Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Verkalýðshreyfing í hár saman, einmitt það sem vantaði....
Föstudagur, 30. apríl 2010
Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi og nú eru menn farnir að kasta spjótum hvern í annan á sama báti þ.e verkalýðsmála í landinu.
Hvað næst ?
kv.Guðrún María.
Ólíðandi að ASÍ ráðist á samningsbundin kjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Brekkusöngur í Skógum við goslok ?
Mánudagur, 26. apríl 2010
Árni Johnsen er fínn drengur og hann kann að auka mönnum bjartsýni og blása eldmóð í brjóst ef svo ber undir eins og Eyjamanna er vani sem þolað hafa eldgos við bæjardyrnar.
Það er annars flott að fá veghefil í aurinn, sem án efa getur hjálpað til þar sem örugglega þarf að skafa ofan af, en sams konar minni tæki svo sem dráttarvélar með sköfur gætu gert mikið til að hjálpa við gróður í túnum og mögulega hagabeit framundan.
kv.Guðrún María.
Einn kom með veghefil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samfylkingin vill vaxtarsamning við verkalýðshreyfinguna í Reykjavík....!
Mánudagur, 26. apríl 2010
Það er mér undrunarefni að lesa það orðskrúð sem þessari tilkynningu fylgir ekki hvað síst þar sem rætt er um verkalýðshreyfingu sem tæki stjórnmálamanna, sem er afar furðulegt, svo ekki sé minnst á meðalhagvöxt, og fleira.
Skyldi vera kominn tími til að rjúfa samtengingu verkalýðsmála og pólítíkur ?
Hvað skyldu laun verkakvenna í Reykjavík hafa lækkað mikið í tíð R-listans og hve margir forkólfar verkakvenna voru þar í sætum þess lista og sátu beggja vegna borðs í við ráðstjórn borgar og sem fulltrúar launþega við samninga um kaup og kjör ?
Sporin hræða.
kv.Guðrún María.
Vilja stefna að 3,5% hagvexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Náttúruöflin hreinsa til, fyrst rok og svo rigning.
Mánudagur, 26. apríl 2010
Í gærdag var rok og öskufjúk og eitthvað hefur farið á brott af ösku, en síðan rignir almennilega í dag og það er af hinu góða og hjálpar til undir Fjöllunum.
Því til viðbótar hafa menn lagt sitt lóð á vogarskálar með hreinsunarstarfi bæ af bæ, með slökkviliðsbilum við hreinsun af þökum húsa og mokað ösku úr næsta nágrenni.
Þar er unnið stórkostlegt starf sem ber að þakka.
kv.Guðrún María.
Fagna rigningu undir Eyjafjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matsfyrirtæki eru ónauðsynleg milliliðastarfssemi, og skyldi á brott.
Sunnudagur, 25. apríl 2010
Það er fjármálafyrirtækja eins og bankanna sjálfra að meta fjárfestingar hvers konar, sem og ríkisstjórna landa að hafa til staðar nægileg stjórntæki á eigin vegum til mats á hagkerfum.
Hvers konar milliliðastarfssemi þar að lútandi er í raun fáránlegt fyrirbæri og afar ánægjulegt að sjá að Bandaríkjamenn skuli hafa áttað sig á því hinu sama.
Það var kominn tími til.
kv.Guðrún María.
Hörð gagnrýni á matsfyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að brenna sinu.
Sunnudagur, 25. apríl 2010
Það er með ólíkindum til þess að vita að sinubruni skuli nú orðinn að meiriháttar vandamáli, víða um land, en það atriði að brenna sinu, var eitthvað sem bændur nýttu sér í úthögum hér eitt sinn og er nú háð leyfi sýslumanna að mig minnir, en það að brenna sinu flýtir fyrir gróðri í beitarhögum fyrir búfénað.
Það skyldi þó aldrei vera að gleymst hafi af fræða uppvaxandi kynslóð um tilgang sinubruna.
kv.Guðrún María.
Sinueldar í Borgarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn mikli skortur á gagnrýnni hugsun.
Sunnudagur, 25. apríl 2010
Sigmundur Davíð hittir naglann á höfuðið varðandi það atrið að skortur á gagnrýnni hugsun sé meginorsök þess sem íslenskt þjóðfélag á nú við að etja.
Þótt ég sé nú í dag flokksmaður í Framsóknarflokknum, þá var ég það ekki og tók þátt í starfi annarra flokka á stjórnmálasviðinu, þar sem ég gagnrýndi þann flokk ásamt öðrum flokkum eftir efnum og ástæðum hvarvetna.
Á sínum tíma var Framsóknarflokkurinn í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og tók þar að sér erfiða málaflokka svo sem heilbrigðismál og félagsmál, ásamt fleiru, sem yfirleitt vill verða hlutskipti þeirra flokka sem fara saman í samsteypustjórnir þar sem sá stærri afhendir hinum minni erfiðari málaflokkana og hefur þar með möguleika á því að koma betur undan stjórnarsamstarfi, eins og varð raunin í samstarfi þessarra tveggja flokka.
Sjálfstæðisflokkurinn kom sér lipurlega frá þvi í áraraðir að taka að sér heilbrigðismálin, þ.e umfangsmesta málaflokkinn og stærsta póst vergra þjóðarútgjalda og slapp þar með alveg við gagnrýni á það hið sama ráðuneyti sem á þeim tíma mátti þurfa að taka ýmsar ákvarðanir um breytingar.
Framsóknarflokknum var kennt um niðurskurð og breytingar þar á bæ, er leið að lokum kjörtímabils.
Alvarlegasti skorturinn á gagnrýnni hugsun var hins vegar varðandi skipan mála í fiskveiðistjórnuninni þar sem varðstaða Sjálfstæðisflokksins um óbreytt kerfi var nær alger síðustu ár samstarfs millum þessara flokka.
kv.Guðrún María.
Framsóknarflokkur biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ómetanlegt starf Björgunarsveitanna, í aðstæðum náttúruhamfara.
Sunnudagur, 25. apríl 2010
Það er allt að því að hræra huga manns að sjá þann dugnað sem Björgunarsveitarmenn hafa lagt á sig undir Eyjafjöllum, og sýnir og sannar hve ríkir við Íslendingar erum að eiga slíkt starf, þegar á reynir.
Hjartans þakkir eru efst í mínum huga.
kv.Guðrún María.
Meira en 400 manns úr 48 sveitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsóknarflokkurinn fyrstur flokka með siðareglur.
Laugardagur, 24. apríl 2010
Ég óska mínum mönnum til hamingju með settar siðareglur og tel að þar sé um góða vinnu að ræða í því efni, og afar ánægjulegt að Framsóknarflokkurinn skuli fyrstur flokka hefjast handa um setningu siðareglna innan flokksins.
kv.Guðrún María.
Framsókn setur sér siðareglur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmálin velta á mönnum og trausti á þá hina sömu.
Laugardagur, 24. apríl 2010
Hverjum trúir þú og treystir til þess að sinna erindum almennings í landinu ?
Hver er trúverðugur til þess hins sama ?
Spurningin snýst um traust og það atriði að viðkomandi sé ekki líklegur til þess að smala sínum nánustu sem samstarfsmönnum í kring um sig , sem kalla verður klíkustjórnmál.
Það tekur tíma að ávinna traust og allt spurning um hve margir treysta hverjum og einum til góðra verka.
Ég lít svo að að starfandi stjórnmálaflokkar í landinu geti ekki lengur boðið upp á samsuðu fagurra markmiða á blaði líkt og verið hefur venjan fyrir hverjar kosningar á fætur öðrum, heldur þurfi að koma til sögu ný hugsun varðandi það atriði að koma á framfæri upplýsingum um einstaklinga er bjóða sig fram til starfa sem trúverðugir fulltrúar almennings, með víðsýn viðhorf á eitt samfélag og viðfangsefni þess.
Traust er það sem þarf að skapa til framtíðar, og fólkið ákveður hverjir eru þar traustins verðir.
kv.Guðrún María.