Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
Ofurköttur undir Eyjafjöllum.
Laugardagur, 30. júlí 2011
Það má nú kallast nokkuð gott að köttur veiði mink, og ég man ekki til þess að hafa heyrt um slíkt áður.
Hef hins vegar einu sinni verið áhorfandi að því þegar hundur lagði til atlögu við mink, en það var mikið sjónarspil, því minkurinn beit sig fastan á trýnið á hundinum sem sveiflaði minknum til og frá.
Faðir minn heitinn var með skóflu og gat endað þennan leik en hundurinn var lengi að gróa sára sinna.
kv.Guðrún María.
Kisi Magnússon veiddi mink | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Púkar og ekki púkar !
Laugardagur, 30. júlí 2011
Ekki dettur mér í hug að fara að flokka mig sjálfa sem púka fyrir það að flakka ekki um verslunarmannahelgina, frekar væri það flokkun að ástunda ekki ákveðna hjarðhegðun þar að lútandi.
Sökum þess finnst mér þetta púkaflokkunnaræði, alveg út úr kú og eitthvað frumlegra mætti alveg finnast sem nafngift á hátíðahöld innan dyra, annars staðar en í tjaldútilegu.
kv.Guðrún María.
Flatur skattur minnkar áhuga á " þjóðaríþrótt skattsvika " .
Laugardagur, 30. júlí 2011
Starfssemi sem ekki skilar sköttum, tekur ekki þátt í þjóðfélaginu og uppbyggingu hvers konar og álíka því að skjóta sig í fótinn í raun.
Verkefni stjórnmálamanna á hverjum tíma er að hafa það hugfast að skattkerfið þarf að vera einfalt og skilvirkt ásamt því hinu stóra atriði að réttlæti sé þar meðferðis, varðandi mögulegt hlutfall manna til þess að greiða að samræmi við innkomu í formi launa.
Hafandi lagst ofan í það að skoða skattkerfið fyrir margt löngu var ég komin á þá skoðun að flatur skattur með sömu prósentu fyrir alla væri skilvirkari aðferð til að innheimta opinber gjöld í raun,
kv.Guðrún María.
Svört starfsemi í blóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðhátíð Vestmannaeyja.
Laugardagur, 30. júlí 2011
Hefði Eyjamönnum órað fyrir því á sínum tíma, að þeirra hátíð ætti eftir að verða ein vinsælasta uppákoma Verslunnarmannahelgarinnar ?
Hátíðin er vissulega einstök eins og lífsgleði Eyjamanna gegnum kynslóðirnar.
Brennan á Fjósakletti, og flugeldasýniningin eru meiriháttar umgjörð en hin magnaða tilfinning að sitja í brekkunni og syngja með mörg þúsund manns í kring um sig er eitthvað sem, er og verður einstök upplífun.
Gleðilega þjóðhátíð.
kv.Guðrún María.
Heilmikil stemning í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kökubasar skal áfram á Íslandi.
Föstudagur, 29. júlí 2011
Nú má ekki halda kökubasara samkvæmt skilgreiningu reglugerða sem einhver íslensk stofnun hins opinbera hefur ákveðið að túlka á þann veg.
Að vissu leyti finnst mér þetta álíka því og þegar Vegagerðinni var gert að mála allar útafakstursreinar frá þjóðvegi 1. á sínum tíma með hvítri málningu og var innt af hendi næstum samtímis, meðan enn vantaði það atriði að fækka einbreiðum brúm á landinu.
Vottunarferli gæða er fínt, og sjálfsagt, en almenn mannleg skynsemi segir okkur það að kökur sem bakaðar eru inni á heimilum landsmanna, hljóti eins að geta verið hægt að selja af og til í góðgerðarstarfssemi til fjáröflunar, án þess að nokkrum sé hætta búin af sliku.
Það er ljóst að konur munu fyrr en síðar mæta með kökukeflið til mótmæla þessari annars afar heimskulegu ráðstöfun i framkvæmd mála.
kv.Guðrún María.
Munu makrílveiðarnar stöðva Evrópusambandsferlið ?
Föstudagur, 29. júlí 2011
Það skyldi þó aldrei vera að ein fiskitegund í Norður Atlantshafi verði til þess að stöðva ferli aðildarumsóknar að Evrópusambandinu.
Hér er vissulega á ferðinni barátta um hagsmuni innan lögsögu viðkomandi ríkja, þar sem umbreyting hefur orðið til varðandi tilvist þessa fiskistofns hér við land.
Ég sá ekki betur en að okkur Íslendingum hafi verið hótað viðræðuslitum aðildarviðræðna um inngöngu í Evrópusambandið ef við látum ekki af því að veiða makríl, en fróðlegt verður því að fylgjast með því hvert framhald verður í því hinu sama máli.
kv.Guðrún María.
Aukin makrílveiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stenst þetta jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar ?
Föstudagur, 29. júlí 2011
Það skal tekið fram að ég er ekki íbúi á Álftanesi, en ég velti því hins vegar fyrir mér, hvort þessi viðbótarálagning á íbúa standist jafnræðisreglu núverandi stjórnarskrár.
Hafa sveitarstjórnir heimild í lögum til þess að leggja viðbótarálögur á íbúa í þessu sambandi og hvar er þær hinar sömu að finna ?
kv.Guðrún María.
Gert að greiða tugi þúsunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tillögur að stjórnarskrá, drukkna í verslunarmannahelginni.
Fimmtudagur, 28. júlí 2011
Vonandi er að sá samhljómur sem formaður ráðsins ræðir um sé ekki moðsuða sem hægt er að túlka út og suður, með orðanna hljóðan, því eftir slíku verður ekki hægt að setja lög á Alþingi.
Kemur í ljós, en tíminn til þess að setja fram slíkar tillögur rétt fyrir Verslunarmannahelgi, held ég að seint muni teljast góður tími til umræðu.
Það verður fróðlegt að fylgjast með máli þessu í framhaldinu í meðförum Alþingis er það kemur saman.
kv.Guðrún María.
Ánægð með samhljóm í ráðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skattalækkanir hefðu örvað hagvöxt á tímum samdráttar.
Fimmtudagur, 28. júlí 2011
Til þess að koma einu stykki hagkerfi í gang, átti að lækka skatta en ekki hækka, á tímum samdráttar, það var vitað mál.
Sú leið var ekki valin og boginn þaninn til fulls í formi alls konar gjaldahækkana sem aftur verður til þess að allt of miklar upphæðir skila sér illa eða ekki, og staðnað hagkerfi er til staðar að vissu leyti.
Ofsköttun veldur því að stoppa þarf í götin hér og þar sífellt ár eftir ár, allra handa, þar sem sértækar aðgerðir eru settar á fót til að koma til móts við þennan hóp eða hinn, sitt á hvað.
Það verður fróðlegt að sjá hversu mörg prósent umsvif hins opinbera eru eftir tíð þessarar ríkisstjórnar þegar upp er staðið.
kv.Guðrún María.
Hærri skattar skila sér lítið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |