Íslenzk stjórnsýsla og stjórnsýslulögin.

Enn þann dag í dag finnast þess dæmi að aðilar í stjórnsýslu virðist ekki hafa minnstu þekkingu á lögunum um stjórnsýslu varðandi það atriði að vera vanhæfir sem aðilar máls.

Í dag fékk ég svarbréf í ábyrgðarpósti í kjölfar stjórnsýslukæru, af minni hálfu til handa einni stofnun hins opinbera þar sem kæra þessi fór fyrir fjölskipað ráð eða nefnd, en hver skyldi hafa undirritað niðurstöðu þess efnis að viðkomandi stofnun hefði ekkert gert rangt.

Jú forstöðumaður stofnunnar þeirrar er kvörtun þessi beindist að en sá hinn sami situr einnig í hinu sama ráði, er fjallaði um mál þetta.

Alveg hreint stórglæsileg stjórnsýsla og manni dettur í hug að hér sé um Gírkassahrepp að ræða, þar sem búa tíu íbúar sem hoppa sitt á hvað í hin ýmsu hlutverk.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband