Molar um málfar manna.

Það er nokkuð ljóst að mönnum eru mislagðar hendur við að vinna skoðunum sínum brautargengi hvers eðlis sem er.

Einkum og sér í lagi er það áberandi í pólítískri umræðu hér á landi hve mjög og hve mikið menn reyna oft og iðulega að útbúa umræðu í alls konar umbúðir um eitthvað.

Umbúðir sem innihalda lítið annað en pólítískan áróður, annað hvort til varnar ríkisstjórn ellegar gagnrýni á þá hina sömu, allt eftir þvi hvaða flokkar stjórna.

Dylgjur fram og til baka þar sem fullyrðingar um eitthvað sem viðkomandi hafa
" heyrt " eru fram bornar sem hinn eini sannleikur mála og gífurleg umræða verður til um eitthvað sem einhver segir.

Sem aldrei fyrr hefur vinstri vængur stjórnmálanna verið undirorpin því hinu sama í hinni pólítísku umræðu, þótt þess finnist undantekningar um.

Menn víla ekki fyrir sér að höggva mann og annan með málæðinu, líkt og enginn sé morgundagurinn, og hægt er að hampa nægilega hentugum pólítískum sjónarmiðum sérstakra flokka og slá sjálfan sig til riddara á flokkstorginu.

Þekking á því hvort menn gangi yfir mörk velsæmis hvers konar er illa eða ekki sýnileg þeim er þar vaða fram völlinn.

Meðan svo er verður ekki til þróun þess að menn skiptist á skoðunum er innihalda rök fyrir málfari sínu og " sykurhjúpuð Gróa á Leiti " verður að
meintum sannleika mála.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband