Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Íslenzkir sporgöngumenn Evrópusambandsins vilja allir greiða icesave.

Án efa vill Þórólfur í Evrópusambandið, en hvað er Jóhanna að vesenast til viðræðna nú við Baruso ?

Getur það verið að hún komi heim með vilyrði fyrir nýrri samningsgerð frá Evrópusambandinu með flýtimeðferð aðildarumsóknar þar inn ?

Gæti það verið ?

Já það gæti vel verið enda um það að ræða að núverandi pólítikusar falli í verði um Evrópu alla vegna hins ónýta regluverks um fjármálaumhverfi landanna. Svo ekki sé minnst á flokka sem talað hafa fyrir aðild að sambandinu frá upphafi eins og flokkur forsætisráðherra Samfylkingin.

Ferðalag fjármálaráðherra með stjórnarandstöðu var dularfullt en sennilega leikur á taflborði ríkisstjórnarflokkanna, er forsætisráðherra fer síðan í aðra dularferð til að hitta forystumenn í ESB, og gæti þess vegna hugsanlega átt að vera riddarinn á hvíta hestinum heim, með það sem áður sagði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gegn hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangslausir málamyndafundir ríkisstjórnar, fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Fundahald ríkisstjórnarinnar með stjórnarandstöðu er tilgangslaust málamyndatilstand, og til þess eins að ráðherrar geti rætt um það við erlenda ráðamenn að þeir séu að ræða málin, eins og það hafi nú ekki verið gert á hinu háa Alþingi í hálft ár................. án samstöðu flokka.

Ég vona að formenn stjórnarandstöðuflokkanna slíti þessum viðræðum uns þjóðin hefur greitt atkvæði um málið eins og stjórnarskráin kveður á um, eftir synjun forseta.

Detti mönnum í hug svo mikið sem að ræða það að sú atkvæðagreiðsla fari ekki fram, eru hlutaðeigandi á hálum ís.

kv.Guðrún María.

 

 


mbl.is Lítið kom út úr fundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbreytt stefna ráðherra, útilokar inngöngu í Evrópusambandið, gott mál.

Hamagangurinn og ósamstaðan varðandi það atriði að rjúka til og sækja um inngöngu í ESB, með hluta annars ríkisstjórnarflokksins á móti því hinu sama, endurspeglast í þessari frétt.

Óbreytt stefna Íslendinga í landbúnaði þ.e landbúnaðarráðherra  ríkisstjórnarinnar, sýnir það og sannar að vilji til þess að ganga í sambandið er ekki fyrir hendi.

Alveg brilljant.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Engin áform um að breyta um landbúnaðarstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki var það flokknum eða ríkisstjórninni að þakka, eða hvað ?

Það er nú aldeilís ágætt að ákvörðun forseta Íslands að vísa lagasetningu í þjóðaratkvæði hafi orðið til þess að systurflokkar annars ríkisstjórnarflokksins VG, séu upplýstari um stöðu mála.

Vonandi að systurflokkar hins ríkisstjórnarflokksins Samfylkingar séu einnig betur upplýstir, því ekki veitir af að varpa ljósi á stöðu mála hér á landi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Betur upplýstir en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég votta samúð mína.

Ég votta samúð mína fjölskyldu hins látna heiðursmanns Steingríms Hermannssonar, þar sem orðin mikilhæfur hugsjónamaður eiga sannarlega vel við.

Fáir hafa sett eins mikinn svip á stjórnmálasviðið hér á landi um langan tíma og Steingrímur Hermannsson, en hans einkenni að mínu mati var það einkum að " vera manneskja " með nauðsynlegt umburðarlyndi og skilning ásamt staðfestu sem þarf til þeirra verka sem stjórnmálamenn mega þurfa að takast á við.

Blessuð sé minning Steingríms Hermannssonar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikilhæfur hugsjónamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt " icesavemál " í uppsiglingu millum Sviss og USA ?

Varla get ég ímyndað mér að Sviss takist að semja við Bandaríkjamenn um " fjársvik " í tengslum við skattaskjól.

Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þessu máli og samskiptum þjóðanna þar að lútandi, sem sannarlega hefur með það að gera hvort fjármálaumhverfi muni lúta breytingum til hins betra hvers eðlis sem kann að vera.

kv. Guðrún María.


mbl.is Varar við gjaldþroti UBS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjá fram á stórfelldan sparnað í lyfjaútgjöldum samfélaga.

Óhjákvæmilega vekur slíkur samdráttur upp spurningar um magn lyfja í notkun og nauðsyn þess, en án ef sér lyfjafyrirtækið fram á það að stórfelldur sparnaður muni koma til sögu varðandi innkaup á lyfjum og notkun lyflækninga í almennum samdrætti í hinum ýmsu vestrænu samfélögum á komandi tímum.

Uppsagnir þessar eru áföll fyrir viðkomandi lönd þar sem starfssemi þessa lyfjarisa hefur verið, en það er spurning hvort svo kunni að vera að störf við hinn mannlega þátt í heilbrigðisgeiranum kunni að aukast í kjölfarið þegar fram líða tímar í ljósi minni notkunnar lyfja.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Glaxo segir 4 þúsund manns upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótímabærar fréttir af sáttasemjendum hvers konar, þjóðaratkvæðagreiðsla á eftir að fara fram.

Það mætti halda að stjórnvöld hafi gefið sér það fyrirfram, hver niðurstaða þjóðarinnar verði í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem reyndar á eftir að koma í ljós.

Ef það er eitthvað sem sitjandi stjórnvöld sem og allur þingheimur þarf að gera þá er það númer eitt, tvö og þrjú að bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ákvarðanir eru teknar ellegar yfirlýsingar sendar um hvað gera skuli í ljósi niðurstöðunnar.

 

kv. Guðrún María.

 


mbl.is Kanadískur sáttasemjari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband