Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Evrópusambandið að liðast í sundur ?

Í upphafi skal endir skoða, og það er áleitin spurning hvort sú vegferð sem haldin hefur verið með innlimun fjölda ríkja með ólíka hagsmuni á eitt efnahagssvæði, undir ráðstjórn frá Brussel, sé vegur genginn til góðs ?

Þegar til komu einnig hugmyndir um sérstaka stjórnarskrá bandalagsins var ýmsum nóg boðið og gátu ekki séð þann tilgang helga meðalið.

Mín skoðun er sú að þær hugmyndir hafi verið upphafið að hningnun sambandsins, en fjármálakreppa á alþjóðavísu er eitthvað sem evrópska efnahagssvæðið sem heild ræður ekki við, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Það atriði að við Íslendingar höfum enn ekki frestað eða dregið til baka aðildarviðræður er
hneisa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þýskaland sagt undirbúa greiðslufall Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttast Íslendingar að spænski flotinn komi og taki fiskinn Össur ?

Hvað næst háttvirtur utanríkisráðherra ?

Eigum við kanski von á því að fá að heyra erlendis frá, að Íslendingar hræðist
nýtt Tyrkjarán ?

Hvað undanþágur varðar þá hygg ég að engum hafi dottið í hug að slikt væri til staðar gagnvart okkur frekar en einhverjum öðrum, og sökum þess vija Íslendingar ekki ganga í þetta ríkjasamband.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þurfum ekki sérstaka undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn sækir fram.

Skýr afstaða flokksins í hagsmunamálum þjóðarinnar, skilar sér í fylgisaukningu í skoðanakönnunum þessar mundir.

Það er afskaplega ánægjulegt fyrir okkur Framsóknarmenn og sýnir það hve öfluga þingmenn við eigum á Alþingi.

Áfram Framsókn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Framsókn eykur fylgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var " kraftaverk " að gangsetja Vestmannaeyjar eftir hamfarirnar 1973.

Hinn einstaki dugnaður og elja sem einkennt hefur Eyjamenn til langtíma, gerði það að verkum að það atriði að þola eitt stykki eldgos sem hreinlega færði bæinn á kaf í ösku, varð ekki til þess að þetta bæjarfélag leggðist af heldur brettu menn upp ermar og hreinsuðu svæðið meira og minna með handafli.

Hér upp i eldhússkáp hjá mér er diskur sem hún amma mín heitin átti en hún flúði í bát upp á land gosnóttina, og pabbi fór út í Eyjar síðar að sækja dótið hennar, en þá var bærinn eins og svört eyðimörk þann tímapunkt.

Einstök bjartsýni og dugnaður einkennir Eyjamenn hvernig sem á það er litið en það atriði að höfnin skyldi verða til staðar eftir hamfarir þessar var stærsta hagsmunamál Eyjanna þar sem fyrr og síðar er sjósóknin númer eitt í þessari stærstu verstöð landsins.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjölmenni á goslokahátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu mikið minnkar umfang hins opinbera ?

Mér er það hugleikið hvernig slík sameining mun skila sér í raun, þ.e, minnkar umfang hins opinbera frá því sem verið hefur eða er umfang starfa nær hið sama eftir sameiningu og einungis yfirstjórn sem sparast ?

Það verður þvi fróðlegt að sjá hvernig til tekst, en því ber að fagna að draga úr umsvifum hins opinbera hér á landi, einkum og sér í lagi stofnunum sem meira og minna eru að vinna sömu verk.

kv.Guðrún María.


mbl.is 30 færri stofnanir og ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samvinna stjórnsýslustiga hins opinbera varðandi málefni sjúklinga.

Það er að sjálfsögðu óviðunandi að ekki finnist samfella í málefnum sjúklinga sem eru til meðferðar á þann veg að framhaldsúrræði séu ekki fyrir hendi þegar meðferð er lokið.

Þar er án efa að ræða mannréttindabrot af margvíslegum toga til handa þeim er í hlut eiga og stjórnsýslustig hins opinbera hljóta að vera þess umkomin að vinna áfram að samvinnu um þessi mál eins og þeim hinum sömu ber í raun, lögum samkvæmt að gera.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vantar úrræði fyrir sjúklinga á Kleppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálst flæði farandlaunþega á EES svæðinu.

Hafi Íslendingar ekki áttað síg á framkvæmd þeirri sem EES inniheldur varðandi frjálst flæði vinnuafls fyrr en nú, varðandi tryggingar til handa farandlaunþegum, þá verður að telja það frekar lélegt.

Samningum fylgja skyldur og ábyrgð og þegar kreppir að með atvinnuleysi þá er ekkert skrítið við það fólk nýti sína möguleika til þess að fara á milli landa til þess að sækja atvinnu en eðlilega telja viðkomandi að sömu tryggingar gildi á svæði því sem samningar þessir taka til.

Þar sem ekki var sótt um undanþágur á sínum tíma varðandi frjálst flæði vinnuafls hingað til lands, i ljósi stærðar þjóðarinnar að höfðatali, þá er það einu sinni svo að þeir samningar sem við höfum samþykkt er eitthvað sem þarf að standa við.

kv.Guðrún María.


mbl.is Undrast afstöðu ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandi er best borgið utan Evrópusambandsins.

Niðurstaða þessarar könnunnar kemur mér ekki á óvart, varðandi það atriði að skýr vilji þjóðarinnar liggi fyrir um það að draga beri umsóknina til baka.

Í upphafi skyldi endir skoða og það atriði að þrýsta í gegn um þingið umsóknarferli að sambandinu af hálfu Samfylkingar í ríkisstjórn, til þess einkum og sér í lagi að þjóna stefnu flokksins, sem einn flokka hefur aðild á dagskrá, kann að verða skoðað sem meiriháttar mistök af lýðræðislegum toga, hér á landi.

Mistök þar sem " minnihlutahópur " hefur ekki samband við meirihluta þjóðarinnar í máli sem varðar þjóðarhagsmuni, þess eðlis að spyrja um vilja til þess að sækja um aðild.

kv.Guðrún María.


mbl.is Meirihluti vill draga ESB-umsóknina til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband