Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Rangæingar mótmælið, vanhugsuðum tillögum.

Ég er ansi hrædd um að HSU hafi eitthvað orðið á í tillögum sínum til sparnaðar varðandi lokun heilsugæslu á Hellu, ekki hvað síst þar sem staðsett er fjöldahjálparmiðstöð í Almannavarnaáætlun og einkennilegt er engin heilsugæsla eigi að vera til staðar á staðnum samtímis.

Ein ástæðan sem ég las um og tilgreind var, þess efnis að erfiðlega gengi að manna eina stöðu læknis sem virtist nýtt sem ástæða til þess að loka ætti alfarið.

Það er vægast sagt sérkennileg röksemdafærsla með tilliti til hagsmuna íbúa í huga.

Hvet Rangæinga til þess að standa vörð um sína þjónustu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mótmæla lokun á Hellu harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdatafl vinstri flokkanna.

Það er ótrúlegt sjónarspil að horfa upp á eitt stykki ríkisstjórn reyna að bola einum ráðherra stjórnarinnar út, ráðherra sem ef til vill á hvað mestan samhljóm með meirihluta þjóðarinnar varðandi andstöðu sína við aðild að Evrópusambandinu.

Er þetta lýðræðisleg aðferðafræði svo ekki sé minnst á virðingu í samskiptum manna á meðal ?

Mitt svar er NEI, hér er um að ræða sömu afdala illinda og erjuaðferðafræðina ásamt vælupólítikinni þar sem sjálfur forsætisráðherran kvartar undan ráðherra í eigin ríkisstjórn en er samt verkstjóri.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stefna að því að stokka upp í ríkisstjórn fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband