Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
Forsenda lyfjaávísana á að vera yfirsýn yfir málefni sjúklinga.
Föstudagur, 8. júlí 2011
Hafi læknar ekki aðstöðu til þess að hafa yfirsýn yfir málefni sjúklinga, þá get ég ekki séð að þeir hinir sömu eigi að vera að ávísa lyfjum á viðkomandi.
Embætti Landlæknis kemur hér fram með skýringar þess efnis að það sé tæknilegs og faglegs eðlis, hvað svo sem það er.
Hér þarf að samhæfa hlutina annað verður ekki séð.
kv.Guðrún María.
![]() |
Ávísanir ranglega skráðar á lækna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
" Rammaáætlun " eitt stykki pólítísk hugmyndafræði Samfylkingarinnar.
Fimmtudagur, 7. júlí 2011
Rétt einu sinni enn fara stjórnmálaflokkar fram með það sem sett hefur verið fram sem stefna flokksins innrammað í umbúðir nefndastarfa allra handa.
Raunin er sú að öllum stundum er verið að vinnna við að ramma allt inn í hverju ráðuneyti á fætur öðru og svo verður áfram, þannig að sérstaka " rammaáætlun " þurfti ekki sérstaklega að mínu viti í þessu sambandi en hin
flokkspólítisku stefnumið sem rituð hafa verið í stefnuskrár fá jafnan sérmeðferð hverju sinni, með tilheyrandi kostnaði við tilstand allt.
Einkum og sér í lagi ef viðkomandi flokkur situr við stjórnvölinn.
kv.Guðrún Maria.
![]() |
Ýmsir þættir hafa áhrif á virkjanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenskur landbúnaður mun sem betur fer lifa áfram í voru landi.
Fimmtudagur, 7. júlí 2011
Ef einhverjum kynni að detta það í hug að ódýrara sé að flytja landbúnaðarafurðir yfir Atlantshafið en að kaupa framleiddar afurðir hér, þá legg ég til að skoðað verði hversu mikil olíunotkun fer í það að flytja afurðir þær hinar sömu yfir hafið.
Það breytir því hins vegar ekki að íslenskan landbúnað eigum við sjálf að geta þróað og betrumbætt hvað aðferðir varðar, en hið sama gildir um sjávarútveg, þar sem meðal annars þarf að færa útflutning af stigi hrávinnslu í fullunnar afurðir hér heima.
Bændasamtökin í landinu standa vaktina og eiga heiður skilið fyrir það.
kv.Guðrún María.
![]() |
Vilja tryggja hagsmuni landbúnaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auknar rannsóknir á áhrifum veiðarfæra, til hamingju með það Jón.
Miðvikudagur, 6. júlí 2011
Hafrannsóknarstofnun er falið að auka rannsóknir á áhrifum veiðarfæra en einnig á að skoða flottrollið sem sannarlega ber að fagna.
Spurningin er hins vegar um það að kosta þessar rannsóknir en það atriði þarf að vera fyrir hendi af hálfu hins opinberra en ekki hagsmunaaðila núverandi.
Aukning í þorskveiðum hefði mátt vera að minnsta kosti 50.þúsund tonn í viðbót en ráðherra kaus að halda sig við ráðgjöfina.
kv.Guðrún María.
![]() |
Þorskkvótinn 177.000 tonn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hvers var lyfjagagnagrunnur ?
Miðvikudagur, 6. júlí 2011
Það er ekki nóg að safna upplýsingum ef enginn er til þess að fylgjast með þeim í tíma, þ.e. að menn geti tekið í taumana áður en einhver þróun er til orðin.
Því miður kemur það betur og betur í ljós hve aftarlega á merinni við Íslendingar erum í því efni að hafa ekki til staðar tilvísanakerfi, þar sem einn læknir þarf að vísa á sérfræðinga.
Til þess þarf þjónusta heimilislækna að anna þörfum ibúa sem ekki hefur tekist í áraraðir hér á höfuðborgarsvæðinu, því miður.
kv.Guðrún María.
![]() |
Læknar fá bréf frá landlækni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allur er varinn góður.
Þriðjudagur, 5. júlí 2011
Vonandi þarf ekki að hafa áhyggjur af ferðamönnum á fjallinu á næstunni úr því að vísbendingar eru til staðar um að eitthvað sé í gangi.
Einu sinni sá ég Heklugos hefjast, neðan úr Þykkvabæ, í miðjum ágúst, sennilega áttatíu og eitthvað, þar sem ég var stödd á kartöfluvél út í garði, það var vissulega sérstök sjón að sjá.
Heklugosið 1947, hafði hins vegar verið mikið gos, miðað við gos seinna, og víða að finna vikur úr því gosi í jarðvegi á Suðurlandi.
Allur er varinn góður, en fjallið hefur vanalega ekki gert mikil boð á undan sér.
kv.Guðrún María.
![]() |
Óvenjulegar hreyfingar í Heklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Summer thoughts.
Þriðjudagur, 5. júlí 2011
At last summer in the concern of heat came for að visit here on the south coast of Iceland.
For the past days in a form of rain, but before we had a couple of days with sunshine all day through, very nice.
I keep on dealing with my health, my poor back after injury 8 months ago, and that is every day work to keep on going for the better.
The political decussions here is at this time mostly about the governmental dicision about asking for joining the EEU, which majority of the Icelandic people is still against.
Terrible mistake, for my opinion, because every step is a cost for someone, a cost which do not follow the majorty of the citizens to say YES to the small political partys interest concerning the matter.
kv.Guðrún María.
Augnablik er ekki innra eftirlit og gæðastaðlar, þar sem bjöllur hringja ef álag er yfir mörkum ?
Þriðjudagur, 5. júlí 2011
Erfiður niðurskurður og sparnaður hefur verið viðvarandi í heilbrigðismálum hér á landi lengi, hins vegar hefi ég hingað til álitið að innra eftirlit sem og mat fagstétta á eðlilegu álagi myndi hringja bjöllum, áður en kallað er eftir úttekt ráðuneytis á sjúkrahúsinu í heild.
Hins vegar er aðstaða starfsmanna varðandi það atriði ef til vill erfið og sökum þess hlýtur það að vera ábending um of mikið álag að óska eftir úttekt á starfsseminni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Íhuga að biðja um úttekt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löngu tímabært verkefni.
Þriðjudagur, 5. júlí 2011
Betra er seint en aldrei segir máltækið og það á við um þetta verkefni, þar sem ég tel það mjög nauðsynlegt að skoða aðstæður fólks af erlendu bergi brotnu í voru samfélagi, hvort sem um er að ræða flóttamenn ellegar aðra hópa sem ekki njóta réttinda í íslensku samfélagi.
Jafnframt er það hvoru tveggja sjálfsagt og eðilegt að stefnumótun liggi fyrir af hálfu stjórnvalda í málaflokk þessum sem ekki hefur verið til staðar svo heitið geti hingað til.
kv.Guðrún María.
![]() |
Stofnar starfshóp um málefni útlendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skuldasúpan í einu þjóðfélagi og úrvinnslan.
Mánudagur, 4. júlí 2011
Dettur einhverjum í hug að vort þjóðfélag græði mikið á fréttum af vafasömum fjármálagerningum úr loftbóluþjóðfélaginu sem var til staðar hér á landi ?
Eigum við að velta okkur upp úr því fram og til baka ár eftir ár, eftir ár, án þess að reyna að koma fram með lausnir út úr þeim vanda sem við er fást til þess að vinna sig út úr þeirri hinni sömu stöðu ?
Niðurfærsla lána var eina vitræna leiðin á sínum tíma en hún var ekki valin.
Því miður hafa sitjandi stjórnvöld tekið þann pól í hæðina að virðist að vinna að lausnum sem meira og minna byggja á þvi að almenningur taki á sig afleiðingar loftbóluþjóðfélagsins meðan unnið er að því að hækka álögur til þess að reka ríkið á núlli.
Skuldlaust ríki með þjóð í fjötrum fátæktar og galeiðuþræla skattkerfis til þess hins sama er skipulag sem skortir jöfnuð meðalhófs og leiðir einungis til stöðnunar hagkerfis í einu landi til langtíma litið.
Mun ný stjórnarskrá skila okkur einhverju sem heitið getur ?
Mitt svar er það að aðeins eitt atriði getur fært almenningi betrumbætur sem er þjóðaratkvæðagreiðsla um mál samfélagsins, annað er mest megnis í lagi í þeirri stjórnarskrá sem við nú þegar höfum til staðar og hvers konar viðbætur og orðaflóð um eitt eða annað mun ekki gera lagasetningu í landinu skilvirkari en verið hefur, að mínu viti.
Nú þegar ættum við Íslendingar til dæmis að geta hafa óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um Evrópusambandið sem fulltrúalýðræði Alþingis tróð í gegn um þingið í krafti setu samstarfsflokks í ríkisstjórn.
Hugmyndir vantar að nýrri atvinnusköpun á Íslandi frá stjórnmálamönnum sem horfa fram á veginn, til framtíðar.
kv.Guðrún Maria.