Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
Um áhrif eldgosa.
Miðvikudagur, 7. desember 2011
Að mínu viti hefði nú ekki þurft að koma til samanburðarrannsókn varðandi það atriði að líkamlegt og andlegt álag íbúa á eldgosasvæðum sé meira en annars staðar, en menn eru að reyna að gera eins vel og þeir geta í þessu efni.
Spurningin er hins vegar sú hvaða ráðstafanir eru og verða til staðar í framhaldinu þar sem viðvarandi vandamál vegna öskufoks er nú til staðar á stóru svæði á Suðurlandi.
Nú nýlega hafa íbúar í Fljótshverfi í Skaftafellssýslu kallað eftir því að svifryksmælingar séu til staðar þar, en jafnframt er öskuframburður í ám sama vandamál og undir Eyjafjöllum.
Það mun því kosta fjármuni að verja lönd bænda á svæðinu í kjölfar þessara náttúruhamfara.
Uppgræðsla og sáning er heftir öskufok á heiðum skiptir miklu máli en þar er eins mikilvægt að unnið sé að málum með þeim fjármunum sem finnast til þess arna.
kv.Guðrún María.
![]() |
Slæm áhrif eldgoss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætlar verkalýðshreyfingin að standa í lappirnar ?
Miðvikudagur, 7. desember 2011
Sannarlega væri það tilbreyting að verkalýðshreyfingin láti það ekki yfir sína félagsmenn ganga að svikið sé samkomulag sem gert hefur verið.
Sporin hræða hins vegar í þessu efni og kanski er það þess vegna sem stjórnvöld leyfa sér að ganga á bak orða sinna.
Vonandi er að verkalýðshreyfingin standi í lappirnar núna og segi upp samningum á vinnumarkaði í kjölfarið.
kv.Guðrún María.
![]() |
Kjarabótunum fórnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Greinilega búið að taka ákvörðun um að færa efnahagsráðuneyti undir fjármálaráðherra.
Þriðjudagur, 6. desember 2011
Svar fjármálaráðherra við þessari fyrirspurn ber það með sér að " svona skuli þetta vera " með öðrum orðum á dagskrá stjórnarinnar.
En auðvitað er ekki hægt að svara því beint.
kv.Guðrún María.
![]() |
Yfirstjórn efnahagsmála á einum stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er hann ekki búin að vera of lengi í pólítik og stjórnsýslu ?
Þriðjudagur, 6. desember 2011
Alltaf batnar það, nú ætlar Jón Baldvin að fara að útskýra rannsóknarskýrsluna, hafandi verið erindreki stjórnvalda á því tímabili sem skýrslan tekur til, ásamt þáttöku í pólítik síðan ég fór að fylgjast með pólítik.
Hvað næst ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Námskeið um Rannsóknarskýrsluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Helgar tilgangurinn meðalið ?
Mánudagur, 5. desember 2011
Mál þetta er sannarlega dæmi um það hvernig annars vegar ákveðnir aðilar viðhafa sína baráttu í þessu tilviki varðandi trúleysi, og hins vegar stjórnsýslu sem er ekki þess umkomin að taka á málum að virðist.
Þegar virðingu skortir og ein fjöður verður að sjö hænum, er vandséð hvernig tilgangurinn helgar meðalið.
kv.Guðrún María.
![]() |
Heilagt stríð Vantrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í Guðanna bænum slítið þessu stjórnarsamstarfi.
Mánudagur, 5. desember 2011
Þegar einn ráðherra hefur tekið ákvörðun um eitthvað, stendur þá ríkisstjórnin öll bak við þá hina sömu ákvörðun ?
Nei ekki ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Sakar Ögmund um dylgjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenskir fjölmiðlar eru algerir snillingar í að kynna almenningi fjárlög hvers árs !
Sunnudagur, 4. desember 2011
Umræða um fjárlög er oftast af skornum skammti í fjölmiðlum og þessi fyrirsögn mín því " öfugmæli ".
Raunin er sú að umræða kemur yfirleitt til sögu frá þeim aðilum sem niðurskurður beinist að, þá og þegar slíkt hefur komið fram.
Margir þingmenn reyna sitt besta í að kynna fyrirhugaðan niðurskurð og það skal þakka, hins vegar skortir mjög umræðu um forgangsröðun í hinum ýmsu málaflokkum, en umræða um forgangsröðun kemur ekki til nema hugmyndir um niðurskurð séu kynntar almenningi.
Einkum og sér í lagi á þetta við er varðar málefni heilbrigðisþjónustu í landinu.
kv.Guðrún María.
![]() |
Fjárlög afgreidd á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvaðan hafði Gylfi heimild til þessarra launahækkanna ?
Laugardagur, 3. desember 2011
Vissi núverandi ríkisstjórn ekkert um það að degi áður en Gylfi Magnússon lætur af embætti ráðherra, hafi hann hækkað laun stjórnarmanna í Fjármálaeftirlitinu um 77% ?
Hver var forsenda fyrir þessarri ákvarðanatöku, og hvar er hana að finna ?
Var ekki nóg að stjórnarmenn hefðu eina milljón á mánuði í laun vegna stjórnarsetu þar á bæ ?
Er það eitthvað skrítið að hækka þurfi í sifellu álögur á landsmenn og skera niður allra handa þjónustu þegar ákvarðanir sem slikar rekur á fjörur ?
kv.Guðrún María.
![]() |
Gylfi hækkaði launin en ekki Árni Páll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um daginn og veginn.
Föstudagur, 2. desember 2011
Það er skammt stórra högga á milli í veðurfarinu hjá okkur, búið að vera óvenjuhlýir haustmánuðir, en síðan skellur á hörkuvetur allt í einu.
Snjórinn gefur okkur hins vegar birtu á þessum dimmasta tíma sem er ágætt, en allt er gott í hófi og meðan ekki er allt á kafi þá þarf maður víst ekki að kvarta yfir því hinu sama.
Sjálf reyni ég að njóta þess að gera jólalegt í kring um mig eftir efnum og aðstæðum.
Alla vega er ég ekki með gifs á hendinni núna þetta árið eins og á sama tíma í fyrra, bakið segir mér hins vegar fyrir verkum hvað ég get og hvað ekki hverju sinni og svo má illu venjast að gott þyki segir máltækið og vonandi getur maður haldið sig við það hið sama viðhorf, þar sem annað er ekki í boði.
Það er hins vegar slæmt að komast ekki út að ganga daglega vegna þess að göngustígar eru lítið ruddir og ég get ekki farið langt í snjógöngu upp á kálfa.
Hef hins vegar himinn höndum tekið við að prjóna úr íslensku ullinni sem ég hefi lengi elskað og litið á sem gull frá því ég var ung að árum við að týna ullarlagða um túnin heima undir Fjöllunum.
Ég er svo heppin að eiga ennþá ullarværðarvoð sem ég fékk í fermingargjöf og ég sef með hana næst mér, sem minnkar verki vegna þess hve mikill hitagjafi ullin er.
Sama má segja um það að nota ullartrefil um hálsinn þegar kvef og pestir sækja að, óbrigðult ráð til bóta.
Það skiptir máli að klæða af sér kuldann.
kv.Guðrún María.
Kanski segir Jón sig úr VG, og gengur í Framsóknarflokkinn ?
Fimmtudagur, 1. desember 2011
Þegar svo er komið að formaður eins flokks í þessu tilviki VG, hefur vikið svo mjög frá stefnu flokks síns, sem og treystir sér ekki lengur til þess að styðja samráðherra sinn úr eigin flokki, þá er illa komið.
Það væri fínt útspil fyrir Jón Bjarnason að skipta um flokk meðan hann er enn ráðherra í ríkisstjórn og láta reka sig skriflega fyrir flokkaskiptin en örugglega á hann samleið með okkur Framsóknarmönnum eins og fyrrum félagi hans Ásmundur Einar Daðason.
Slíkt yrði einsdæmi í Íslandssögunni.
kv.Guðrún María.
![]() |
Spurning um traust beinist að VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |