Um áhrif eldgosa.

Að mínu viti hefði nú ekki þurft að koma til samanburðarrannsókn varðandi það atriði að líkamlegt og andlegt álag íbúa á eldgosasvæðum sé meira en annars staðar, en menn eru að reyna að gera eins vel og þeir geta í þessu efni.

Spurningin er hins vegar sú hvaða ráðstafanir eru og verða til staðar í framhaldinu þar sem viðvarandi vandamál vegna öskufoks er nú til staðar á stóru svæði á Suðurlandi.

Nú nýlega hafa íbúar í Fljótshverfi í Skaftafellssýslu kallað eftir því að svifryksmælingar séu til staðar þar, en jafnframt er öskuframburður í ám sama vandamál og undir Eyjafjöllum.

Það mun því kosta fjármuni að verja lönd bænda á svæðinu í kjölfar þessara náttúruhamfara.

Uppgræðsla og sáning er heftir öskufok á heiðum skiptir miklu máli en þar er eins mikilvægt að unnið sé að málum með þeim fjármunum sem finnast til þess arna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Slæm áhrif eldgoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband