Hvernig væri að skera upp fjárlög ríkisins ?

Ég hefi löngum verið þeirrar skoðunar að rýna þurfi mun meira í hið ótal mörgu útgjöld hins opinbera sem hafa verið " fastur liður " á fjárlögum ár hvert í áraraðir, þar sem enginn þorir að hnika við eða hreyfa nokkurn skapaðan hlut frá ári til árs.

Það er nokkuð hjákátlegt að heyra fjármálaráðherrann skýla sér bak við svartari þjóðhagsspá sem tilraun til þess að verja stórheimskulegar hugmyndir um heila kerfisbreytingu í heilbrigðismálum sem kann að kosta meira en óbreytt skipulag mála til lengdar.

Hverjum dettur í hug að skattgreiðendur geti á tveimur árum híft eina þjóð upp úr kreppu eins og ekkert sé ?

Stjórnvöld hvoru tveggja þurfa og verða að átta sig á því að slíkt gengur ekki upp og menn verða ekki endurkosnir undir formerkjum núllþráhyggjubókhalds ríkisins á slíkum tímum.

Gera verður þær kröfur til stjórnvalda að horfa lengur fram í tímann en að næstu kosningum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Endurskoðun niðurskurðar í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband