Hvar er kynning stjórnvalda á Icesavemálinu ???

Hvað eiga margir að vera búnir að greiða atkvæði áður en stjórnvöld dröslast til þess að koma á framfæri kynningarefni um mál í ferli þjóðaratkvæðagreiðslu ?

Set hér inn úrdrátt úr fylgiskjali V, umsögn Fjármálskrifstofu um málið til þingsins.

" Stærstu áhættuþættir fyrir ríkissjóð vegna samkomulagsins eru annars vegar hversu mikið TIF mun fá úthlutað upp í sínar kröfur úr búi Landsbanka Íslands hf. og hins vegar gengisáhætta. Við áætlun á líklegri skuldbindingu hefur samninganefndin byggt á upplýsingum skilanefndar Landsbankans. Jafnframt er byggt á vinnugögnum frá Landsbanka Íslands um fjárhæð þeirra krafna sem framseldar verða á grundvelli endurgreiðslusamninganna. Þá hefur verið lagt varfærið mat á nettótekjur vegna eigna Landsbanka Íslands til 2016. Eins og áður hefur verið nefnt er gert ráð fyrir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna samninganna verði 47 milljarðar króna og að engar eftirstöðvar falli á ríkissjóð árið 2016. Þessi niðurstaða byggist á mati og gæti útkoman orðið betri eða verri eftir því hvernig helstu forsendur þróast. Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu gæti skuldbinding ríkissjóðs sveiflast frá því að lækka í allt að 12 milljarða króna og í að hækka í allt að 113 milljarða króna þegar reiknað er með mismunandi forsendum um endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans.
Veiking krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum mundi hafa þau áhrif að skuldbindingar ríkissjóðs hækka í krónum talið. Það stafar annars vegar af því að hluti endurheimta úr búi Landsbankans er í íslenskum krónum og hins vegar af því að vaxtagreiðslur eiga sér stað yfir nokkurra ára tímabil í evrum og pundum. Veiking krónunnar hefur því þau áhrif að endurheimtur duga skemur í afborganir og vaxtagreiðslur þar eð þær verða hærri í krónum talið."

Vonandi til fróðleiks fyrir einhvern.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is 535 hafa kosið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband