Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Íslenzk stjórnsýsla og stjórnsýslulögin.

Enn þann dag í dag finnast þess dæmi að aðilar í stjórnsýslu virðist ekki hafa minnstu þekkingu á lögunum um stjórnsýslu varðandi það atriði að vera vanhæfir sem aðilar máls.

Í dag fékk ég svarbréf í ábyrgðarpósti í kjölfar stjórnsýslukæru, af minni hálfu til handa einni stofnun hins opinbera þar sem kæra þessi fór fyrir fjölskipað ráð eða nefnd, en hver skyldi hafa undirritað niðurstöðu þess efnis að viðkomandi stofnun hefði ekkert gert rangt.

Jú forstöðumaður stofnunnar þeirrar er kvörtun þessi beindist að en sá hinn sami situr einnig í hinu sama ráði, er fjallaði um mál þetta.

Alveg hreint stórglæsileg stjórnsýsla og manni dettur í hug að hér sé um Gírkassahrepp að ræða, þar sem búa tíu íbúar sem hoppa sitt á hvað í hin ýmsu hlutverk.

kv.Guðrún María.


Hingað og ekki lengra.

Það eru takmörk fyrir því hve illa framkvæmd laga í landinu virkar.

Þau hin sömu takmörk kunna að verða til þess að hið opinbera megi þurfa að inna af hendi skil á því hvers vegna og hvar misvitrar stjórnvaldsákvarðanir eru teknar sem og á hvaða stigi þær hinar sömu ákvarðanir vega að mannréttindum einstaklinga í landinu.

Bæði stjórnsýslustig ríkis og sveitarfélaga skyldu starfa sem ein heild en um það er ekki að ræða þvi miður, og þegar svo er komið að ákvarðanir vega að mannréttindum einstaklinga í þessu landi þar sem stjórnvaldsákvarðanir eru ekki í samræmi við lög að nokkru einasta leyti þrátt fyrir faglega til þess hæfa aðila er eiga að heita starfandi að málum, þá er afar illa komið.

Sonur minn, mitt eina barn, var sviptur sjálfræði þann 5.ágúst sl. til meðferðar sem hefjast átti að lokinni þeirri hinni sömu gjörð en gjörðin var forsenda meðferðarinnar.

Ég óskaði eftir skriflegs rökstuðnings fyrir slíku og fékk af hálfu fagaðila. 

Gjörðin sem slík var eðli máls samkvæmt erfið ákvarðanataka fyrir mig sem eina aðstandanda míns barns, en faðir er látinn.

Hófst sú meðferð eftir dómsuppkvaðningu ?

Nei svo var ekki og hann hefur nú beðið í tæpan mánuð til þess arna og ég bíð fundar með þeim aðilum er tóku þessar ákvarðanir um að taka plássið af honum , pláss sem átti að vera til staðar.

Hvað gat kerfið gert til þess að létta honum biðina ?

Það eina sem hægt var að gera að ÉG tæki hann heim í frí, sviptan að sjálfræði , tvo tíma í senn sem átti að vera annan hvern dag að fyrstu hugmyndum hins frábæra faglega kerfis meðferðarúrræða, en ég gerði athugasemd við í ljósi hins faglega að kynni að varpa fyrir róða hinum faglegu þáttum allra handa og niðurstaðan var tveir dagar í viku hverri.

Hann var greindur með sjúkdóm af geðrænum toga 16 ára gamall og hefur ekki komist í mat á örorku eða endurhæfingarlifeyri en hefur fengið greidda einstaklingsframfærslu vegna innsendra læknisvottorða rúm tvö ár.

Nú þegar meðferð er í raun dæmd með þáttöku dómstóla sem forsendu er hann ekki aðeins látinn bíða, heldur tekur annað stjórnvaldsstig ákvörðun um að skerða hans framfærslu um helming þrátt fyrir það að sú er þetta ritar móðir viðkomandi megi þurfa að greiða mismuninn af slíku í raun, ásamt tilkomnum aukakostnaði við að uppfylla vankanta kerfisins um eðlilega framkvæmd meðferðarúrræða.

Þetta heitir hið stórkostlega stuðningskerfi hins opinbera samkvæmt því að fylgja í einu og öllu faglegum ákvörðunum sem þó stinga í stúf við lög í landinu, fram og til baka, á kostnað mannréttinda minna og sonar míns sem eðli máls samkvæmt fara saman og viðkomandi aðilum ætti að vera sýnilegt, en er ekki, þar sem heilbrigðis og félagskerfi tala ekki saman og virðast ekki geta samhæft sína ákvarðanatöku í þágu einstaklinga í þessu landi, hvað mig og son minn varðar.

Mér finnst ömurlegt að þurfa að tjá mig opinberlega um þau mál sem hér um ræðir en eins fáránlegt og það er þá virðist það þurfa til þess skoða mál í ljósi þess að virða lagalegar skuldbindingar þær sem viðkomandi stjórnsýsluaðilum ber að viðhafa og þessi mín orð eru til alls fyrst í því efni.

En örugglega ekki þau síðustu.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


Vilhjálmur er eini maðurinn sem eigir raunverulega sýn á hagsmuni launþega í landinu.

Það er ótrúlegt til þess að vita að aðeins einn maður í forystu allrar Verkalýðshreyfingar í landinu skuli tala máli launþega nú um stundir.

Sá hinn sami virðir þau markmið og þann tilgang sem barátta fyrir hagsmunum launþega í landinu er, á hverjum tíma, hinir fljóta sofandi að feigðarósi, því miður, oftar en ekki undir formerkjum þess að styggja ekki samflokksmenn við stjórnvöl ríkis og sveitarfélaga sem þeir hinir sömu tilheyra og ganga þannig gegn tilgangi og markmiðum verkalýðshreyfingar yfir höfuð sem fyrst og fremst eru þau að standa vörð um hagsmuni launþega í landinu.

Hví skyldi svo komið ?

Jú það er búið að hræra saman fjármunavörslu lífeyrissjóða með þáttöku vinnuveitenda í sjóðastarfssemi og setu í sjóðunum, þar sem hagsmunir skarast, og ofan á hefur verið hagsmunir vinnuveitenda meira og minna á kostnað launþega, ásamt því atriði að standa í samkrulli við stjórnvöld um það að þjóðnýta fjármuni í lífeyrissjóðum að eigendum fjármagns forspurðum, að hentugleikum.

Hér er um að ræða siðleysi að verstu tegund og ævarandi skömm þeirra er á horfa þegjandi og hljóðalaust í voru samfélagi.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Verkalýðshreyfing með gervitennur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband