Ábyrgð þessa framtaks má finna í ákvörðunum um verkið.

Raunin er sú að Bæjarstjórn Vestmannaeyja er ekkert alsaklaus af framgöngu verkefnisins Landeyjahöfn, þar sem sú hin sama gat gert mun frekari athugasemdir við framkvæmd þessa í ljósi allra þeirra ábendinga sem komu fram um hugsanlega annmarka framkvæmdarinnar, það var ekki gert enda sat þá Sjálfstæðisflokkurinn i ríkisstjórn með Samfylkingunni sem átti þá ráðherra samgöngumála sem kom verkinu á koppinn gegnum þingið og bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti en þar er Sjálfstæðisflokkur í meirihluta.

Sé það svo að þeir hinir sömu annmarkar hafi verið upp bornir við framkvæmdaaðila þ.e. Siglingastofnun og þeir blásnir út af borðinu þá er það fyrst og fremst sú hin sama stofnun sem ber ábyrgð á annmörkum þeim sem til staðar eru og vissulega er það samgönguráðuneyti sem hefur með það að gera.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ábyrgðin samgönguyfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband