Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Mun þessi kosning verða um, fyrningu, ESB fiskveiðistjórnun ásamt strandveiðum og skötusel, eða eitthvað annað ?
Mánudagur, 29. mars 2010
Flokkur sem fer með forystu í ríkisstjórn landsins og hefur boðað breytingar í formi fyrningar á einu stykki kerfi, kemur allt í einu fram með hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um fiskv.kerfið, en um hvað á hún að snúast ?
Fiskveiðistjórnun Esb ?
Fyrningaleið Samfylkingarinnar ?
Strandveiðar ?
Skötuselsfrumvarpið ?
Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.
kv.Guðrún María.
Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tók ráðuneytið við sér þegar málið var rætt í fjölmiðlum ?
Laugardagur, 27. mars 2010
Það hlýtur að teljast sérstakt að ekki skuli hafa tekist að ræða við aðila er starfa við þessi mál, fyrr en viðkomandi fór í fjölmiðla til að kvarta um sinnuleysi.
ER þetta sú stjórnsýsla sem við viljum sjá í framtíðinni ?
kv.Guðrún María.
Semja um áframhald endurhæfingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að lesa í táknmál tilverunnar.
Laugardagur, 27. mars 2010
Það er sannarlega áhugavert að sjá að fleiri en sú er þetta ritar hugsa á sama veg, varðandi það atriði hve mjög vor þjóð hefur þarfnast þess að fá að hugsa um eitthvað annað en fjármál og aftur fjármál daginn út og inn á neikvæðum nótum með endalausu rifrildi , argaþrasi og illindum.
Við búum í eldfjallalandi og Eyjafjöll eru umlukin eldstöðvum, sem sýnt hafa mátt sinn og megin gegnum tíðina, í Vestmannaeyjum og í Heklu í minni tíð.
Það er hins vegar sérstakt að sá eldur sem nú er uppi skuli verða milli jöklakónganna, sem forðað hefur flóðum á svæðinu, enn sem komið er.
kv.Guðrún María.
Móðir Jörð brást við ákallinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
En hvað með kerfið sjálft Jón ?
Föstudagur, 26. mars 2010
Kvaðir og höft á núverandi skipan mála í landbúnaði gera lítið annað en að rúlla flest öllu á hausinn og í ríkisforsjá að sjá má, í stað þess að reyna að innleiða breytingar til bóta á kerfinu sjálfu, frá mínum sjónarhóli séð.
kv.Guðrún María.
Íhugar höft á framsal greiðslumarks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gos, gos, gos og aftur gos.....
Föstudagur, 26. mars 2010
Gos, gos, gos og aftur gos,
allir keppast um að sjá eitt gos,
Icesavemálið, skuldavandinn,
efnahagsóráðsíufjandinn,
andvaraleysi og loddaragangur,
gefa upp laupa er gýs í fjalli,
fjölmiðlanna skuldahalli,
fyrir bi í bili.
Allir upp á fjall að eygja gos með augum,
og mynda gos í mekki.
Þetta er min þjóð með sína
sálarhlekki, að missa ei af neinu,
er augun ná að sjá.
kv.Guðrún María.
Mikil umferð við gosstöðvarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Félagsþjónusta sveitarfélaga, og stuðningur við fjölskyldur þessa lands.
Föstudagur, 26. mars 2010
Hið svokallaða velferðarkerfi þessa lands, og lagaumgjörð um þá hina sömu þjónustu lítur vel út á blaði en hver er reyndin þegar kemur að því að skóinn kreppir, varðandi ungt fólk með börn sem hefur til dæmis fest kaup á húsnæði áður en hrunið kom til hér á landi og situr í skuldafeni hækkunar lána ?
Jú ef svo vill til að fjölskylda hafi tekjur yfir framfærslumörkum fyrir skatta, þá tekur hið opinbera ekki tillit til þess að skattarnir kunni hugsanlega að setja fólk í þá stöðu að verða undir slíkum mörkum eftir skatta, þannig er regluverk hins opinbera í þessu efni.
Með öðrum orðum, málamyndasýndarmennska um velferð sem ekki tekur mið af raunverulegri greiðslubyrði einstaklinga eftir skattgreiðslur til hins opinbera.
Það er ekki við fólkið að sakast sem vinnur sem félagsráðgjafar hjá sveitarfélögum og fær engu ráðið um regluverkið, heldur þá er setja þessar heimskulegu reglur sem ekki eiga stoð í raunveruleika málanna sem eru kjörnir fulltrúar beggja stjórnsýslustiga ríkis og sveitarfélaga í landinu.
Fjarlægð ráðamanna frá hinum raunverulegu vandamálum er alger.
kv.Guðrún María.
Rætt um skuldavanda barnafólks á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er helmingur launamanna á vinnumarkaði undir fátæktarmörkum ?
Föstudagur, 26. mars 2010
Ég hlýddi á frétt í sjónvarpi í kvöld þar sem kom fram að þeir sem tækju laun undir miðgildi, gætu flokkast í hóp fátækra hér á landi, en samkvæmt því sem hér kemur fram í þessari frétt er þar um að ræða helming launamanna á vinnumarkaði hér á landi.
Það skyldi þó ekki eitthvað þurfa að fara að endurskoða kaup og kjör sem og skattlagningu launa !
kv.Guðrún María.
Mánaðarlaun 334 þúsund að meðaltali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hversu mikið vita stjórnvöld, um misskiptingu í einu þjóðfélagi ?
Fimmtudagur, 25. mars 2010
Undirrót misskiptingar er láglaunastefna þar sem stórum hluta fólks á almennum vinnumarkaði er boðið upp á það að þiggja laun sem illa eða ekki nægja til framfærslu eins einstaklings.
Stórkostlegur vanmáttur stjórnvalda á hverjum tíma að greina þá hina sömu sýn hefur verið alger.
Á sama tíma hefur hið opinbera þanist út sem aftur þýðir að skatta er ekki hægt að lækka heldur hækka þeir ár frá ári meðan stjórnvöld mennta og mennta fólk við alls konar sérhæfingu starfa sem nær einungis er að finna í hinum sama opinbera geira að stórum hluta til.
Hvers konar sérhæfing starfa í krafti menntunar hefur þýtt launakröfur gagnvart hinu opinbera sem aftur hefur þýtt að ákveðnar stéttir, hafa fjarlægst verkamanninn sem alltaf mun þó þurfa til starfa jafnframt hvers konar sérhæfingu í hverju samfélagi.
Alls konar samkrull verkalýðshreyfingar, vinnuveitenda og stjórnvalda um sameiginlegar úrlausnir í stað samninga um kaup og kjör hverju sinni, hefur kostað hinn almenna Íslending of mikið undanfarna áratugi.
Samvinna kerfa í einu þjóðfélagi er ekki betri en það að félagsmálayfirvöld taka ekki mið af greiðslumati eftir skatta, þannig að öll framfærsluviðmið eru út úr kú, meðan fjármálastofnanir virðast geta viðhaft raunverulegt greiðslumat er tekur mið af slíku, t.d. við húsnæðiskaup.
Hver og einn einasti launþegi greiðir sitt til lifeyrissjóða hvern mánuð en aðeins þeir sem ákveða að kaupa húsnæði, geta notið lánakjara hjá sjóðunum, hinir ekki sem leigja húsnæði, því krafa sjóða þessara er veð.
Á sama tíma geta sjóðir þessir fjárfest án þess að spyrja félagsmenn um slíkt, og ef til vill tapað á sínum fjárfestingum á markaði, þannig að lækka þurfi greiðslur til sjóðfélaga þegar kemur að því að greiða sjóðfélögum til baka sín iðgjöld í formi réttinda.
Sjóðum þessum var leyft að braska með fjármuni launamannsins með vitund Alþingis, en endurskoðun á tilgangi og markmiðum sjóðasöfnunnar þessarar er eitt af þeim málum sem brýnt er að þingheimur taki sér fyrir hendur hið fyrsta.
kv.Guðrún María.
Evrópuár gegn fátækt hefst á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ábyrg afstaða í íslenskum stjórnmálum.
Fimmtudagur, 25. mars 2010
Samvinna er forsenda framþróunar, og það atriði að ná því að greina mikilvægi þess að takast á við aðalatriði í stað aukaatriða er varða íslenskt efnahagslíf er spurning um framtíð einnar þjóðar.
Þar hefur Framsóknarflokkurinn lagt sín lóð á vogarskálar.
kv.Guðrún María.
Þjóðarsátt Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ALDREI of varlega farið.
Fimmtudagur, 25. mars 2010
Sú árátta landans að þvælast með nefið ofan í allt sem gerist, er gömul saga en sannarlega skyldu menn huga vel að eigin öryggi, þegar eldur er uppi og óvíst um framhald mála, svo ekki sé minnst á mögulegar veðurfarslegar aðstæður á Fimmvörðuhálsi.
Fjölmiðlamenn hafa staðið sína pligt varðandi það að sýna myndir af gosinu, og því til viðbótar er búið að koma fyrir tveimur nýjum vefmyndavélum á vegum mílu, frá Hvolsvelli og frá Þórólfsfelli.
það ber að þakka.
kv.Guðrún María.
Ferðamenn hugi að eigin öryggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |