Láglaunataxtar verkalýðsfélaganna eru viðmið bóta almannatrygginga.

Getur það verið að byrjunarlaun einstaklings á vinnumarkaði fyrir skatta séu
krónur 132.000.- á mánuði fyrir skatta ?

Svarið er já, ég var að skoða það fyrir skömmu hjá tveimur verkalýðsfélögum, að fullvinnandi einstaklingi á vinnumarkaði er boðið að hefja störf í fullri vinnu fyrir þessa upphæð, og raunin er sú að ásókn fyrirtækja þess efnis að hafa ungmenni við störf sem taka þessa byrjunartaxta er mikil.

Raunin er sú að meðan aðilar vinnumarkaðar geta ekki samið um lágmarkslaun sem nægja til lágmarksframfærslu, þá eru viðmið bótakerfis úr samhengi.

Hins vegar er staðan orðin sú í voru samfélagi að hluti vinnandi fólks sem hefur laun ofar lágmarkslaunum, kann að búa við meiri tekjuskerðingu en bótaþegar þar sem viðkomandi njóta ekki niðurgreiðslu í heilbrigðisþjónustu að nokkru leyti, og sitja þar með í sömu fátæktargildrunni, munurinn er hins vegar sá að hinn vinnandi maður getur yfirleitt bætt við sig vinnu en öryrkjar ekki.

Í mörg herrans ár hefur fjarlægð manna frá raunveruleikanum í þessu efni verið alger, og frysting skattleysismarka á sínum tíma með vitund verkalýðshreyfingar sem hvorki æmti né skræmti er og verður skandall.

kv.Guðrún María.


mbl.is Heldur fólki föstu í viðjum fátæktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband