Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Hafa Íslendingar gleymt því að til eru mannbroddar á skó í hálku ?

RIMG0001.JPG_0001

 

 

 

Ég set hér inn mynd af mannbroddum á skó, sem ég keypti í Europris í fyrra, en einnig á ég skó, þar sem hak er á hæl sem hægt er að setja fram þegar þörf er á. 

 

Því miður finnst mér allt of lítið um að fólk noti slika hluti nú orðið, sorglega lítið, og vildi sannarlega heyra eitthvað auglýst um miklivægi þess að nota þessi einföldu hjálpartæki til þess að forðast beinbrot í hálku sem er hundleiðinleg á þessum árstíma eins og oft áður.

Fyrirbyggjum slys í hálkunni.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Slys vegna hálku í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti tekið allt næsta ár að rýna í gegn um lög um íslenskan landbúnað.

Lög svo ekki sé minnst á reglugerðir um íslenskan landbúnað, eru vægast sagt nokkuð umfangsmikil í vorum lagabálki, og það gæti nú tekið nokkurn tíma að fara í gegn um það hið sama.

Gott ef það klárast á næsta ári.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fyrsti rýnifundur um landbúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar í ósköpunum er að finna lagalega heimild lífeyrissjóða til aðkomu í slíkar viðræður ?

Mér þætti mjög fróðlegt að vita hvaða umboð lífeyrissjóðirnir hafa til þess að setjast að borði með stjórnvöldum landsins varðandi lausn á skuldavanda heimila í landinu ?

Er slíkt að finna í lögum um starfssemi sjóðanna eða er þetta ákvörðun núverandi forsvarsmanna ?

Ekki hafa verkalýðsfélögin haft fyrir því að funda með launþegum mér best vitanlega.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lífeyrissjóðir fara yfir tillögurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á ekki orð.

Það er með ólíkindum að " bændur " með kúabú, láti sér detta í hug að hafa kýr inni allt árið.

Í mínum huga ættu þeir hinir sömu menn ekki að hafa framleiðsluleyfi.

Ef kúabúin eru orðin of stór til þess að hægt sé að hleypa kúnum út úr fjósi, þá þarf að minnka þær hinar sömu einingar.

kv.Guðrún María.


mbl.is 9 kúabændur kærðir til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlé á talningu ?

Það er alveg nýtt hér á landi að hlé sé tekið við talningu atkvæða úr kosningum, en hvers vegna sú leið er valin átta ég mig ekki á.

Það væri nú allt í lagi að fá að vita hvers vegna svo er.

kv.Guðrún María.


mbl.is Úrslit kynnt annað kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagspistill.

Það er í sjálfu sér sérkennilegt að vera upptekin af því að komast gegn um einfaldar athafnir daglegs lífs og líta á það sem sigra að geta bjargað sér, en lífið er lærdómur.

Nú eru hins vegar þrjár vikur liðnar frá því að ég slasaðist og ég búin að fara í endurkomu á slysadeildina, þar sem teknar voru myndir af samfallsbrotinu í hryggnum og brotinu á úlnliðnum.

Brotið á úlnliðnum virðist gróa rétt og gifs áfram um sinn, en samfallsbrotið hafði gengið meira saman eins og gerist víst um áverka sem þessa.

Læknirinn uppáskrifaði byrjun í sjúkraþjálfun með fettuæfingar í bakinu og ég fór í fyrsta tímann á fimmtudaginn síðasta en það er gott að vera undir handleiðslu þess sem veit hvað má gera í þessu efni.

Ég reyni að gera það sem ég get gert og um leið og ég finn verki, fer ég og legg mig og læt verkina líða frá.

Ég veit það vel að viljinn og þrjóskan í þessu tilviki til þess að ná aftur bata hjálpar mér, en ég reyni að hafa handbremsuna í lagi til þess að greina á milli þess að ofgera mér ekki.

kv.Guðrún Maria.


Áhugaleysi eða hamlar kostnaður við þáttöku ?

Ólíkt kosningum til þings er í þessum kosningum ekki um að ræða akstur á kjörstað en svo kynni að vera að slíkt hamlaði einhverjum þáttöku.

Jafnframt er tímasetningin þ.e. 27.dagur mánaðar varla til þess að hvetja þá sem ef til vill spara bensín í þröngum efnahag fram að mánaðarmótum.

Hvað með kynningar á framkvæmd þessara kosninga til þessa þings ?

Var einhverju ábótavant í því efni ?

Mín skoðun er sú að þar hafi margt mátt betur vera undirbúið í raun ekki hvað síst með kynningar á frambjóðendum sem og tilgangi endurskoðunar stjórnarskrár.

Þrátt fyrir þessa litlu þáttöku munu veljast frambjóðendur til þessa verkefnis og við munum sjá hvað út úr því kemur.

Það mun timinn leiða í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kosningaþátttaka líklega um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama bölvað braskið og verið hefur...

Af hverju ætti ríkissjóður að taka þátt í leigu á óveiddum fiski úr sjó ?

Mér er enn óskiljanlegt að menn geti ekki áttað sig á því að fyrst þurfi að VEIÐA FISK, svo að leggja gjald á það sem kemur að landi, annað er della að mínu viti.

kv.Guðrún María.


mbl.is Veiðiheimildir gegn gjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökumenn, takið með ykkur sólgleraugu.

Það munar öllu að hafa meðferðis sólgleraugu á nefinu, ef ferðinni er heitið á móti sól á þessum tíma þegar sólstöður nálgast og lægstur sólargangur hjá okkur á norðurhveli.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sólin truflar ökumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég kaus í fyrsta skipti persónur til stjórnvaldsstarfa á Íslandi.

Það var afskaplega ánægjuleg tilfinning að geta valið fólk óháð flokkum til starfa fyrir þjóðina í lýðræðislegum kosningum, en ég kaus í dag hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði.

Ég var eftir mig í hægri hendinni eftir skriffinskuna, það skal viðurkennt en ég er enn í gifsi eftir að hafa brotnað á úlnlið um daginn.

Það er hins vegar ágætt að skrifa eina tölu af blaðinu sem maður er tilbúin með og strika svo yfir hana með blýantinum til þess að ruglast ekki á tölum áfram.

Í mínum huga er hér um að ræða sögulegt tækifæri sem núverandi stjórnvöld hafa fram sett og við skyldum sannarlega nýta sem slíkt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rúmlega 10 þúsund búin að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband