Hvað veldur, svona atvikum, óvarkárni með sprengiefni , eða hvað ?

Get ekki betur séð en það hafi verið mikil mildi að enginn slasaðist þarna.

Hvað veldur því að slíkt gerist ?

Er þar um að ræða vanmat á virkni sprengiefnis og þá hvers vegna ?

Ég gleymi því ekki þegar framkvæmdir stóðu yfir við breikkun Reykjanesbrautar, fyrir nokkrum árum, hér við hliðina á mér og sprengingar þær sem þar fóru fram hristu hús hér umfram jarðskjálfta svo sprungur sátu eftir í veggjum.

Mér þætti fróðlegt að vita hvaða kunnáttu framkvæmdaaðilar þurfa að leggja fram varðandi verktöku við notkun sprengiefnis ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Ósafl bætir Bolvíkingum tjónið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er allt í lagi, því enginn meiddist.  Og svo finnur bæjarstjórnin fyrir svo miklum og góðum vilja til að bæta sig.  Þegar viljinn er fyrir hendi, þá er bara allt hægt.  Þeir bara reddessu, núna kunna þeir líka miklu betur á sprengiefni og bombur og þannig dót.

jonsi (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 01:53

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll.

Vilji til umbóta er af hinu góða, en mér finnst of mikið um klaufaskap í þessu sambandi undanfarin ár.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.6.2011 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband