Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Níu milljón króna starfslokasamningur Starfsgreinasambandsins.
Föstudagur, 5. ágúst 2011
Enn eru verkalýðsfélög að mótmæla gjörðum framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambandsins varðandi starfslokasamning við fyrrum framkvæmdastjóra sem, að virðist hafa orðið uppvís að einhverju sem varð tilefni starfsloka viðkomandi.
Það er mjög sérstakt að ekkert verið fjallað um þetta mál í fjölmiðlum þótt það hafi komið fram fyrir nokkru síðan.
Hvað veldur ?
Hvers vegna getur Starfsgreinasambandið ekki svarað fyrir sig ?
kv. Guðrún María.
Telja að kæra hefði átt málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvenær taka stjórnvöld ákvörðun um að fresta aðildarviðræðum við Evrópusambandið ?
Föstudagur, 5. ágúst 2011
Þær aðstæður sem nú eru til staðar um víða veröld, bjóða ekki upp á það að hvers konar samningar millum þjóða séu eitthvað sem halda kann, hvers eðlis sem er.
Sökum þess tel ég að það sé tímaspurning hvenær íslensk stjórnvöld taka ákvörðun um að fresta aðildarviðræðum við Evrópusambandið í ljósi þeirrar óvissu sem uppi er á heimsmarkaði.
kv.Guðrún María.
Algjört hrun á mörkuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það vantar ekki fleiri stjórnmálaflokka hér á landi.
Föstudagur, 5. ágúst 2011
Ég bað Guð að hjálpa mér þegar ég hlýddi á frétt í sjónvarpi í kvöld þess efnis að stjórnlagaráðsfulltrúar hefðu hug á að stofna stjórnmálaafl.
Raunin er sú að almenningur hér á landi sem vill breyta, hvoru tveggja þarf og verður að gefa sér tíma til þess að taka þátt í stjórnmálum, þar sem sú flokkaflóra sem nú er til staðar er sannarlega nægilega fjölbreytt.
Það er nefnilega ekki nóg að kasta sífellt steinum úr glerhúsi í stjórnmálamenn en koma þar aldrei hvergi nærri eins og margir kverúlantar samtímans gera að mínu áliti.
Ef menn vilja vinna baráttumálum sínum brautargengi þá eru þess vegir færir frá hægri til vinstri í íslenskri flokkaflóru.
Áhrifaleysi smáflokka á þingi er algert sem aftur engum tilgangi skilar í raun.
Með öðrum orðum íslenskum stjórnmálaflokkum er hægt að breyta innan frá ef menn telja þörf á slíku.
kv.Guðrún María.
Hvað kostar starf skilanefnda og hvað kemur mikið til baka ?
Fimmtudagur, 4. ágúst 2011
Ef það er svo að menn sjá það fyrir að fá lítið út úr dómsmálarekstri, til hvers í ósköpunum er þá valin sú leið ?
Ljóst er það hið sama lengir störf skilanefnda við frágang, þar sem viðkomandi eru eðli máls samkvæmt á launum þann tíma.
Hver er kostnaður við störf skilanefndanna og hve langan tíma áætla núverandi stjórnarherrar að það taki að ljúka þeim ?
kv.Guðrún María.
Eiga ekki von á miklum heimtum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar eru viðbragðsáætlanir á höfuðborgarsvæðinu ef á þarf að halda ?
Fimmtudagur, 4. ágúst 2011
Ég hef löngum undrast það að finna ekki nokkurn skapaðan hlut um viðbragsáætlanir á heimasíðum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Hvert á hver maður að leita ef til þess kæmi að viðkomandi þyrfti að yfirgefa heimili sitt vegna náttúruhamfara hvers konar ?
Er það ekki á verkssviði hvers sveitarfélags fyrir sig að hafa upplýsingar sem slíkar tiltækar ?
Ég hvet menn til þess að laga upplýsingar í þessu efni, því áætlanir eru örugglega til.
kv.Guðrún María.
Skjálftar við Krýsuvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tímabil þessarrar ríkisstjórnar hefur verið vandræðagangur.
Miðvikudagur, 3. ágúst 2011
Það mátti vitað verða frá upphafi að frá því að stjórnarsáttmáli var smíðaður þess efnis, m.a. að sækja um aðild að Evrópusambandinu, þar sem annar flokkurinn sveik hluta kjósenda sinna með því að undirskrifa slíkt samkomulag, yrði friður ekki mikill innanborðs.
Það hefur komið á daginn og einn þingmaður yfirgefið VG, á kjörtímabilinu og aðrir sagt sig úr þingflokk þeirra.
Einstefna hins ríkisstjórnarflokksins Samfylkingar varðandi aðildarferli að Evrópusambandinu jaðrar við trúarbrögð þar sem flokkurinn virðist vart þess umkominn að ræða núverandi ástand mála á Evrusvæðinu sem er ekkert til að hrópa húrra fyrir, því fer svo fjarri.
Seint mun finnast eins ótímabær aðildarumsókn að bandalaginu og sett var fram af hálfu núverandi stjórnvalda, sem heldur hefðu mátt einbeita sér að innanlandsverkefnum eftir hrun í einu samfélagi.
kv.Guðrún María.
Rúmlega þriðjungur styður stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aukinn kostnaður við eftirlit af hálfu sveitarfélaga.
Miðvikudagur, 3. ágúst 2011
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga á að hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðar um transfitusýrur í matvælum, en væntanlega þýðir það hið sama aukinn kostnað við slíkt eftirlit.
Vonandi er að menn hafi gert ráð fyrir því, áður en reglugerð þessi tekur gildi.
kv.Guðrún María.
Hámark sett á transfitusýru í matvælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lögreglan stendur sig vel.
Miðvikudagur, 3. ágúst 2011
Það er vert að þakka það sem vel er gert og ekki verður annað séð af fréttum að lögreglan standi sig vel í því efni að stöðva ökumenn undir áhrifum, stöðva hraðakstur og gera upptæk fíkniefni.
Hafið þakkir fyrir.
kv.Guðrún María.
Lögreglan stóð vaktina í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig á endalaust að auka framleiðslu ?
Þriðjudagur, 2. ágúst 2011
Mér varð tíðrætt á sínum tima, um markaðshyggjuþokumóðu hér á landi í svokölluðu " góðæri " hér á landi, en hluti þess var þokumóða, þar sem menn höfðu fengið of mikið frelsi til athafna án þess að þess hins sama frelsis fyndust mörk.
Trúin á það að endalaust sé hægt að auka framleiðslu svo og svo mikið hvarvetna um víða veröld er eitthvað sem hefur að mínu viti, farið fram úr mögulegum væntingum hvers konar.
Verðmat á störfum við annars vegar umsýslu peninga og hins vegar þjónustu við eitt samfélag hefur slitnað í sundur, svo mjög að þar er um að ræða gjá sem þarf og verður að brúa.
kv.Guðrún María.
Verðlækkun á fjármálamörkuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Efnahagskerfi þjóða heims, úr takti við raunveruleikann ?
Þriðjudagur, 2. ágúst 2011
Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér, hvort maðurinn hafi kunnað fótum sínum forráð á síðari tímum í ákvarðanatöku allri, varðandi efnahagsmál og markaðsþróun alls konar.
Það er sama hvort um er að ræða Evrópusambandið eða Bandaríkin, svo virðist sem boginn hafi verið þaninn til fulls og hin endalausa trú á mátt ferðalags fjármuna í endalausum viðskiptum, án hagnaðar í vasa samfélaga austan hafs og vestan, hafi komið til sögu.
Við Íslendingar ættum að hafa lært okkar lexíu, en hinn gullni meðalvegur kann hins vegar að verða vandfundinn.
kv.Guðrún María.