Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Allt getur gerst á þessu eldfjallasvæði á Suðurlandi.

Ný sprunga hlýtur að þýða hreyfingu á svæðinu og í mínum huga getur allt gerst þarna, og vonandi taka menn inn í nógu marga óvissuþætti varðandi það hið sama.

Hin nýja gossprunga segir nógu mikið um það að á öllu má eiga von, þegar eldur er uppi.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Ný jökulsprunga í Goðabungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnun fiskveiða hér við land og gjaldtakan af atvinnustarfsseminni.

Það atriði að lögleiða framsal og leigu aflaheimilda af takmörkuðum veiðikvóta, með þeim skilyrðum sem þáverandi kvótakerfi innihélt var og er eitt stykki mistök á þjóðhagslegan mælikvarða fyrir tvennt, byggðaþróun annars vegar og nýliðun hins vegar ásamt því til viðbótar að aldrei var það fyriséð að menn gætu mögulega selt sig út úr atvinnugrein þessari.

Andvaraleysi stjórnmálamanna til þess að snúa á rétta braut og endurskoða kerfið hefur og er enn fyrir hendi þar sem hver höndin er upp á móti annarri líkt og fyrri daginn.

Hugmyndir gagnrýnenda til umbreytinga þess efnis að ríkismarkaðsvæða sjávarútveginn eru jafn vitlausar og núverandi kerfi því það er enginn munur á því hinu sama í raun.

Gjaldtaka af sjávarútvegi þarf að vera með þvi móti að gjald á veiddan afla sé raunin, ekki óveiddan með öllum þeim áhættuþáttum er slíkt innifelur.

Uppboð á aflaheimildum ellegar leiga ríkisins er því ekki til í mínu orðasafni um framtíðarþróun stjórnkerfis fiskveiða heldur annað sem heitir gjald á veiddan afla af hálfu útgerða.

Auka þarf veiðar og grisja þorksstofninn öllum til hagsbóta þorski sem þjóð.

kv.Guðrún María.

 


Margt gott að gerast í heilbrigðismálum.

Það atriði að sameina bráðadeildir er til bóta, ásamt því að á Hringbraut verði sérhæfing á hjartasviði.

Því til viðbótar sá ég það, í dagblaði í dag, að nú er komið til sögu teymi aðila á geðsviði sem sinna mun málum utan sjúkrahúss eftir beiðnum þar að lútandi, sem er einhver sú mesta framför sem komið hefur til sögu að mínu viti.

Hverjum góðum skrefum ber að fagna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Bráðadeildir sameinaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránlega léleg þjónusta að fella niður ferðir tvo daga um páska.

Eitt er að minnka ferðir og annað að fella þær alveg niður, hverjir sitja í stjórn Strætó bs ?

Ég hvet menn til þess að endurskoða þessa klaufalegu ákvörðun, og hafa að minnsta kosti tvær til þrjár ferðir millum bæjarfélaga á höfuðborgarsvæði sem er orðið ansi stórt.

Það er algjört lágmark í má í þvi sambandi minna á að sveitarfélögin eru að fullnýta skattprósentu á íbúa og slíkt hlýtur að innihalda þá hina sömu þjónustu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekkert ekið á föstudaginn langa og páskadag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matsfyrirtækin farin að taka mið af stöðu mála í stað þess að stjórna ríkisstjórnum, góð þróun.

Þrátt fyrir allar þær dómsdagspár sem núverandi aðilar í ríkisstjórn viðhöfðu varðandi það atriði að reyna að koma lögum um Icesave í gegn, sem og það atriði að tala niður þjóðaratkvæðagreiðsluna, þá er það einu sinni svo að menn urðu að taka þeirri niðurstöðu sem þar kom fram.

Sama máli gildir um fjármálamatsfyrirtækin sem verða að gjöra svo vel að horfa á staðreyndir í stað þess að reyna hafa áhrif á þróun mála á stjórnmálasviðinu líkt og verið hefur raunin.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áhætta í hagkerfinu minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðurinn kunni fótum sínum forráð.

Allur er varinn góður og þeir flugbjörgunarsveitarmenn vita hvað þeir eru að tala um enda verið á svæðinu allann tímann.

Þurfi að setja upp girðingu, þá skyldi það gert, en hins vegar kann það að vera erfiitt verk án efa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hraunið verður afgirt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver " hundur " í verkalýðshreyfingunni ?

Allt í " hund og kött " hvað hinn meinta stöðugleikasáttmála varðar.

Nú er ASÍ stórhneykslað á kattasmölun Samfylkingarinnar, á sama tíma og VG eru stóránægðir með að vera uppnefndir kettir, samkvæmt formanni flokksins.

Sé ekki betur en ASÍ hyggist snúa sér að stjórnarandstöðunni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Dýrkeypt leit að köttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það ekki sundrungin sem sameinar ríkisstjórnina ?

" Svo má illu venjast að gott þyki. " segir máltækið en varla verður það sagt um þessa ríkisstjórn að samstaðan hafi sligað hana í málum.

Steingrímur virðist staðráðinn í því að láta engan skugga falla á samstarfið, alveg sama hvort samstarfsflokkurinn hendir eggjum í formi katta í flokksmenn.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Stjórnarsamstarfið ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vefmyndavélar við sinusvæði á stór Reykjavíkursvæðinu.

Hafandi séð lögreglu og slökkvilið fara allt of margar ferðir að sömu svæðum, legg ég til að því verði komið á framfæri að svæði séu vöktuð með myndatöku sem kann að sporna við slíkri athafnasemi, að hluta til.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sinubruni í Norðlingaholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Séð hef ég köttinn syngja á bók, selinn spinna hör í rokk, skötuna elta skinn í brók... "

" Skúmin prjóna smábandssokk... " en svo kveður í Öfugmælavísunum.

Þær virðast ganga í endurnýjun lífdaga þessa dagana í ummælum stjórnmálamanna, og ef til vill athöfnum einnig.  ´

Nú er það forsætisráðherra sem ekki viðhefur meiri virðingu gagnvart samstarfsflokknum en að kalla þá " ketti til smölunar ".

Varla er þetta til eftirbreytni fyrir landsmenn.

 

kv.Guðrún María.

 


mbl.is VG ræðir ummæli forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband