuveitunnar ?
Miðvikudagur, 28. september 2011
Ég þurfti ekki að kíkja á jarðskjálftavefinn, til að vita að aftur væru hafnar tilraunir við Hellisheiðarvirkjun, enda nágranni Hellisheiðar hér í uppsveitum Hafnarfjarðar.
Það er lágmark að menn upplýsi betur um þetta verkefni og mér best vitanlega er Orkuveita Reykjavíkur undir stjórn Reykjavíkurborgar.
Erum við nágrannar Hellisheiðar óhjákvæmilega þáttakendur í einhverju sem við höfum ekki hugmynd um hvað getur orsakað ?
kv.Guðrún María.
Enn skjálftar á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vaknið ráðamenn, funda þarf með lögreglumönnum.
Þriðjudagur, 27. september 2011
Það er ógn við öryggi borgaranna að lögreglumenn sem eru allt of fáir í landinu nú þegar muni ef til vill ekki sinna aukavöktum ef á þarf að halda, vegna stöðu kjaralega þar sem starfið er ekki metið til verðleika og þess álags sem lagt hefur verið á allt of fáa menn að störfum um allt land of lengi.
Hafi stjórnvöld ekki nú þegar tekið eftir því að verið sé að boða til mótmæla við þingsetningu þar sem hugsanlega kann að vera þörf á því að kalla út menn á aukavaktir, undir þeim kringumstæðum sem uppi eru hvað varðar óánægju lögreglumanna, þá lýsi ég undrun minni á því hinu sama.
Sitjandi handhafar dómsvalds í landinu, þurfa að funda með lögreglumönnum og það strax.
kv.Guðrún María.
Hræddir við hvað geti gerst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar eru hugmyndirnar um atvinnusköpun í landinu ?
Þriðjudagur, 27. september 2011
Bæði sitjandi stjórnvöld sem og forkólfar Samtaka atvinnulífs í landinu eiga að vera með hugmyndir fram að færa um nýja atvinnumöguleika, en hugmyndir þær hinar sömu eru ekki á takteinum, því miður, sem heitið geti.
Nú þegar á að taka eitt stykki ákvörðun um það að auka fiskveiðar við landið undir formerkjum strandveiða, er skapar atvinnu og lifibrauð til handa landsmönnum á tímum sem þessum.
Til dæmis væri tilvalið að taka eins árs tilraunaverkefni í gang á Suðurnesjum með veiðar sem slíkar árið allt um kring, þar sem skortur á atvinnu er hvað mestur á landinu og í raun ótrúlegt að slíkt skuli ekki nú þegar komið í gang.
Tól og tæki eru til, sem og kunnátta til verka, ásamt fiskmörkuðum, en það vantar ákvörðun stjórnvalda.
Ein hugmynd en fleiri eru til og það sárvantar hugmyndaflæði um atvinnusköpun.
kv.Guðrún María.
Atvinnuleysið er dýrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfélag í sorg.
Mánudagur, 26. september 2011
Ég er örugglega ekki ein um það að hafa fengið sting í hjartað við að hlýða á kvöldfréttir Ruv á laugardagskveldi um hörmulegan atburð suður í Sandgerði.
Það finna allir til við slíkar fréttir, en sameining fólks í sorg er mikilvæg og skiptir máli við slikar aðstæður.
Hvarvetna í voru lífi þurfum við að styðja og hlúa að þeim er þrautir hrjá af fremsta megni, og rækta kærleika og elsku í hverju fótspori sem við stígum.
Vinátta er virði gulls á jörð, og það að sýna sanna vináttu í dag og á morgun eins og í gær, varðar veginn, hvarvetna.
Votta aðstandendum samúð mina alla.
kv.Guðrún María.