Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Við Íslendingar þurfum að " sníða stakk eftir vexti ".

Hið efnahagslega hrun sem til varð og gengur nú yfir veröld vora er áskapað af manninum sjálfum sem gat farið sér hægar í háleitum draumum um vöxt peninga á trjánum.

Gegnum árin hefi ég oft rætt og ritað um það atriði að við þurfum að vera þess umkomin að laga kerfi okkar að framtíðinni, s.s. landbúnað og sjávarútveg en einnig skipulag svæða með það að markmiði að hver stjórnsýslueining hins opinbera stuðli að sjálfbærni eininga innan samfélags.

Árið 1998, lagði ég það til við þáverandi sjávarútvegsráðherra í bréfi til hans að kvótakerfi sjávarútvegs væri skipt í tvennt, þar sem mismunandi forsendur giltu, annars vegar þáverandi kerfi er var til staðar og hins vegar umhverfisvænar veiðar með vottun þar að lútandi og aukinni verðmætasköpun.
Mat á vægi aðferðafræðinnar millum mismunandi aðferða yrði síðan metið reglulega með tilliti til arðsemi, þar sem auka mætti vægi á hvorn veg sem væri.

Nákvæmlega sams konar skipulag vildi ég séð hafa varðandi landbúnað í landinu þ.e að kerfinu væri skipt til helminga í annars vegar hefðbundið kerfi og hins vegar kerfi undir formerkjum umhverfismarkmiða lífrænnar framleiðslu afurða, þar með talið nýtingu ræktaðs lands.

Í stuttu máli fleiri og smærri einingar til helminga við stærri og færri einingar með endurmati á arðsemi aðferðanna reglulega.

Ég reifaði einnig hugmyndir um það á sínum tíma, að sveitarfélög stuðluðu að því að íbúar stunduðu vinnu innan sveitarfélagsins með skattaívilnunum með það að markmiði að spara orku og fjármuni til samgönguframkvæmda, ásamt því að efla samfélagseininguna sem slíka.

Nú í dag er orkukostnaður með þvi móti að slíkt er frekar skynsamlegt.

Til þess að breyta þarf bein í nefið af hálfu stjórnmálamanna og það kemur í ljós hver mun breyta einhverju, hvar og hvenær, en það atriði að sníða stakk eftir vexti á hverjum tíma eru gömul og ný sannindi.

Fortíðin getur sagt okkur nóg um framtíðina og sú hin sama reynsla er í raun nægilegt veganesti.

kv.Guðrún María.


Ætlar ASÍ nú að standa í vegi fyrir samningum, með sjónleikjapólítik fyrir ríkisstjórnina ?

Það er með ólikindum að horfa á þetta sjónleikjaspil sem samningar á vinnumarkaði eru og nú þegar SA, hefur lýst sig tilbúið til þess að gera þriggja ára samning, þá vill ASÍ eins árs samning.... ætlar í verkfall.... að virðist bara til að fara í verkfall, og láta " sverfa til stáls ".

Hástemmdar yfirlýsingar sem ekki hafa sést lengi frá þessum regnhlífasamtökum, dúkka allt í einu upp á borð og mér dettur helst í hug að 1.maí ræðuhöld framundan, kunni að eiga þátt í þar að lútandi, þess efnis, að mælirinn sé allt í einu fullur og nú skuli láta sverfa til stáls, svo ekki sé minnst á það að með verkföllum hafi fólk sótt sinn rétt í hundrað ár.

Sé það svo að SA, sé tilbúið til samninga nú sem slitið var um daginn, þá ber ASÍ að ganga til þeirrar hinnar sömu vinnu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Beita þarf verkfallsvopninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð þessa framtaks má finna í ákvörðunum um verkið.

Raunin er sú að Bæjarstjórn Vestmannaeyja er ekkert alsaklaus af framgöngu verkefnisins Landeyjahöfn, þar sem sú hin sama gat gert mun frekari athugasemdir við framkvæmd þessa í ljósi allra þeirra ábendinga sem komu fram um hugsanlega annmarka framkvæmdarinnar, það var ekki gert enda sat þá Sjálfstæðisflokkurinn i ríkisstjórn með Samfylkingunni sem átti þá ráðherra samgöngumála sem kom verkinu á koppinn gegnum þingið og bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti en þar er Sjálfstæðisflokkur í meirihluta.

Sé það svo að þeir hinir sömu annmarkar hafi verið upp bornir við framkvæmdaaðila þ.e. Siglingastofnun og þeir blásnir út af borðinu þá er það fyrst og fremst sú hin sama stofnun sem ber ábyrgð á annmörkum þeim sem til staðar eru og vissulega er það samgönguráðuneyti sem hefur með það að gera.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ábyrgðin samgönguyfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð spurning, var að lesa 1.maí ávarp míns stéttarfélags í Fjarðarpóstinum.

Góðar vangaveltur hjá Pétri Blöndal sem er einn af allt of fáum alþingismönnum sem þorað hafa að anda á skipulag verkalýðshreyfingar í landinu.

Verkalýðsfélögin í Hafnarfirði birtu 1.maí ávarp sitt í Fjarðarpóstinum sem kom út í dag, en félögin eru STH, Hlíf og Sjómannafélag Hafnarfjarðar.

Það er meðal annars gert að umtalsefni kosning um Icesavelögin og rætt um það að niðurstaðan skapi enn frekari óvissu og þjóðin hafi dæmt sig inní þessar aðstæður, þar sem framtíðarsýn sé óskýrari en áður. Ekki sé gott að stíga næstu skref því við vitum ekkert hver við erum að stefna.........

Jafnframt er rætt um að næstu misseri verði okkur enn erfiðari en óvissa um niðurskurð.........

Rétt einu sinni enn falla menn í hinn pólítiska pytt í þessum samtökum svo með hreinum ólíkindum má telja.

kv.Guðrún María.


mbl.is Spyr hvort SA og ASÍ ætli í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Holtaskóli.

Óska ungmennum í Holtaskóla til hamingju með sigurinn, þessi keppni er stórskemmtileg og alveg frábært að sjá ungt fólk af öllu landinu, spreyta sig í keppni sem þessari.

kv.Guðrún María.


mbl.is Holtaskóli sigraði í Skólahreysti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftengja þarf samtök aðila á vinnumarkaði við pólítik á báða bóga.

Ég fagna því að sjá nýjan formann VR, með skoðun sem hljómar við hagsmuni launþega í landinu, varðandi það atriði að hvorki siðferðislega né lagalega sé mönnum stætt á því að blanda öðru en samningum um kaup og kjör inn í kjaraviðræður.

Hvorki SA, né ASÍ, skyldu nokkurn tíma nota samtök sín í pólítiskum tilgangi, hvers eðlis sem er.

Raunin er sú að ef hér hefðu verið alvöru verkalýðsleiðtogar væri fyrir löngu síðan búið að sækja kaupmáttaraukningu með því einfaldlega að segja um samningum er samningsforsendur brustu, þess í stað hefur ASÍ nær þagað þunnu hljóði frá hruni að virðist til að gefa sitjandi ráðamönnum vinnufrið.

Vinnuveitendur áttu aldrei og eiga ekkert erindi inn í lífeyrissjóði landsmanna, og það samkrull sem samtök launamanna og vinnuveitanda hafa staðið í er hámark heimskulegra athafna í þessu sambandi, ekki hvað síst fundahöld með stjórnvöldum allra handa.

Mál er að linni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Friðarsáttmáli við atvinnurekendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður utanríkismálanefndar, gjöri svo vel að skýra frá málinu.

Það sem haft er eftir formanni utanríkismálanefndar Árna Þór Sigurðssyni, er ekkert annað hið venjulega leyndarpukur sem sitjandi stjórnvöld virðast ætla að reyna að hjúpa mál þetta inn í, á sama tíma og kallað er eftir upplýstri umræðu um málið.

Raunin er sú að slíkt gengur ekki lengur, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Það veldur hver á heldur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ákveðið að hætta við að álykta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðlögun að Evrópusambandinu, ekki aðildarviðræður ?

Þá vitum við það að sameining ráðuneyta er vegna aðlögunar að Evrópusambandinu, sem er í raun stórfrétt, því hingað til hefur verið talið að hér væri um aðildarviðræður að ræða, en ekki aðlögun.

Núverandi stjórnarflokkar hafa EKKI fengið umboð til aðlögunar að þessu ríkjabandalagi af hálfu Alþingis, heldur aðildarviðræðna.

Ég tel að almenningur hér á landi þurfi að fá skýringar frá sitjandi stjórnvöldum um stöðu þessa máls, fyrr en síðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Drög að ályktun harðlega gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðhækkanir á mat eru ALLTAF tilkomnar áður en blekið er þornað á samningum um kaup og kjör.

Þótt ég sé rétt rúmlega fimmtug að árum, hefi ég starfað á vinnumarkaði nú þrjátíu og sex ár, og allan þann tíma hefur það verið viðtekin venja hér á landi að verðlag á matvörum hefur hækkað áður en nokkrar einustu launahækkanir eru tilkomnar til handa launþegum.

Því miður.

Síðasta áratug hefi ég tilheyrt félagi opinberra starfsmanna sem oftar en ekki hafa verið síðastir í samningagerð á vinnumarkaði og eins og áður sagði er yfirleitt búið að taka þær lúsarlaunahækkanir sem samið hefur verið um áður blekið er þornað á samningum þeim hinum sömu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ísland eins og það var 1995
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamál sitjandi ríkisstjórnar er að skapa skilyrði fyrir atvinnulífið.

Ég get að mörgu leyti verið sammála þessum vangaveltum Vilhjálms en það er hins vegar ekki hans sem formanns Samtaka atvinnulífsins að vera boðberi þess um hvort og þá hvar eða hvernig núverandi stefna stjórnvalda kemur til með að hafa áhrif að því undanskildu að bera það fram í formi samningagerðar samtakanna.

Því miður hefur farvegur þess samkrulls stjórnvalda annars vegar og verkalýðshreyfingar og vinnuveitanda hins vegar, lítið annað leitt af sér en afskipti viðkomandi aðila af stjórnun landsins sem er ekki þeirra verkefni heldur samningagerð um kaup og kjör.

Vonandi er þess að vænta að allir hlutaðeigandi, læri agnar ögn af þessari aríu sem verið hefur um þetta form samráðs allra handa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hætta á vaxandi fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband