Sunnudagspistill.

Það er í sjálfu sér sérkennilegt að vera upptekin af því að komast gegn um einfaldar athafnir daglegs lífs og líta á það sem sigra að geta bjargað sér, en lífið er lærdómur.

Nú eru hins vegar þrjár vikur liðnar frá því að ég slasaðist og ég búin að fara í endurkomu á slysadeildina, þar sem teknar voru myndir af samfallsbrotinu í hryggnum og brotinu á úlnliðnum.

Brotið á úlnliðnum virðist gróa rétt og gifs áfram um sinn, en samfallsbrotið hafði gengið meira saman eins og gerist víst um áverka sem þessa.

Læknirinn uppáskrifaði byrjun í sjúkraþjálfun með fettuæfingar í bakinu og ég fór í fyrsta tímann á fimmtudaginn síðasta en það er gott að vera undir handleiðslu þess sem veit hvað má gera í þessu efni.

Ég reyni að gera það sem ég get gert og um leið og ég finn verki, fer ég og legg mig og læt verkina líða frá.

Ég veit það vel að viljinn og þrjóskan í þessu tilviki til þess að ná aftur bata hjálpar mér, en ég reyni að hafa handbremsuna í lagi til þess að greina á milli þess að ofgera mér ekki.

kv.Guðrún Maria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel Gmaría mín við að ná heilsunni aftur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.11.2010 kl. 02:04

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Cesil mín.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.11.2010 kl. 02:10

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki vissi ég af því að þú hefðir slasast og þykir mér virkilega miður að frétta það.  Því miður setur svona lagað líf allra úr skorðum og óska ég þér velfarnaðar í baráttu þinni við að ná heilsunni aftur. 

Jóhann Elíasson, 28.11.2010 kl. 10:53

4 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Búin að ganga í gegnum mjög svipað ferli sjálf, oftar en einu sinni! Það er mjög mikilvægt að taka því rólega því það verður ekki lagað eftir á ef maður fer of geyst eða ofreynir sig! Smá ryk og svoleiðis nokk drepur engan og því allt í lagi að liggja með tær upp í loft ef það eru fyrirmælin :) gangi þér vel.

andrea marta vigfúsdóttir, 28.11.2010 kl. 11:01

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Kærar þakkir fyrir það Jóhann.

Sæl frænka.

Já það er rétt, maður þarf að gæta sín. Takk fyrir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.11.2010 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband