Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Glæsilegt Steingrímur, nú geta landsmenn bara lagt bílunum.

Ráðherrann sagði að efla ætti almenningssamgöngur og væntanlega lítur þá dagsins ljós verkefni um lestarsamgöngur eins og tíðkast hjá frændum okkar á Norðurlöndunum, svo ekki sé minnst á það atriði að ríkið niðurgreiði rútuferðir og strætó innanbæjar.

Því miður er raunin sú að hvatinn að því að nota þær takmörkuðu almenningssamgöngur sem fyrir hendi eru, allt of lítill, nema til komi hugsjónabarátta þess efnis að menga minna og geta hjólað á reiðhjóli milli staða.

Í ljósi þess skyldi íhuga eldsneytisverð og álögur þær sem ríkið leggur á nú um stundir.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Álögur á eldsneyti lækka ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað veldur, svona atvikum, óvarkárni með sprengiefni , eða hvað ?

Get ekki betur séð en það hafi verið mikil mildi að enginn slasaðist þarna.

Hvað veldur því að slíkt gerist ?

Er þar um að ræða vanmat á virkni sprengiefnis og þá hvers vegna ?

Ég gleymi því ekki þegar framkvæmdir stóðu yfir við breikkun Reykjanesbrautar, fyrir nokkrum árum, hér við hliðina á mér og sprengingar þær sem þar fóru fram hristu hús hér umfram jarðskjálfta svo sprungur sátu eftir í veggjum.

Mér þætti fróðlegt að vita hvaða kunnáttu framkvæmdaaðilar þurfa að leggja fram varðandi verktöku við notkun sprengiefnis ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ósafl bætir Bolvíkingum tjónið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matvöruverslanir EIGA að verðmerkja álegg og aðrar kjötvörur.

Nú fyrir skömmu var það bannað af Samkeppnisyfirvöldum mér best vitanlega að forverðmerkja matvöru, þ.e. að framleiðendur verðmerktu fyrir verslanir.

Og hvað þá, eigum við neytendur að horfa á vörur í verslunum án verðs á vörunni ?

Nei allsendis ekki, það er nefnilega verslanna að verðmerkja vöruna, þar sem hugsanlega mismunandi álagning millum verslana sem aftur skapar samkeppni er mér best vitanlega markmiðið með þessu banni.

Neytendur eiga ekki að þurfa að ganga um með vörur sem eru óverðmerktar til þess að skanna inn verð á viðkomandi vöru, vegna þess að það er verslanna að verðmerkja vöruna.

Vonandi þarf ekki kvartana og kæruferli til opinberra stofnanna til þess að færa mál þessi eins og þau eiga að vera.

kv.Guðrún María.


Víðtæk endurskoðun á skattkerfinu í gangi, afar fróðlegt.

Væntanlega mun þessi ríkisstjórn reka sig á það annars einfalda atriði að ekki gengur að hækka skatta í atvinnuleysi og kreppuástandi.

Þessi ríkisstjórn hefur slegið öll fyrir met í því efni að hækka gjaldtöku hins opinbera á nær öllum sviðum og nærtækt dæmi er afrit af skattskýrslunni, sem kostaði um þrjú hundruð gullkrónur áður en þessi stjórn tók við en kostar nú um eitt þúsund gullkrónur.

Hingað til hafa menn ekki látið sér detta í hug að hækka gjöld sem slík með þessu móti í einu lagi, þar sem hækkunin er langt yfir helming fyrri gjaldtöku.

Ýmis gjöld hins opinbera hafa hækkað í einu lagi umfram helming fyrri gjaldtöku sem er út úr kú.

kv.Guðrún María.


mbl.is Matarskattur til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OECD, skortir greinilega upplýsingar um fiskveiðar á Íslandi.

Því miður hefur núverandi aflamarkskerfi sjávarútvegs ekki skilað aukinni veiði, heldur þvert á móti minni veiddum afla að landi en nokkurn tímann áður.

Þannig er það og afar lélegt til þess að vita að OECD skuli ekki hafa nauðsynlegar upplýsingar um alla þá þætti sem ættu að gera það að verkum að hægt sé að tala um árangur í þessu sambandi.

Er OECD, kunnugt um það að fjármálastofnanir hófu veðtöku í óveiddum fiski úr sjó og stór hluti þess eru nú skuldasúpa í fjármálastofnunum ?

Það efa ég.

Mér best vitanlega hefur OECD ekki komið sérstaklega hingað til lands varðandi úttekt á kerfi sjávarútvegs sérstaklega.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja óbreytt kvótakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var ekki hægt að ræða þetta á kirkjuþinginu ?

Get ekki betur séð en hinn og þessi prestur, slái sig nú til riddara með ádeilu á kirkjuna svona eins og til þess að þvo hendur sínar eins bjánalegt og það nú er.

Hvað á þetta að ganga lengi ?

Geta sóknarbörn kirkjunnar ekki átt von til þess að samstarf ríki millum þjóna kirkjunnar, einkum og sér í lagi eftir að dregin hafa verið fram mál sem aflaga hafa farið og sérstakt kirkjuþing sett til þess að ræða þau hin sömu mál ?

Spyr sú sem ekki veit.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gömul leiktjöld dregin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármunum verði forgangsraðað í þágu grunnmenntunnar.

Sjaldan hefur það verið mikilvægara að standa vörð um umhverfi barna, en nú á tímum þrenginga og áhersla á það atriði að standa vörð um gæði skólastarfs, mun skila sér til framtíðar.

Þar þarf nægilegan mannafla að störfum með eðlilegt álag starfa sem þessara þar sem verðmat launa á gildi starfanna skyldi sýna viðhorf eins þjóðfélags gagnvart börnunum sem erfa landið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Halda fast við kröfur sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraun ríkisstjórnarinnar til þess að breyta kvótakerfi, ferð án markmiðs ?

Illa undirbúin mál hafa verið Akkilesarhæll þessarar stjórnar frá því hún tók við stjórnartaumum, og nú er svo komið að viðskiptaráðherra talar bara um það að búa til " nýtt frumvarp " eftir " hagfræðiúttekt " um meintar breytingar fyrir dyrum...þrátt fyrir upplýsingu formanns sjávarútvegsnefndar að hér sé um að ræða málamiðlun í kjölfar sáttanefndar osfrv...

Ef menn vita ekki hvert þeir ætla, þá ættu þeir að halda sig heima í stað þess að leggja af stað, í þessu máli sem öðrum.

Sé það hins vegar eitthvað eitt mál sem kosta mun mikinn hamagang að breyta þá er það kvótakerfi sjávarútvegs þar sem samsafn hagsmunaaðila er að finna á annari hverri þúfu, og eins gott að vera með fyrirfram ákveðna stefnu í málinu, sem menn hafa orðið sammála um og fylgja henni eftir.

Það er öðru nær að sú sé raunin.

kv.Guðrún María.


Að minnsta kosti ein slík úttekt er til nú þegar.

Það er óþarfi að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur með tilheyrand kostnaði, en mér best vitanlega er hægt að leita upp í Háskóla að mig minnir félagsvísindadeild varðandi úttekt á búsetuþróun varðandi kvótakerfi sjávarútvegs.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill úttekt á áhrifum núverandi kvótakerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Datt Þorskinum si svona í hug að breyta mataræðinu ?

Ég hélt að rætt væri um fæðuval fiska en ekki mataræði, en einu sinni er allt fyrst, hins vegar er það með ólíkindum að sjá fréttir um minna fæðuval án þess að svo mikið sem tilgátur eða skýringar fylgi með um orsakir þess hins sama.

Var kanski veitt of mikið af Loðnu ?

Hvað skyldi hafa gerst með Sandsílið, getur verið að það vanti enn rannsóknir hjá Hafrannsóknarstofnun á gerð veiðarfæra og áhrifum þeirra, allan tíma kvótakerfis í sjávarútvegi ?

Hvað vita menn um lífríki sjávar kring um landið ?

Hvernig er umgengnin ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Þorskurinn hefur minna að éta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband