Takk fyrir Jón Steinar Gunnlaugsson.

Nú hefur Hæstaréttardómari tjáð sig um málefni réttarins, hvað varðar álag og í framhaldi hlýtur Alþingi og ráðherra að rýna í þau hin sömu atriði og þar komu fram í máli hans.

Jón Steinar er hér að rjúfa hefð þess eðlis að dómari í Hæstarétti ræði við almenning og það ber að þakka en slík umræða er eðli máls samkvæmt verulega vandmeðfarin.

Áður en Jón Steinar var skipaður dómari ræddi hann hin ýmsu samfélagmál meðal annars bótasjóði tryggingafélagana sem aldrei fengust upplýsingar um hve mikið innihéldu í tölum talið.

Nú í dag höfum við fengið ýmsar upplýsingar um hvað varð af þeim og hve rík ástæða var til þess að spyrja spurninga í því efni.

Varðandi millidómsstigið þá hefi ég áhyggjur af því að það muni ekki létta nægilegu álagi af Hæstarrétti þar sem flokkun á milli meginmála og annarra kunni að verða enn einn torfær frumskógur.

Hvernig væri að setja undirdómstól undir Héraðsdómstólana, ss.fíkniefnadómstól, svo eitt dæmi sé tekið.

Myndi það ekki fækka málafjölda að einhverju leyti ?

Breytinga er þörf, það er ljóst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fjölgun dómara eykur ringulreiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Góð færsla hjá þér - takk fyrir hana -

Ég er enginn aðdándi Jóns en það sem hann leggur fram er af hinu góða end maðurinn vel að sér í lögum og núna líka í starfi Hæstaréttar - báðu megin við borðið.

Mér líst vel á hugmynd þína um sérstakann fíkniefnadómstól - hvað sem hann yrði kallaður - hann myndi fjalla um og endanlega afgreiða fíkniefnamál - innbrotskærur - árásir á lögreglu og annað slíkt.

Annar dómstóll gæti fjallað um nauðganir - barnaníðinga - heimilisofbeldi o.fl.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.2.2011 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband